Harmonikublaðið - 01.12.2003, Side 12

Harmonikublaðið - 01.12.2003, Side 12
Fróðleikur HARMONIKUBLAÐIÐ Úr Svartaskógi Fréttir frá sumarhátíð Harmon- ikufélags Héraðsbúa og Hótels Svartaskógar um verslunar- mannahelgi 2003. Eins og undanfarin ár stóð Harmon- ikufélag Héraðsbúa í samnvinnu við Hót- el Svartaskóg fyrir sumarhátíð harmon- ikuunnenda í Svartaskógi. Eiginleg dag- skrá hófst með harmonikudansleik á föstudagskvöldi þar sem hljóðfærin voru stillt til frekari átaka fyrir komandi tón- ieika og dansleik á laugardagskvöldi. Á laugardag hófst dagskrá kl 14:00 þar sem lagahöfundar kynntu eigin lög sem frum- flutt voru á síðustu árshátíð félagsins. Hagyrðingamót hófst í framhaldi þar af en þar leiddu saman hesta sína lands- þekktir hagyrðingar, a.m.k. heimsfrægir á Austurlandi. Þarna komu fram hagyrðing- arnir: Brynjólfur Bergsteinsson, Björn Þorsteinsson, Arndís Þorvaldsdóttir og Hugi Guttormsson. Stjórnandi mótsins var lónas Þór. Þarna var fjallað um hin ýmsu málefni út þjóðlífinu sem hagyrðngar gerðu skil í bundnu máli og fer hér eftir sýnishorn af kveðskap þeirra. Eitt yrkisefnið var: Ef þú ættir eina ósk, hver.væri hún? Brynjólfur Bergsteinsson svaraði á þessa leið: Heyr mína ósk ég hana tel hreint ekki skilda prasi. Sendti mér drottinn efvilt þú vel whisky sjúss í glasi. Hugi Guttormsson fjallaði um harm- onikumenn á eftirfarandi hátt: Með ferska lund er petta lið í lífiins stríða kófi. Þeir eru eins og áfengið ágatir i hófi. Hugi fór einnig með sléttubönd sem hann orti: Böndin sléttu ríma rétt raða fléttu hljóður. Löndin kletta preyti pétt praði nettur góður. Eitt yrkisefnið var: Ef þú værir t.d Geir Hardee hvað myndir þú gera? lónas Þór stjórnandi hagyrðingamóts- ins ímyndaði sér hvernig Guðni Ágústs- son, landbúnaðarráðherra myndi nálgast þetta yrkisefni: Efvari ég Hardee, ég herti mig upp og hugsaði um sérhverja krónu. Kýrnar ég kyssti frá herðum að hupp og héldi við Ingu Jónu. Brynjólfur orti f kveðjuskyni í lok mótsins. Þegar berst mitt bljúga hold burt frá heimsins rógi. Mundi ég vilja falla að fold fullur í Svartaskógi Heiðursgestur mótsins var harmon- ikuleikarinn |ón Gíslason frá Miðhúsum í Skagafirði. Hann lék ásamt Aðalsteini ísfjörð á milli atriða á hagyrðingamótinu við góðar undirtektir áheyrenda. Að hagyrðingamóti loknu var frjáls tími fram að dansleik sem hófst kl 22:00. Notuðu gestir þann tíma til að grilla eða fara í mat í Hótel Svartaskógi en auðvitað Torvald Gjerde og Guttormur Sigfússon. spiluðu harmonikuleikarar á meðan til þess að maturinn rynni Ijúflegar niður. Dansleikur hófs eins og fyrr er getið kl 22:00 og spiluðu féiagar í HFH og gestir ásamt hljómsveitinni XD3 og fleiri að- stoðarmönnum til kl 03:00 Samkvæmt bestu tölum voru um 300 manns á svæðinu í blíðskaparveðri og fór mótið hið besta fram. HFH þakkar öllum gestum komuna, hóteleigendum í Svarta- skógi fyrir góða aðstöðu og viðmót og vonast til að sjá sem flesta á sama tíma að ári. |ónas Þór Hagyrðingarnir f.v. Hugi ,Björn, Brynjóifur og Arndís. Unglingamót 2004 Fyrsta mót ungra harmonikuleikara á vegum Sambands íslenskra Harmonikuunn- enda verður haldið í Skagafirði dagana 21.-23. maí 2004 og hefur Harmonikufélag Skagafjarðar tekið að sér framkvæmd þess. Það var á aðalfundi S.Í.H.U. að Narfa- stöðum í Reykjadal haustið 2002 sem Skagfirðingar buðust til að ríða á vaðið með þessa tilraun og var því vel tekið af fundarmönnum. Alls níu tónlistarskólar hafa tilkynnt þátttöku nemenda sinna. Eins og alltaf þegar farið er af stað með nýjungar sem þessa renna menn blint í sjóinn með hvernig til tekst. Þetta mót verður því nokkurskonar tilraun og verður spennandi að sjá hver útkoman verður og hvort svona mót geta orðið fastur liður í starfsemi S.Í.H.U. Ástæða þess að svona móti verður komið á í vor er áralöng umræða, ekki síst á aðalfundum S.Í.H.U. um það hvort ekki væri hægt að gera eitthvað sérstakt fyrir þennan aldurshóp. Ef þessi tilraun tekst vel get ég séð fyrir mér að svona mót yrðu haldin árin á milli landsmóta S.Í.H.U. Ekki er tímabært að ákveða um slíkt að svo stöddu, það verður að meta út frá reynslunni sem fæst af þessari fyrstu tilraun. ).J.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.