Harmonikublaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 13
HARMOINIKUBLAÐIÐ Fróðleikur Snemma beygist krókurinn. |ón og dóttirin Járnbrá Björg. Ormarslóni að læra að lesa nótur og stundaði það af og til í tvo til þrjá vetur. Það gerði gæfumuninn því þá gat ég far- ið að spila Frosini og Deiró eftir nótum." - Hefur þú eitthvað átt við að semja? „Nei, ég er mjög lélegur við það, gleymi oftast jafnóðum ef mér dettur eitthvað í hug f þá veru. Þó fór eitt lag eft- ir mig, „Veiðimaðurinn" sem er marsúrki, inn á plötuna „Samspil" sem ég lék inn á með Aðalsteini fsfjörð á Húsavík 1984 og Tónaútgáfan á Akureyri gaf út. Áður, árið 1981, hafði ég leikið inn á 12 laga plötu, „Gleðihopp" fyrir sömu útgáfu. Á báðum þessum plötum sáu sömu menn um und- irleikinn, þeir Birgir Karlsson á gítar, Finnur Finnsson á bassa og Steingrímur Stefánsson á trommur. Við undirbúning plötunnar „Samspil" létum við okkur ekki muna um að þvælast sitt á hvað á milli Kópaskers og Húsavíkur til æfinga. Þess- Spilad á nikkuna hans Friðjóns að llluga- stöðum í Fnjóskadal árið 1990. ar plötur voru teknar upp í Stúdíó Bimþó á Akureyri." - Hvaða tónlist hefur þú mest gaman af að leika og áttu þér einhverjar fyrir- myndir? „Ég spila mest Skandinavíska tónlist eftir ýmsa höfunda, þó mest Ragnar Sundquist og lularbo, aðallega fyrir dansi, einnig leik ég Frosini og Deiró ásamt fleir- um, þar á meðal ís- lensku höfundana Ágúst Pétursson og ióhann í Ormarslóni svo einhverir séu nefndir. Ég spila minna út á við nú en ég gerði áður fyrr." - Ertu ekki til með að taka eitt lag eftir Ragnar Sundquist? „Ég get reynt það." Brátt heyrðust þíðir tónar lagsins „Strandidyll" í öruggum flutningi viðmæl- andans. - Hver finnst þér þróunin vera í harmonikumálum á íslandi í dag? „Mér finnst að ekki komi fram nógu mikið af ungu fólki en samt er það að breytast til batnaðar, tii dæmis vegna góðrar frammistöðu kennara eins og Messíönu Marzellíusdóttur og Fanneyjar Karisdóttur, svo dæmi séu tekin. - Mannstu eftir einhverju spaugilegu atviki frá dansleikjunum? „Ég man að eitt sinn er við vorum að spila fyrir dansi á Raufarhöfn kom karl- maður og bað um að við spiluðum lagið „Kátir dagar", sem er polki, þá kom líka kona og bað um tangó en við spiluðum vals, en karlinn dansaði polka eins og hann hafði beðið um." - Hvað hefur þú helst starfað auk þess að leika á harmoniku? „Á yngri árum vann ég við búskapinn heima í Sveinungsvík og stundaði síldar- vinnu á Raufarhöfn á sumrin. Seinna vann ég almenna verkamannavinnu og var líka ögn til sjós. Eftir að við fluttum á Kópasker vann ég við rækjuvinnslu og í slátuhúsinu þar. Á Akureyri vann ég lengst á þvottahúsi Fjórðungssjúkrahúss- ins og síðast á Plastiðjunni Bjargi." Ég kveð þau hjón eftir að hafa þegið góðgerðir og hlustað á nokkur vel valin harmonikulög. ).J. í stofunni að Ránargötu 28. Helga og |ón.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.