Harmonikublaðið - 01.12.2003, Page 15

Harmonikublaðið - 01.12.2003, Page 15
HARMONIKUBLAÐIÐ Gesturinn Jassleikarinn Harry Hussey Breski harmonikuleikarinn Harry Hussey kom hingað til lands sl. sumar. Hann kom á eigin vegum, á húsbíl, ásamt eiginkonu sinni Patriciu eða Pat Hussey. Þau komu með Norrænu og fóru um landið á einni viku. Þau komu akandi að sunnanverðu og byrjuðu á því að heim- sækja undirritaðan, en hann, ásamt Gísla H. Brynjólfssyni úr Vestmannaeyjum, kynntust Harry á harmonikumóti í Englandi haustið 1998. Þá talaði Harry um að sig langaði til að koma til íslands. í ferðinni í sumar fóru þau Pat og Harry frekar fljótt yfi.r. Harry hélt konsert inni í stofu hjá undirrituðum og spilaði á einu balli sem harmonikuleikarar á Sel- fossi héldu í Básnum í Ölfusi. Svo fóru þau norður og tóku Akureyringarnir og hann Gísli Brynjólfs á móti þeim. Spilaði Harry fyrir norðanmenn á heimili lóhann- esar og Hildar að Barrlundi 2 og voru menn dolfallnir yfir leik hans, en Harry er mikill svingari og má segja að hann spili hvaða lag sem maður stingur upp á! Hann getur spilað þindarlaust og Gary Blair, sem er góður kunningi Harrys, sagði að það væri verst við hann Harry hvað erfitt væri að fá hann til að hætta! Harry er fæddur 1929 og vann framan af ævinni við útboðsgerðir vegna bygg- ingaframkvæmda, en stundaði. spila- mennskuna í hjáverkum. Síðan hann varð sextugur hefur aðal starfið verið að spila. Hann sagðist vera búinn að spila á hljóð- færi síðan hann var fjögurra ára. Spilar allt eftir eyranu. Hugfangnir áheyrendur að Barrlundi 2. F.v. Guðni Friðriksson, Jóhannes lónsson, )ón Benediktsson, Stefán Þórisson, Guðrún Hafliðadóttir, Sig- urvin jónsson og Sigurður Indriða- son. Fleiri áheyrendur að Barrlundi 2. F.v. Gísli Brynjólfsson, Eva Björg Erlends- dóttir, Einar Guðmundsson og Pat eiginkona Harrys. Það var ákaflega mikilvægt að fá jass- spilarann Harry til landsins, svona sem mótvægi við þá tegund harmonikutón- listar sem flestir hérna spila. Hann hefði þurft að stansa hérna lengur og koma víðar við, en þetta indælis fólk, þau Pat og Harry voru hér ekki nema í eina viku. ÓlafurTh. Ólafsson. Harrý leikur fyrir gesti að Barrlundi 2, Akureyri. Harry og Pat við heimili Óla og Gyðu á Sel- fossi. Torsi! SWSAfM 3Óf15 KR'OÍ/IFSSONAR REYNÍMEL BÍLDUDAL melodiur riimin&ANMA 17.3ÚNÍ 2000. ŒW

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.