Harmonikublaðið - 01.06.2004, Page 14
Fróðleikur
HARMONIKUBLAÐIÐ
Heimsókn í Borgarfjörð
Félagar í Harmonikufélagi Vestfjarða hafa
ávallt tekið virkan þátt í félagsstarfi og
hafa þeir iðulega fjölmennt í þær ferðir
sem félagið hefur staðið fyrir.
Sumarið 2003 var farið í vel heppnaða
ferð til Borgarfjarðar og var þátttaka mjög
góð. Lagt var af stað frá ísafirði í einmuna
veðurblíðu að morgni föstudagsins 22.
ágúst. Farið var með hópferðarbíl frá
Ferðaþjónstu Margrétar og Guðna og
Hannes Kristjánsson var bílstjóri ferðar-
innar. Fjórir félagar bættust í hópinn í
Súðavík og áfram var ekið sem leið lá inn
djúp þar sem komið var við í sumarbú-
stað Þórdísar og Dúdda trommara í
Skötufirði. Þar tók hópurinn sér tíma til
að drekka kaffi og njóta útsýnisins frá
þessum einstaka stað þar sem fjöllin
spegluðust á. sjávarfletinum í sólríku
veðri. Síðan var ekið sem leið lá áfram
inn ísafjarðardjúp og yfir Þorskafjarðar-
heiði og um Dali með viðkomu í Skriðu-
landi í Saurbæ. Eftir léttan hádegisverð í
Skriðulandi var haldið áfram til Búðar-
dals þar sem komið var við í Dalakjöri.
Þar drógu Ásvaldur frá Núpi og Benedikt
frá Bíldudal upp díatónísku harmonik-
urnar og héldu útitónleika fyrir gesti og
gangandi við mikla ánægju viðstaddra og
lagði Ingi grafari til forláta húfu og safn-
aðist dágóð upphæð og minnti þetta á
stemninguna á Strikinu í Kaupmanna-
höfn.
Úr skoðunarferð um Borgarfjörð Ásgeir for-
maður í forgrunni.
urlands ásamt eiginkonum sem buðu
okkur velkomin á svæðið.
Ungur og efnilegur harmonikuleikari,
Rut Berg Guðmundsdóttir.frá Akranesi,
lék fyrir okkur nokkur lög við frábærar
undirtektir og síðan sló hópurinn ásamt
gestum upp balli á hótel Borgarnesi. Fé-
lagarnir Villi Valli, Baldur Geirmunds,
Dúddi og Magnús Reynir fóru á kostum
og var dansað fram á nótt og voru allir
glaðir eftir vel heppnað kvöld.
Á laugardeginum var farið í skoðunar-
ferð um uppsveitir Borgarfjarðar undir
leiðsögn Gunnars Gauta Gunnarssonar,
dýralæknis, sem er mikill húmoristi og
sagnameistari og skilaði hann því hlut-
verki frábærlega. í ferðinni var komið við
á þekktum ferðamannastöðum eins og
Húsafelli, Hraunfossum og Reykholti og
nutum við skemmtilegra frásagna Gunn-
ars sem hafði frá mörgu að segja um
menn og málefni svæðisins enda vel
kunnugur á öllum bæjum. Veðrið var með
besta móti og er ferðin ógleymanleg í
huga þeirra sem fóru enda hjálpaðist allt
að.
Um kvöldið var haldinn dansleikur í fé-
lagsheimilinu Miðgarði í innri Akranes-
hreppi. Dansleikurinn átti að hefjast
klukkan 22:00, en klukkan 21:30 þegar
verið var að stilla upp hljóðfærunum
fylltist húsið óvænt af dansglöðu fólki,
okkur til mikillar ánægju, enda óvenju-
legt að dansleikir hefjist hálftíma fyrir
auglýstan tíma. Ánægjulegt var að upp-
götva að á meðal gesta voru formenn og
félagar nokkurra harmonikufélaga, sumir
langt að komnir, m.a. úr Húnavatnssýslu.
Fjórar hljómsveitir léku fyrir dansi. Ein frá
harmonikuunnendum Vesturlands, og
þrjár frá Vestfjörðum. Þessi fjörugi og
fjölmenni dansleikur var stórkostlegur
endir á skemmtilegum degi.
Á sunnudagsmorgni var haldið aftur
heim á leið eftir vel heppnaða dvöl f
Borgarfirði og ríkti góð stemning í rút-
unni, sagðar voru sögur og farið með
gamanmál nánast alla heimleiðina. Kom-
ið var við í Ögri við ísafjarðardjúp þar
sem hópurinn, skoðaði sýningu sem stóð
yfir á gömlum ljósmyndum úr Ögur-
hreppi. Djúpið skartaði sínu fegursta í
kvöldkyrrðinni eins og svo algengt er.
Komið var til ísafjarðar um klukkan 21:00.
Það voru ánægðir ferðafélagar sem
kvöddust á bílastæðinu við Menntaskól-
ann þetta kvöld.
Fyrir hönd Harmonikufélags Vestfjarða
þökkum við Borgfirðingum samveruna og
hlýjar móttökur.
Ásvaldur Guðmundsson
og Ásgeir S. Sigurðsson.
Um kvöldið var haldinn dansleikur í fé-
Þegar komið var á áfangastað í Borgar-
nesi síðdegis bættust nokkrir félagar við
og taldi þá hópurinn samtals 50 manns
sem kom sér fyrir á herbergjum sínum á
Hótel Borgarnesi. Um kvöldið var borðað
saman í veitingasal hótelsins og komu
þangað í heimsókn Rafn iónsson og
stjórnarmenn Harmonikuunnenda Vest-
Kemur nokkuð í húfuna? Benedikt og Ásvaldur spila við Dalakjör í
Búðardal Ingi E.Jóhannesson fylgist með.
í Húsafelli. Gunnar Gauti leiðsögumaður í Borgarfjarðarferð fyrir
miðju segir eina af sínum stórkostlegu sögum.
EEfflT