Harmonikublaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 16

Harmonikublaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 16
Tækifærisvísur HARMONIKUBLAÐIÐ Þessar vísur urðu til á æfingum Stórsveitar F.H.U.E. veturinn 2004-2005 Einar Guðmundsson Einar hefur nú blíðar brár bjartasta vonin okkar hann er lipur og hann er klár og hann á bróður, sem kokkar! Sigurður Indriðason Siggi við dömu komst í kast kallast það engin undur í hana greip en helst til fast því höndin fór í sundur. Guðmundur Sigurpálsson Guðmundur er gæðaskinn góður sínum vinum léttfættur hann læðist inn löngu á eftir hinum. (En svo hætti Guðmundur að koma of seint) Núna hefur séð að sér seinn er ekki lengur framför það nú þykir mér þetta er vænsti drengur. Þór Steinberg Pálsson Nokkuð kláran ég karlinn tel þó kannski þar fylgi þagi þó Steinberg sig alltaf standi vel er „stopparinn" ekki í lagi. í „pásu" fær hann rokna rex reynir að standa í ströngu með úldna mjólk og aldrað kex útrunnið fyrir löngu. ]ón Benediktson (úr Dölum) Flosi Sigurðsson Fjandi vont er fór hann |ón fyrtist við það hjörðin en Flosi með sinn fína tón fyllir upp í skörðin. Hörður Kristinsson Kenndur er við Arnarhól aldrei sár né bitur Hörður uppi á háum stól helst af öllu situr. Ævar Ragnarsson Ævar virðist afar knár engu vill hann gleyma hann hefur líka allmörg ár æft sig mikið heima. Vaclav (hljómsveitarstjóri) Vaclavs hopp virðast ei til neins vill allt fara úr böndum hann hefur sjaldan aðra eins amlóða haft með höndum. Svanhildur S. Leósdóttir Gítarinn ég glamra á gripin vanda á'onum allt í lagi, en það má ekkert heyrast frá'onum. Kristján Þórðarson Kristján varast sukk og soll þó samt hann kunni að blanda engan keyrir hann um koll kyrrlátur að vanda. Ingólfur lónsson Ingólfus lipurð létt og fín leiðir sönginn stundum er hann leikur lögin sín lifnar fjör hjá sprundum. Arnar Ingi Tryggvason og Guðný Guðmundsdóttir Hér vil ég nefna hal og fljóð sem harmonikunni unna Arnar og Guðný eru góð ýmislegt fagurt kunna. lóhannes Jónsson Vel einn maður til verka kann vandaður reynist hann liðið hefur þar lipran mann Landssambandsforsetann. Davíð lónsson Davíð leikur dægurlög dálítið er fróður heldur létt á hamri og sög hagleiksmaður góður. lóhann Sigurðsson Formaður er fáheyrður fjarskalega tóneyrður furðulega fastreyrður og fullkomlega tilkeyrður. Höfundur: Svanhildur Sigurrós Leósdóttir LAGAKEPPNI í TENGSLUM VIÐ NORDLEK 2006 í GAUTABORG KEPPNISFRAMLAG: VALS. KEPPNISSKILYRÐI: 1 LAG Á HVERN KEPPANDA. LAGIÐ SKAL VERA HLJÓMASETT, HRAÐAFYRIRSKRIFT ER ÆSKILEG, MÁ GJARNA VERA ÚTSETT í FLEIRI RÖDDUM, EN AÐEINS LAGLÍNAN ER DÆMD. LAGLÍNAN SKAL VERA Á SÉRBLAÐI. NAFN LAGS MÁ EKKI KOMA FRAM Á KEPPNISEINTAKINU. LAGIÐ MÁ EKKI HAFA VERIÐ GEFIÐ ÚT EÐA FLUTT OPINBERLEGA ÁÐUR. VERÐLAUN í BOÐI. NORDLEK FOLKMUSIKUTSKOTT ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL VINNINGSLAGSINS OG TIL OPINBERRAR ÚTGÁFU PESS. SKILAFRESTUR ER TIL 31. JANÚAR 2006. UPPLÝSINGAR: Bengt Hellkvist - bhellkvist@hotmail.com, Hreinn Vilhjálmsson - hreinnv@itn.is KEPPNISLAG í SÉR UMSLAGI (1), NAFN OG PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR í ÖÐRU UMSLAGI (2). SETJIÐ UMSLÖGIN TVÖ í ÞRIÐJA UMSLAGIÐ (3) MERKT: NORDLEKMELODI BENGT HELLKVIST SKARPNÁCKS ALLÉ 28 S-128 33 SKARPNÁCK SVERIGE Velkomin(n) með framlag þitt. Nordlek Folkmusikutskott EQíF

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.