Harmonikublaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 14
Fróðleikur
HARMONIKUBLAÐIÐ
Toralf Tollefsen 1914-1994
Þá var nú fjör
í Austurbæjarbíó!
Ekki man ég nákvæmlega í hvaða blaði sú
frétt barst 1952 að norskur harmoniku-
leikari, Toralf Tollefsen, væri væntanlegur
til að halda tónleika í Reykjavík. Sagt var
frá því að Svavar Gests umboðsmaður
hefði veg og vanda af þessari heimsókn.
Ég hafði heyrt Tollefsen spila fáein lög
í léttum dúr í útvarpið og ákvað því að
fara á tónleikana í Austurbæjarbíó, sem
þá var helsti konsertsalur bæjarins og tók
fjögur til fimm hundruð manns í sæti. Ég
hafði varla séð spilað á harmoniku, en
mundi þó þegar Kitti póstur úr Hænuvík
kom að Hvallátrum þar sem ég var í sveit
og lék fyrir dansi af miklu fjöri. Síðan
hafði ég ekki séð spilað á svona hljóð-
færi.
Svo kom að því að tónleikadagurinn
rann upp, bíóið fylltist og brátt snarast
inn hár og grannur maður í kjólfötum,
gengur inn á mitt sviðið og fer að spila
lög sem ég þekkti hvorki haus né sporð á.
Ég ákveð umsvifalaust að hætta við að fá
Toralf Tollefsen
Toralf Tollefsen fæddist í Glemmen í Nor-
egi 26. ágúst 1914, elstur fjögurra systk-
ina. Staðurinn nefndist formlega raunar
Fredrikstad og Tollefsen minntist æsk-
unnar þá er hann samdi valsinn
„Sommerdag i Fredrikstad", sem hann
hljóðritaði á verðlaunaplötu sinni:
„Norskþjóðlagastef og dansar 1977", sem
var svanasöngur hans í útgáfu hljóm-
platna.
Frá fimm ára aldri lék hann á harmo
niku og meðal kennara hans var hinn virti
harmonikuleikari og tónsmiður Ottar E.
Akre, sem sá strax og skynjaði einstaka
hæfileika og listfengi nemandans.
Tollefsen bjó fyrrihluta æfinnar í
Englandi, að undanskyldum árum seinni
heimsstyrjaldarinnar þegar hann dvaldi í
Noregi ásamt Noru konu sinni, sem hann
kynntist í Englandi og kvæntist 1938.
Tollefsen starfaði í norsku andspyrnu-
hreyfingunni og var heiðraður í stríðslok
fyrir framgönguna. Hann var sæmdur St.
Ólafs-orðunni 1972, fyrir einstakt land-
Hér birtast tvær skemmtilegar
greinar eftir tvo aðdáendur
hins virta harmonikuleikara
Toralf Tollefsen.
mér harmoniku, hafði þó oft staðið heill-
aður við gluggana á Rín og horft á tugi
hljóðfæra í mörgum litum sem mörg
höfðu borist til íslands með hetjum hafs-
ins, til að drýgja tekjurnar.
Og lögin líða fram hvert af öðru.
Stundum stendur einleikarinn upp og
hneigir sig margoft fyrir klappandi áheyr-
endum eða spilar lögin standandi og þá
gjarnan hristir hann hljóðfærið sundur
og saman. Þetta nær
hámarki í forleik
Mosarts að brúp-
kaupi Figarós og nú
æsast leikar því
hann fer að spila
fjöruga polka og
skottísa og það fara
að heyrast köll úr
salnum: „Aftur, aft-
ur"! og spilarinn
kynningarstarf er-
lendis og hlaut
margvíslega aðra
viðurkenningu.
Hjónin fluttu heim
til Noregs 1961, þar sem Tollefsen hóf
brátt kennslu og kenndi síðar við Tónlist-
arháskólann íOslótil starfsloka 1981.
Þegar Tollefsen hóf að leika inn á
hljómplötur laust eftir 1930, heyrðust
þær brátt í íslenska Ríkisútvarpinu, en þó
ekki að neinu marki fyrr en eftir stríð - um
og upp úr 1947. Hann heimsótti ísland
tvívegis á vegum Svavars Gests, þá
heimsfrægur snillingur, og hélt tvenna
hljómleika í Austurbæjarbíói í Reykjavík í
október 1952 fyrir troðfullu húsi. í þeirri
för tókst góð vinátta milli Tollefsen og
Braga Hlíðberg, sem stóð meðan báðir
lifðu. Sumarið eftir kom hann ásamt
konu sinni og Svavar ók með þau um
landið í júní og júlí á gömlum og kenjótt-
um bíl, sem sífellt bilaði.
Hvarvetna var húsfyllir þar sem Tollef-
sen kom fram og hann þurfti að spila
mörg aukalög. Hinu óstýriláta farartæki
var ekki treyst til Vestfjarða, en flogið til
stígur eins og hálf feimnislega fram á
sviðsbrúnina og spyr hvort fólk vilji að
hann spili lagið aftur og því er tekið með
háværu klappi og hrifningarópum og ég
ákveð á ný að fá mér harmoniku -
hnappaharmoniku!
Og svona heldur þetta áfram í rúma
tvo tíma og þegar komið fram í 7-bíó-
tíma og ekkert dró úr fagnaðarlátunum.
Þá dró Tollefsen úr upp úr vestisvasan-
um, bendir á tjaldið og úrið og hristir
höfuðið afsakandi, hverfur síðan af svið-
inu og umboðsmaðurinn spyr hann: „Þú
kemur aftur næsta sumar????"
Högni Jónsson
ísafjarðar, þar sem Svavar réð kunnan bíl-
stjóra þar um lendur, Ingimar Ólafsson,
sem ók gljáfægðri og dúnmjúkri drossíu
með virðulegt skráningarnúmer í-2, á
milli fjarða. Undantekningin var sigling á
trillu frá Þingeyri til Bíldudals, en enginn
akvegur var þá á milli staðanna og þótti
Tollefsen það eftirminnilegasta rispan á
sumrinu utan þess að vera sóttur á tveim
vörubílum þegar hvellsprakká bíl Svavars
í fjallsskriðum.
Um miðjan júlí 1953 hélt Tollefsen
hljómleika í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Á
efnisskránni voru m.a. „Jealousy" eftir J.
Gade og íslensk lagasyrpa fjögurra höf-
unda. Var honum afar vel tekið.
Toralf Tollefsen verður minnst sem
eins virtasta og mesta listamanns á
þessu sviði, sem lék jöfnum höndum
klassíska tónlist og létta dansa. Hann
lést undir árslok 1994 - áttræður að aldri.
Hjalti Jóhannsson
EEOT