Harmonikublaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 10
TónleiUar
HARMONIKUBLAÐIÐ
Tatu Kantomaa í Salnum Kópavogi
Ég er alinn upp við að harmon-
ikutónlist sé skemmtileg og
þegar einhver leiki á harmon-
iku langi fólk að dansa. Ég er
ennþá þessarar trúar. En er
harmonikutónlist og harmon-
ikutónlist það sama?
Þegar ég setti í fyrsta skipti á harmon-
ikutónlist frá Brasilíu, sem dóttir mín
færði mér fyrir nærri hálfum öðrum ára-
tug, varð mér að orði, eftir að hafa hlust-
að á heila tóiflaga plötu. Mér finnst þetta
allt svo líkt hvað öðru. Skömmu síðar lék
ég sænska úrvals harmonikuplötu fyrir
ungan mann frá Argentínu. Hann sagði
nánast það sama.
Loksins, virðast íslendingar vera að
átta sig á að harmonikuna er hægt að
nota til annars en að leika fyrir dansi.
Loksins eru harmonikuunnendur farnir
að mæta á tónleika þar sem leikin er tón-
list annarra en gömlu meistaranna,
Pietro Frosini, Pietro Diero, Arnstein )o-
hansen o.fl. Þegar fyrstu harmonikufélög-
in voru stofnuð í árdaga var markmið
þeirra að kynna harmonikuna með henn-
ar ótal möguleikum og auka vinsældir
hennar. Hefur það tekist?
Þann 19. mars s.l. fóru fram tónleikar í
Salnum í Kópavogi þar sem finnski harm-
onikuleikarinn Tatu Kantomaa lék fyrir
SUMARMOT
HARMONIKUUNNENDA
VESTURLANDS2003
Árlegt sumarmót okkar að Fannahlíð
verður dagana 11.-13. júlí næstkomandi.
Hvetjum fólk til að koma og njóta
skemmtilegrar helgar við
spil og spjall.
Dansað föstudag og laugardag.
Næg tjaldstæði.
Allir velkomnir.
Upplýsingar gefa Rafn
í símum 437 1917 & 696 9745
og Guðmundur Helgi í síma 431 4415
Stjórnin
Tatu Kantomaa.
fullu húsi áheyrenda, tónlist sem mörg-
um harmonikuunnendanum finnst fram-
andi, svo ekki sé meira sagt. En f salnum
þetta kvöld voru ekki eingöngu harmon-
ikuunnendur, heldur einnig aðrir tónlist-
arunnendur, sem njóta tónlistar án tillits
til þess hvað hljóðfærið heitir. Þeir eru
fordómalausir hvað hljóðfærið varðar.
Þeirra ánægja felst í hvers konar tónlist er
flutt og hvernig.
Fyrir okkur sem teljumst unnendur
harmonikunnar var þarna um opinberun
HCIMIIDAKVIKMVND
183 min
UINDSMÓT
HHRMONIKUUNNCNDn
; 'VL n isnrmni
4-7ÍÚH 2002
Þeir sem ekki hafa eignast myndbandið
frá landsmótinu á ísafirði 2002 geta
nálgast það hjá flestum formönnum
harmonikufélaganna.
Til eru nokkur eintök af myndbandinu
frá Siglufirði '99, líka barmmerki
fánar glös o.fl.
Hægt er að fá upplýsingar
hjá ritstjóra blaðsins
í síma 462 6432 eða 868 3774.
að ræða, bæði hvað varðar flutning, tón-
verkaval og ekki síst í hvaða hóp við vor-
um komin. Aðeins lítinn hluta áheyrenda
höfðum við áður séð. Stór hluti voru ný
ung andlit, sem fylgdust hugfangin með
því sem fram fór á sviðinu og Tatu
Kantomaa var sannarlega maður til að
breyta eyrum okkar. Þau eru vön í gegn-
um áratugi að hlusta á til þess að gera
aðgengilega ljóðræna tónlist, sem lætur
okkur líða vel og sem við getum jafnvel
raulað fyrir munni okkar. Það sem flutt
var í Salnum 19. mars er grein af sama
meiði og að minnsta kosti jafn merkilegt.
Tök Tatu á efnisvalinu og hljóðfærinu
voru nánast fullkomin og áheyrendur
sátu agndofa á stundum. Það skiptir
einnig máli í þessu sambandi að Tatu
hefur hæfileika til að leika efnisskrá sem
er í senn spennandi og heillandi. Hlýtur
þetta ekki að vera samkvæmt hugmynd-
um þeirra sem verið hafa í forsvari fyrir
harmonikufélögin? Ekki vil ét trúa að þeir
líti á harmonikuna sem danshljóðfæri
eingöngu. Og hvert er þá ferðinni heitið.
Nútímatónlist er ekki eins og sú tónlist
sem samin var fyrir tvöhundruð árum.
Ekki heldur harmonikutónlist.
Harmonikan er ungt hljóðfæri, sem
gömlu meistararnir gátu ekki samið fyrir,
þó eflaust hefðu þeir gert það, hefði hún
verið til staðar. En í tæpa öld hafa tón-
skáld um allan heim verið að semja tón-
list fyrir þetta hljóðfæri.sem hefur svo
óendanlega möguleika. Og það sem
meira er, það er ennþá verið að þróa
hljóðfærið og þar með möguleikana á
að semja enn fjölbreytilegri tónlist fyrir
það.
Ég held að Tatu Kantomaa sé að
takast að kenna okkur harmonikuunn-
endum að hlust einnig á nútímatónlist,
sem samin er fyrir hljóðfærið okkar. Og
við þessi eldri, styðjum ekki við bakið á
ungu listamönnunum okkar með því að
krefjast þess að þeir leiki ekki nú-
tímatónlist. Það er ekki stuðningur, -
það eru fordómar, það er niðurrif.
Ég naut þessara tónleika betur en
sambærilegra með Hrólfi Vagnssyni fyr-
ir c.a. fimmtán árum síðan. Mín eyru eru
í það minnsta eitthvað breytt, ég er bú-
inn að fá mína lýtaaðgerð.
Friðjón Hallgrímsson
EOtl-