Harmonikublaðið - 01.04.2002, Qupperneq 14
AFMÆLISFAGNAÐUR
HARMONIKUBLAÐIÐ
Harmonikufélagið
Nikkolína
- 20 ára afmælisfagnaður!
Harmonikufélagið Nikkolína hélt
upp á 20 ára starfsafmæli sitt
með pomp og pragt í félags-
heimilinu Árbliki í Dölum
13. október 2001.
Víst er að harmonikufélagið hefur á þess-
um tveimur áratugum gegnt veigamiklu
menningarhlutverki. Það er til vitnis um
ánægjulegt samstarf áhugamanna um efl-
ingu harmonikunnar og hvers konar tón-
listar og hefur tvinnað saman með ýmsum
blæbrigðum tóna nikkunnar í Dölum. )á,
Nikkolína hefur sannarlega litað tónlistar-
lífið og hefur ekki aðeins komið víðast hvar
við sögu á mannamótum í héraði, heldur
einnig gert víðreist um byggðir landsins.
Stofnað hefur verið til varanlegra og góðra
kynna harmonikufélaga og sveita í milli,
sem ella hefðu sennilega ekki komið til.
Harmonikan eflir kynni á góðri stund og
það sannaðist rækilega á fjörugum afmæl-
isfagnaði á svölu haustkvöldi 13. október
sl.
Sigrún Halldórsdóttir, greinarhöfundur.
Myndarlega var að afmælinu staðið og
sóttu um 150 manns fagnaðinn. Eftir
veisluborð í umsjón Staðarskála í Hrúta-
firði var efnt til fjölþættrar dagskrár sem
stóð í hartnær þrjár klukkustundir. For-
maður Nikkolínu, Árni Sigurðsson bóndi í
Köldukinn, setti hátíðina, en veislustjóri
var Þorgeir Ástvaldsson. Eins og Þorgeir
sagði þá voru það létt spor að koma á
fornar slóðir í Dölum og stjórna þar fagn-
aði, það eru djúpar rætur sem liggja vestur
íDali.
Auk veigamikillar dagskrár Nikkolínu í
söng og spili undir stjórn Halldórs Þ. Þórð-
arsonar, stigu m.a. á stokk rússneski harm-
onikusnillingurinn Yuri Fyodorov sem
starfar á Akranesi og heillaði menn upp úr
skónum með fimi sinni með nikkuna.
Einnig söng systir Árna formanns, Ingunn
Sigurðardóttir, nokkur einsöngslög og tveir
Dalabændur, Ásgeir S. lónsson bóndi í
Blönduhlíð og Þórður K. Halldórsson
bóndi á Breiðabólsstað sungu nokkur tví-
söngslög, þessu listafólki var öllu mjög vel
fagnað.
Margir gestanna voru langt að komnir,
hress og góður hópur frá Harmonikufélagi
Reykjavíkur, einnig félagar úr Þingeyjar-
sýslu, Eyjafirði, Borgarfirði og víðar að.
Færðu þessir góðu gestir afmælisbarninu
gjafir og fluttu ávörp og kveðjur úr sinni
heimabyggð.
Eftir að skipulagðri dagskrá lauk var
slegið upp dansleik og haft var að orði að
sjaldan hafi úrval hljómlistarfólks til að
halda uppi fjörinu verið meira á manna-
móti í Dölum. Það var því ekki vandkvæð-
um bundið að fagna með söng og spili
fram á rauða nótt.
Því áttu vel við vísuorð sem urðu reynd-
ar til í einni ferð Nikkolínu á heimleið frá
Akureyri, eftir frábærar móttökur harmon-
ikuvina okkar fyrir norðan að vanda.
Fannir glitra á fjallabrúnum
fölri birtu á hlíðar slær.
Haustið sínum rökkurrúnum
roðar iandið nær og fjær.
Töfrageimur brosir blíður
bjart er þá að vera til.
Nikkolínu flokkur fríður
Frónið glæðir birtu og yl.
EELW