Harmonikublaðið - 01.12.2005, Page 18

Harmonikublaðið - 01.12.2005, Page 18
Fróðleiksspjall HARMONIKUBLAÐIÐ Hittu Brandoni á Ítalíu í sumar fór þau hjónin Ásgeir og Messý í langþráða heimsókn á eitt þekktasta harmonikusafn heims í Castelfidardo á Ítalíu, en safnið á um 300 harmonikur. „Það var mjög fróðlegt að eiga viðræður við safnvörðinn," segir Ásgeir þegar hann rifjar upp þessa skemmtilegu ferð. „Hann er aldraður maður sem áður smíðaði harmonikur, heitir Brandoni. Hann tók okkur þannig að maður hefði bara ekki átt von á því að fá svona viðtökur, hann virtist svo glaður að það kæmi fólk alla leið frá íslandi til að skoða safnið. Einnig varð hann mjög ánægður þegar Messíana sagði honum að hún hefði átt harmonikur sem hann hafði smíðað. Honum fannst dálítið merkilegt þegarég sagði honum að á íslandi væri til harmonikusafn með rúm- lega 100 harmonikum, vegna þess að hann sagði að þeir væru bara með 300 harmonikur á þessu safni og sýna reyndar aldrei nema um þriðjung þeirra í einu eða jafnvel minna, skipta bara um. Þó er þetta geysistórt húsnæði sem þeir eru með. En það var óskaplega gaman að hitta þennan gamla mann og hann var svo höfðinglegur við okkur að kalla á vin sinn, sem hélt fyr- ir okkur hálftíma tónleika þarna á einn safngripinn." Mikil ábyrgð að taka við safngripum „Ég vona að ég hafi áttað mig á þeirri miklu ábyrgð sem ég tek á mig að taka við harmonikum sem eru oft á tíðum mjög hjartfólgnar þeim sem gefa. Annaðhvort afkomendur eigendanna eða eigendurnir sjálfir sem oft eru komnir á efri ár og vita ekki hvað þeir eiga að gera við hljóðfærið sitt. Ég er auðvitað ákaflega þakklátur fyr- ir að þeir skuli trúa mér fyrir því. Ég er náttúrulega óskaplega spenntur að fá harmonikur og tek ailtaf við þeim," segir Ásgeir. Ásgeir er spurður hvaða hljóðfæri sé það dýrmætasta í safninu. „Það er voðalega erfitt að segja til um hvert er verðmætasta hljóðfærið. Elstu harmonikurnar eru frá 1830-1850 og þær eru orðnar nokkuð fágætar, ég hef þurft að kaupa þær erlendis, þær hafa trúlega aldrei verið fluttar hingað til lands til að spila á þær. Sú elsta sem ég hef fundið hér á íslandi, ennþá allavega, er frá árinu 1910. Það er saga á bak við allar þessar ís- lensku harmonikur en hinsvegar er ekkert hægt að fá að vita um þær sem ég hef ver- ið að kaupa erlendis. Þetta er dálítið merkilegt að af þessum 109 harmonikum eru bara tvær eins, hinar eru allar sín af hverri gerðinni. Að vísu eru ýmsar af sömu tegund en þær eru frábrugðnar í útliti og af ýmsum árgerðum." Sárvantar varanlegt húsnæði „Ég hef tilkynnt það að ég vilji gefa ísa- fjarðarbæ safnið svo framarlega sem hægt er að útvega húsnæði fyrir það. Þessu hef- ur verið tekið vel af bæjaryfirvöldum, þetta er náttúrulega ekkert auðvelt, það er ekki sama hvar þessu er komið fyrir, þetta þarf að hafa gott húsnæði. Ég vona bara að ég lifi það að áður en langt um líður finnist húsnæði. Það væri mjög æskilegt að þetta væri einhversstaðar nálægt miðbænum hér eða nærri öðrum söfnum." - En hvernig er hcegl að skoða safnið? „Fólk hefur einfaldlega samband og við ákveðum tíma þegar það vill skoða. Stundum sýnir Messíana safnið eða dætur mínar ef við hjónin erum ekki í bænum. ]á, ég held að það sé þannig hjá öllum söfnurum að þetta verður ástríða. Ef mað- ur fréttir af gamalli harmoniku þá kemur í mann fiðringur. Þú spurðir áðan hvaða harmoniku mér þyki vænst um, það er mjög erfitt að segja það, en þær harmon- ikur sem koma illa farnar og maður þarf mikið að gera við, auðvitað verða þær mjög tengdar manni. Sumar eru svo illa farnar að það er ekki hægt að spila á þær, ég hef fyrst og fremst lagt áherslu á að koma þeim í sýningarhæft ástand, enda er ekki reiknað með því á svona söfnum að það sé spilað á hljóðfærin. Því hef ég látið bíða með að gera við þær margar hverjar, í stofunni á Ormarslóni í október 2001. Jóhann Jósepsson afhendir safninu fyrstu har- monikuna sína. Ásgeir með harmoniku frá 1830-40. Er líklega frönsk. þannig að hægt verði að spila á þær og sumar verður trúlega aldrei hægt að spila á, vegna þess að það vantar jafnvel inn í þær eitthvað, sem hefur tapast." Ásgeir er spurður hvort Þjóðminjasafn- ið hafi sýnt þessu áhuga og haft samband við hann. „Nei, þjóðminjasafnið hefur ekki haft samband en framkvæmdastjóri Safnaráðs, Rakel Halldórsdóttir, kom í heimsókn í sumar og mér þótti mjög gam- an að því, hún sýndi þessu mikinn áhuga. Fjárlaganefnd Alþingis hefur sýnt mér þann heiður að styrkja þetta smávegis nokkur undanfarin ár og ég er þeim af- skaplega þakklátur fyrir það. Einnig hefur Samband íslenskra harmonikuunnenda veitt mér styrk og þetta er auðvitað mikil uppörvun." - Eh hvert skyldi markmiðið vera með þessu safni? „Það má segja að helsta markmiðið sé að að sýna þróun hljóðfærisins frá upphafi og til dagsins í dag. Einnig að safna og skrá allar upplýsingar um sögu harmon- ikunnar á íslandi. Ég legg líka mikla áher- slu á að eignast hljóðfæri þekktra ís- lenskra harmonikuleikara, því að hluti af því sem ég er að gera með þessu safni er að skrá sögu harmonikunnar í landinu og harmonikuleikara. Þess vegna hef ég verið að reyna að eignast hljóðfæri þekktra og nafntogaðra harmonikuleikara. Ég er ekki einungis með hljóðfæri því ég safna líka tónleikaskrám, blaðagreinum, gömlum auglýsingum og öllu því sem ég kemst yfir sem tengist harmonikunni." - Og nú vantar bara hús? „)á, nú vantar bara húsið, en það kem- ur," segir Ásgeir að lokum. Þetta viðtal tók Sigríður G. Ásgeirsdóttir fyrir Harmonikublaðið.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.