Harmonikublaðið - 01.12.2005, Qupperneq 3

Harmonikublaðið - 01.12.2005, Qupperneq 3
HARMONIKUBLAÐIÐ RITSTJÓRAPISTILL ISSN 1670-200X Ábyrgðarmaður : Jóhannes Jónsson Barrlundi 2 600 Al^ureyri Sími 462 6432, 868 3774 Netfang: johild@simnet.is Ritvinnsla: Hildur Gunnarsdóttir Prentvinnsla: Ásprent Stíll ehf. Meðal efnis • Frá Hermóði Alfreðssyni • Nýr formaður SÍHU • Landsmót ungra harmonikuleikara • Harmonikufélag Rangæinga 20 ára • Lagahöfundur • Lag blaðsins • Landsmót í Neskaupsstað • Af harmonikumálum í Húnavatnssýslum • Minningargreinar • Frá Harmonikufélagi Reykjavíkur • Vísur Svanhildar • Harmonikusafnið á ísafirði • Renzo á íslandi Forsíðan: Harmonikusafnarinn Ásgeir S. Sigurðsson á ísafirði, formaður Harmonikufélags Vestfjarða. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson. VERKSTÆÐITIL ALHLIÐA VIÐGERÐA Á HARMONIKUM AÐ KAMBASELI 6, RVK HAFIÐ SAMBAND VIÐ GUÐNAÍSÍMA 567 0046 Kveðja frá ritstjóra Ágæti lesandi ! Eins og áskrifendum Harmoniku- blaðsins er kunnugt kom fyrsta tölublað þess út á vordögum 2002. í maí 2001 lauk blaðið „Harmonikan" göngu sinni, en það hafði verið eina málgagn harmon- ikuunnenda um ára'bil. Sú óvissa sem skapaðist vegna þessa olli stjórn SÍHU miklum heilabrotum og tilraunir til að fá utanaðkomandi aðila til að sjá um blað sem þjónað gæti harmonikuáhugafólki mistókst. Niðurstaðan varð sú að undir- ritaður, þá formaður SÍHU, tók að sér að hrinda útgáfunni af stokkunum. Víst er að það verk hefði ekki verið gerlegt án dyggrar aðstoðar konu minnar Hildar Gunnarsdóttur. Útgáfa blaðsins þessi fjögur ár hefur byggst meira á vilja en mætti þeirra sem við hafa fengist, enda erfitt um vik þegar ónóg þekking hlutaðeigandi á harmonik- unni, sem hljóðfæri, svo og á málefnum hennar fara saman. Þrátt fyrir þennan annmarka vona ég að þið lesendur góðir hafið haft eitthvert gagn og gaman að efni blaðsins þessi fjögur ár. Það hefur oft verið gefandi að fást við út- gáfu blaðsins, ekki síst vegna góðra kynna af fólki sem hefur tengst efni þess, en líka oft þrúgandi vegna erfiðleika við efnisöflun. Á aðalfundi SÍHU sem haldinn var að Árhúsum Hellu þann 24. sept. síðastlið- inn lét ég af störfum sem formaður sam- bandsins og við tók Jónas Þór Jóhanns- son frá Harmoníkufélagi Héraðsbúa. Harmonikublaðið er gefið út af Sam- bandi íslenskra harmonikuunnenda og hefur verið í höndum formanns þess, það færist nú til nýja formannsins. Þetta blað er því það síðasta sem við, konan mín og ég, munum hafá veg og vanda að. Þó ég sem formaður Landsambandsins Hildur og Jóhannes. hafi séð um útgáfu blaðsins þessi fjögur ár er það samdóma álit mitt, nýja for- mannsins og annarra stjórnarmanna SÍHU að það sé æskilegt að formaðurinn þurfi ekki að vinna að blaðinu samhliða formennskunni, það er því ákvörðun nú- verandi stjórnar að ég auglýsi hér með eftir einhverjum þeim aðila sem myndi vilja taka að sér útgáfu blaðsins frá og með næsta árgangi. Sá sem gæti hugsað sér að taka þetta starf að sér getur feng- ið allar upplýsingar hjá undirrituðum. Ágæti áskrifandi. Nú þegar við hverf- um af þessum vettvangi viljum yið þakka ykkur fyrir samstarfið á liðnum 4 árum, eins viljum við þakka ykkur þá velvild sem þið hafið sýnt okkur. Stjórnarmönn- um sambandsins þakka ég skemmtilegt samstarf á liðnum árum. Það er trú mín og von að Harmonikublaðið eigi eftir að koma út um ókomin ár og styrkja áfram tengslin milli harmonikuunnenda. Að lokum óskum við ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju harmonikuári. JóhannesJónsson Þakkir Þökkum öllum þeim sem heiöruðu okkur á 25 ára afmæli félagsins þann s-október sl. með heimsóknum, gjöfum, blómum og heillaóskum. LifiÓ heil. - Jólakveðjur. Félag harmonikuunnenda við Eyjafjöró

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.