Harmonikublaðið - 01.04.2005, Side 7

Harmonikublaðið - 01.04.2005, Side 7
HARMONIKUBLAÐIÐ Lagahöfundur Lagahöfundur blaðsins Ingvi Vaclav Alfreðsson Ingvi Vaclav Alfreðsson er höf- undur tveggja laga sem birtast í blaðinu að þessu sinni. Vaclav, eins og hann er oftast nefndur, er kennari við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Hann stjórnar einnig hljóm- sveit félags Harmonikuunn- enda við Eyjafjörð sem mæta mun á Landsmótið í Neskaup- stað í sumar. bess má geta að Harmonikublaðið tók viðtal við Vaclav í öðru tölublaði ársins 2002. Gamanmál Maöur nokkur vann á pósthúsi. Starf hans var að flokka póst, sem hafði ógreinilega adressu. Dag nokkurn kom á borð hans bréf, skrifað með skjálfandi hendi til Guðs almáttugs. Hann hugs- aði, það er best að ég opni þetta bréf og skoði hvað það á að þýða. Hann opnaði því bréfið og las eftir- farandi. Elsku Guð, ég er 85 ára gömul ekkja á litlu elliheimili. í gær stal einhver budd- unni minni með 1000 krónum, sem var aleiga mín. Næsta sunnudag hafði ég boðið tveimur vinum í mat og nú á ég enga peninga til að kaupa mat fyrir og þar sem ég á enga fjölskyldu til að hjálpa mér bið ég þig ásjár. Póstmaðurinn varð djúpt snortinn og ákvað að sýna samstarfsmönnunum bréfið og efna til samskota handa gömlu konunni. Söfnuðust 900 krónur og voru þær sendar í umslagi til gömlu konunnar. Daginn eftir biðu allir í of- væni eftir þakkarbréfi frá gömlu kon- unni. Það kom og það var lesið upphátt fyrir starfsmennina. í því stóð: Elsku Guð, hvernig get ég þakkað þér nógsamlega fyrir það sem þú gerðir fyr- ir mig. Vegna örlætis þíns gat ég boðið vinum mínum dýrðlega kvöldmáltíð og ég sagði vinum mínum frá örlæti þínu. En okkar á milli komu ekki nema 900 krónur í umslaginu og ég er ekki í vafa um að þetta þjófapakk hjá póstinum hefur stolið 100 krónunum sem á vantar. Ég spyr Vaclav: - Hefur þú lengi fengist við að semja fyrir harm- oniku og hefur þú samið fyrir önnur hljóðfæri? „Nei, en ég byrjaði á því vegna þess að mér fannst vanta létt lög í anda ekta harmoniku- tónlistar fyrir yngri nemend- urna. Ég hef ein- ungis samið fyrir harmoniku." - Eru margirað nema á harmon- iku hjá þér í vet- ur? „Það munu vera um 24 nemendur." - Hvernig er kynjaskiptingunni háttað? „Það er mjög svipaður fjöldi af báðum kynjum." - Heldur þú að þessir nemendur munu seinna meir spila fyrir dansi eins og þeir eldri hafa verið að gera? „Eins og kom fram í svari við fyrstu spurningunni í sambandi við harmoniku- efnið sem áhersla er lögð á og í samræmi við óskir nemenda og foreldra þeirra er vonast til að nemendurnir geti í framtíð- inni leikið fyrir dansi og undir söng." Blaðið þakkar Vaclav fyrir lögin sem hann lét blaðinu í té. J.J. Harmonika óskast! Óska eftir góðri „Borsini Lars Ek Nostalgic" píanóharmoniku! Þið munið eftir þeim ekki satt, skrautlegar hvítar og perluskreyttar, (ein skipting hægra megin og engin vinstra megin), eins og í gamla daga. Lars Ek hinn sænski stóð fyrir hönnun á þeim fyrir u.þ.b. 15 árum. Ef þið eigið eða vitið um eintak sem er til sölu, endilega látið mig vita. Kveðja, Jakob Jakobsson Símar 565-9818 og 693-6600 • Netfang: Jakob@heima.is tm

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.