Harmonikublaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 11

Harmonikublaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 11
HARMONIKUBLAÐIÐ Fróðleikur Lítil saga sex ára drengs Rafn lónsson. Ég var sem oftar að leika mér vestan við gamla bæinn heima. Þaðan sást vei út á veginn er lá og liggur norður í land. Þeir virtust ekki fara með neinum hraða, bílarnir í þá daga. Samt virtist einn ætla fram úr öðrum og flautaði. Þessir tónar voru ógleymanlegir, margþættir, pössuðu vel saman. Ég hlustaði góða stund, en svo þögnuðu þessir tónar. Mér var sagt seinna að bíllinn hefði verið með harmonikuflautu. Ég vissi auðvitað ekkert um það. Það kom oft fyrir að ég sat vest- an við skemmuna á góðviðrisdögum og hlustaði á harmonikuflautið í bílunum er fóru þarna um. Þessi leið er um þrír kfló- metrar. Þegar ég var níu eða tíu ára keypti frændi minn hnappaharmoniku. Hljóðið í henni var mjög líkt og í bílflautunum. Þá skildi ég af hverju bílarnir voru með harmonikuflautur. Ég fór auðvitað að fikta í hljóðfærinu þó ég réði ekkert við það. Þannig var að í allmörg sumur kom drengur úr Reykjavík yfir sumartímann. Svo kom að því að hann fór að spila á munnhörpu og gaf mér eina slíka. Hann kenndi mér einhver lög og við reyndum að spila saman. Hvernig það gekkman ég ekki, en þessi munnharpa endaði á fórnarstalli forvitni minnar. Ég þurfti að sjálfsögðu að rífa hana í sundur og gá að því hvaðan þessir tónar kæmu. Hún fór jú saman aft- ur, en heilsan varð aldrei góð hjá henni eftir þetta. Þannig fékk ég fyrst áhuga á harmon- ikunni. En ég kann ekkert að spila sjálfur, hlusta bara á hina. Þannig var þessi barnalega saga, sem endist enn f dag. Rafn Jónsson A ferð og lugij með F.H.U.R kom út fyrir fimm árum og hefur að geyma leik hljómsveitar félagsins undir stjórn Þorvaldar Björnssonar. Meðal laga á diskinum __________________ F.H.U.R. marsinn, Hreðavatnsvaisinn og Tangóasyrpa. Ómissandi diskur í safnið. c/^ferðqqfíugi Mll) HAHMONIkUUKNENOUM Verð kr. 1.500,- Pöntunarsímar: 568 6422 / 894 2322 IWníI&I Jðufeil 2003 Harmonikuhátíðin á iðufelli í Laugarási verður um verslunarmannahelgina 1.- 4. ágúst Tónleikar á laugardegi. ungir og eldri harmonikuleikarar leika listir sínar. Markaður laugardag og sunnudag. Dansleikir föstudag, laugardag og sunnudag. Aðgangseyrir kr. 2.500.- fyrir allan tímann. Innifalið: Cjald fyrir tjaldvagn eða annað i/iðlegutæki, dansleikir og tónleikar. Iðufellslagið kynnt og höfundurinn verðlaunaður. iðufellslagið Þátttakendur skulu senda nótur (og texta) að laginu fyrir 30. júní í umslagi merkt: Hótel Iðufell „Lagakeppni" - Laugarási - 801 Selfoss. Ekki er skilyrði að texti sé með laginu. Nóturnar skulu merktar með dulnefni höfundar, en í öðru lokuðu umslagi skal hið rétta nafn vera. Dómnefnd skipuð af mótshöldurum velur fimm bestu lögin til flutnings á laugardagskvöldinu, þegar gestir greiða atkvæði um besta lagið. Að því loknu verður höfundurinn verðlaunaður. Fyrstu verðlaun verða kr. 50.000.- auk einnar helgar á hótelinu, þegar höfundum hentar. Önnur og þriðju verðlaun verða árskort að tjaldstaeðinu á iðufellí. Hótel iðufell Félag harmonikuunnenaa / Reykjavík EDltf

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.