Harmonikublaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 7
HARMONIKUBLAÐIÐ
LAG BLAÐSINS
þétti vel og hleypi ekki lofti en verst er ef
þau vindast og jafnvel rúllast upp. Ég er
viss um ef þið tækjuð sundur eldri harm-
oniku mynduð þið sjá dæmi um
þetta.Þjóðverjar leystu vandamálið og
var það í Klingenthal, sem þá taldist til
Austur-Þýskalands, og bjuggu til plast-
þynnur sem leystu skinnið af hólmi. ftalir
aftur á móti eru nýfarnir að nota plast og
enn ekki alveg komnir upp á lagið með að
líma það á tónplöturnar. Þetta eru þó
smámunir á við það sem hrjáði harmon-
ikurnar á árunum fram eftir tuttugustu
öldinni. Pietro Deiro sagði frá því að á
tónleikaferðalögum varð hann að taka
með sér verkfæri svo hann gæti lagað
það, sem úrskeiðis fór. Krækjur festu
saman dískantbelg og bassahluta og þvf
var auðvelt að komast að kórunum. Þeg-
ar Toralf Tollefsen kom til íslands þurfti
hann strax að leita til Jóhannesar G. ]ó-
hannessonar viðgerðarmanns, sem kom
hljóðfærinu f lag svo tónleikaferðin gæti
hafist.Nú til dags eru ítalskar harmonikur
orðnar svo vandaðar að með góðri með-
ferð ættu þær að duga heila mannsævi
minnst. Mig hefur oft langað að eiga við
þá orð sem kenna á harmoniku, því þeir
hafa alveg sleppt því að kenna nemend-
unum meðferð hljóðfæranna. Það þurfa
allir að vita hvernig meðhöndla á þau.
Taka sundur á réttan hátt skipta um skinn
eða láta vindgust leika um kórana ef
fjaðrir eru að festast.
Högni Jónsson
JÓN ÁRNI SIGFÚSSON
Á þessum diski leikur
Jón Árni Sigfússon í Mývatnssveit
19 huglúf lög sem flestir þekkja.
Fjögur laganna eru eftir Jón sjálfan.
Með honum leikur dóttursonur hans
Gunnar Benediktsson á Óbó.
Gunnar hefur leikið með afa sínum
frá því að hann var 9 ára.
Upplýsingar í síma 464 4396
Baldur Geirmundsson á ísafírði
Lagahöfundur blaðsins
að þessu sinni er Baldur
Geirmundsson. Baldur er
fæddur að Látrum í Aðalvík
þann I5.október 1937. Flutti í
Hnífsdal, sem nú tilheyrir
ísafjarðarkaupsstað, vorið
1946 þá 9 ára gamall.
Baldur byrjaði ungur að fikta við
hljóðfæri og lék í fyrstu hljómsveitinni
aðeins 16 ára gamall. Árið 1958 hófst svo
tímabil sem kennt er við Baldur og nefn-
ist B.G.-tímabilið sem stóð nær óslitið til
ársins 1995. Þekktasta hljómsveitin á
þessu tímabili mun án efa hafa verið B.G.
og Ingibjörg. Baldur er enn að og leikur á
dansleikjum og árshátíðum.
Baldur! fivenœr byrjaðir [m að fást við
ftarmonifiuspil?
Ég var svona 11-12 ára þegar ég byrj-
aði að fikta við harmoniku bróður míns,
sem var þá á síldarvertíð fyrir Norður-
landi. Ég fór svo að spila á dansleikjum í
Hnífsdal 13-14 ára. Erfitt var að nálgast
lög á þessum tíma, ekki til segulband
eða plötuspilari og fór ég þess vegna í að
læra nótnalestur, keypti mér norskan
harmonikuskóla og fór að grúska í hon-
um. Þetta kom svona smátt og smátt og
fór ég þá að kaupa nótnabækur með
danslögum td. hefti með lögum eftir Karl
Jónatansson, Carl Billich og fleiri.
Hvenær fiófst þinn filjómsveitarferill?
Ég var 16 ára þegar ég byrjaði í fyrstu
hljómsveitinni þá
með Karli Einarssyni
(harmoniku) og Bær-
ing Jónssyni (tromm-
ur) svo hætti Bæring
og kom þá Karl Geir-
mundsson bróðir
minn á trommurnar,
þá aðeins 15 ára.
Karl spilaði með mér
á gítar allt B.G.-tíma-
bilið (sem byrjaði
1958) þ.e. B.G. og
Gunnar Hólm, B.G.
og Árni, B.G. og Ingi-
björgog B.G. flokkur-
inn sem hætti 1995.
Mér sfdlst að fiarm-
onikan hafi efái verið
Baldur Geirmundsson.
þitt eina hljóðfæri um dagana, er það re'tt?
Já, ég lék einnig á hljómborð og saxó-
fón í B.G.-böndunum og samdi nokkur
lög sem eru á plötum með B.G. og Ingi-
björgu, td. Baldursbrá og Hesta-Jói. Und-
anfarin 6-7 ár hef ég leikið á dansleikjum
og árshátíðum með söngkonunni Mar-
gréti Geirsdóttur (Baldur og Margrét) Ég
lék árum saman í Lúðrasveit ísafjarðar,
en leik nú í jassbandi með Villa Valla og
félögum.
Á þessu ári samdi ég lagið „Landsmót
2002" sem notað var sem titillag Lands-
móts harmonikuunnenda á ísafirði í
sumar.
Við birtum hér í opnu blaðsins lag
Baldurs Landsmót 2002. J.J.
Baldri og Villa Valla er ýmislegt til lista lagt. Auk þess að vera mjög
góðir harmonikuleikarar eiga þeir ekki í neinum vandræðum með að
blása í saxafón. Á trommur leikur Gunnar Hólm Sumarliðason.
tm