Harmonikublaðið - 01.04.2002, Qupperneq 13
HARMONIKUBLAÐIÐ
FERÐASAGA
Ásgeir Lárusson og Þorlákur Friðriksson tóku lagið í gömlum banka í Færeyjum í boði eldri
borgara í Færeyjum.
unni þar sem við hlíddum á söng hjá
norskum karlakór og enduðum á því að
fara út að Kirkjubæ þar sem staðarhaldar-
inn, sjálfur bóndinn á Kirkjubæ, tók á móti
okkur og leiddi okkur um staðinn og sagði
sögu Kirkjubæjar.
í hópnum reyndist vera fjarskildur ættingi
bóndans enda ekki skrítið því hann á ættir
að rekja að Karlsskála í Reyðarfirði að
hluta. Um kl.16. lagði hópurinn af stað til
Fuglafjarðar en þar beið okkar matarveisla
í boði ÁFR. Fuglafjörður er fallegur bær á
Austurey með um 1500 íbúa. jónsvein
Poulsen tók á móti hópnum og byrjaði á
því að fara með okkur um bæinn og síðan
skoðuðum við stórglæsilega kirkju þeirra
Fuglfirðinga og þar tókum við stutta sön-
gæfingu fyrir kvöldið. Við borðuðum í húsi
eldriborgara í Fuglafirði og eftir glæsilega
matarveislu var sungið dansað og spilað
langt fram eftir nóttu. Eldriborgarar í
Fuglafirði komu til að vera með okkur á
ballinu og til að kenna okkur sporin í fær-
eyska dansinum sem allir tóku þátt í bæði
ungir og aldnir af mikilli ánægju. Eftir
borðhald heiðraði menntamálaráðherra
Færeyja okkur með heimsókn sinni og var
með okkur fram eftir kvöldi.
Á ballinu skiptust hóparnir á að spila en
undir lokin var þetta orðin stórhljómsveit
íslenskra og færeyskra harmonikuleikara.
Sunnudaginn 9.júní áttum við boð frá
vinabæ Neskaupstaðar í Færeyjum Sand-
vogi á Vogey. Þangað fórum við eftir há-
degið í sama góða veðrinu og verið hafði
dagana á undan. Við fórum með rútuna og
bílana í ferjuna sem beið okkar í Vest-
manna og flutti okkur yfir Vestmannasund.
Þar tók á móti okkur Sigurður Petersen
sem fór með okkur um Vogey og greindi frá
því sem fyrir augu bar. í Sandvogi héidum
við stutta útitónleika og seinna um kvöldið
vorum við aftur með tónleika á Hótel Vog-
um þar sem okkur var haldin glæsileg mat-
arveisla í boði kommúnunnar í Sandvogi.
Þar var m.a. mættur einn af þingmönnum
Færeyinga ióhannes Nilson ásamt konu
sinni og drengjum. Mánudagsmorguninn
ll.júní var svo komið að stóru stundinni
fyrir flesta, upptöku í Útvarp Færeyja. Elis
Poulsen tók á móti hópnum og fór með
okkur um útvarpshúsið. Elis á margt skyld-
fólk í Neskaupstað og þess vegna höfðu
menn um margt að skrafa. Upptakan tókst
með ágætum en efnið var síðan sent út
17.júní á þjóðhátíðardegi okkar. Seinna
þennan sama dag var hópnum boðið til
móttöku hjá eldriborgurum í Þórshöfn.
Móttakan fór fram í skemmtilegu gömlu
steinhúsi í Þórshöfn sem upphaflega var
byggt sem banki. Það reyndist ótrúlega
góður hljómburður í þessu húsi enda voru
allir í sjöunda himni hvort sem þeir voru
að spila eða syngja. Við héldum tónleika
fyrir gestgjafa okkar og nú bættist inn í
dagskrána hjá okkur samleikur á munn-
hörpur og samleikur á harmoniku og
Tvær úr kór eldriborgara Norðfirði að ieika á
munnhörpur.
mt
mandolín og féll þetta í góðan jarðveg hjá
fólkinu. Eftir tónleikana var svo öllum boð-
ið til kaffisamsætis í boði Eldriborgarafé-
lags Þórshafnar.
Þriðjudaginn 12.júní var tekinn snemma
því nú átti að fara í skoðunarferð um eyj-
arnar. Veðrið var ekki sem best um morg-
uninn, þoka og rigningarúði en það breytt-
ist þegar komið var að hádegi og þá fór
sólin aftur að skína. Víða var farið þennan
dag og margt merkilegt skoðað. Fólkið var
mjög hrifið af stórum og glæsilegum kirkj-
um Færeyinga og má þar nefna kirkjurnar á
Tóftum og í Götu sem báðar eru glæsileg
hús og vel búin og ekki hvað síst af hljóð-
færum. Safnið í Götu þótti fólki líka gaman
að skoða og var Jónsvein með okkur í þess-
ari ferð og sagði okkur frá því sem fyrir
augu bar. Ekki má gleyma heimsókninni í
Töting í Götu en þar var mikið verslað af
ullarvörum og fóru margir heim til íslands
í færeyskum peysum eða með færeyskar
húfur á höfðinu. Miðvikudaginn 13. júní
var svo komið að heimferð. Hótelið yfirgáf-
um við um hádegið og var þá farið á bæj-
arrölt í Þórshöfn eða þá fólk fór í safna-
skoðun. Áfram vorum við heppin með
veðrið því sólin var með okkur allan þenn-
an dag eins og hina fyrri. Siglingin heim til
fslands hófst svo kl. 17.30 og voru flestir
aftur á sóldekki meðan siglt var út frá eyj-
unum. Um kvöldið var svo komið að því að
spila fyrir dansi í Víkingasalnum. Þó svo
nokkur hreyfing væri á skipinu hættu sér
þó nokkrir á dansgólfið og skemmtu sér
hið besta.
Fimmtudaginn,14. júní heilsaði ísland
okkur með þungbúnu veðri rigning í byggð
og krapaslydda til fjalla. Heimferð frá
Seyðisfirði gekk að óskum, allir komust
heilir heim og flestir sluppu við sjóveiki og
sjóriðu. Skemmtilegri ferð var lokið og við
sem tókum þátt í henni höfðum átt góða
daga í Færeyjum og komum aftur heim
með góðar minningar.
Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem
lögðu okkur lið við undirbúning ferðarinn-
ar og þeim sem studdu okkur með fjár-
framlögum hér í Neskaupstað og einnig vii
ég nefna sjóð sem nefnist FITUR sem er ís-
lensk-færeyskur og veitir ferðastyrki til
heimsókna á milli landanna. Þessi sjóður
veitti okkur rausnarlegan styrk til ferðar-
innar. Síðast en ekki síst viljum ég og kon-
an mín þakka öllum sem voru í þessari
Færeyjaferð fyrir ánægjulega ferð. Þó svo
aldursbilið hafi verið mikið sá yngsti 5 ára
og sá elsti kominn vel á níræðisaldur þá
gekk þetta allt saman vel enda allir sam-
taka um að allt gengi upp og allir skemmtu
sér.
Egill Jónsson, Neskaupstað