Harmonikublaðið - 01.12.2007, Síða 3
4|> ^ 4|> ^ 4|> ^
Harmonikublaðið
ISSN1670-200X
Frá ábyrgðarmanni
Ábyrgdarmaður: Hreinn Halldórsson
Faxatröð 6, 700 Egilsstöðum
Sími 4711884, 8665582
Netfang: fax6@simnet.is
og hreinn@egilsstadir.is
Prentvinnsla:
Héraðsprent, Egilsstöðum
Netfang: print@heradsprent.is
Meðat efnis:
Landsmót 2007
Landsmót 2008
Landsmótslagið 2008
Ferðasaga Harmonikuféiags Þingeyinga
Hvarog hvað erlyderup?
Ágrip afstarfsemi H.F.H.
Lag blaðsins
Art Van Damme
íslensk harmonikusumur
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða
1/2 síða
Innsíður 1/1 síða
1/2 síða
1/4 síða
1/8 síða
Smáauglýsingar
kr. 20.000
kr. 13.000
kr. 16.000
kr. 10.000
kr. 6.000
kr. 4.000
kr. 2.200
Forsíðan:
íshjúpuð strá við kísillæk hjá Trölladyngju.
Ljðsmyndari: Skarphéðinn Þráinsson.
Efni í næsta blað, sem kemurútímaí,
þarfað berastí apríllok.
V________________________________
Góðir áskrifendur!
Vinsamlega leggið áskrift
blaðsins, kr. 1.500.- fyrirárið
2007 inn á reikning
nr. 0305 - 13 - 700,
Kt. 030349 - 3859
Harmonikublaðið
desember 2007
Mikilvægt er að nafn og
kennitala áskrifanda blaðsins
komi fram þegar greitt er.
Heilir og sælir áskrifendur góðir og aðrir
lesendur!
Þá er kominn desember, snjór á jörð
og fremur kalt þó ekki sé ástæða að
kvarta, enn sem komið er, undan
vetrinum; enda færumst við stöðugt til
suðurs veðurfarslega séð. Hver veit
nema við sjáum fram á útihátíðir að vetri
til í nánustu framtíð?
Á aðalfundi S.Í.H.U. nú í haust, sem
haldinn var í Skagafirði, var ákveðið að
útgáfu Harmonkiublaðsins skyldi fram
haldið. Vonandi gleður þessi ákvörðun
lesendur blaðsins. Til að þetta blað verði
sá upplýsingamiðill sem því er ætlað þá
þurfa lesendur þess að láta í sér heyra
því fátt er svo ómerkilegt að ekki sé
óhætt að senda það til ritstjóra til
skoðunar. Málið er einfaldlega það að
fólki finnst heilt yfir að það sem það er
að fást við sé ekki fréttnæmt. Ef þetta
væri réttþá þyrfti ekkertblað þvíhverjum
léti best í sínu horni og öðrum kæmi það
ekki við. En, góðir félagar, þessu er nú
ekki þannigvarið. í mörgum félögum er
unnið mikið og gott starf sem full ástæða
er til að segja frá. Eitt af þvf er að halda
utan um unga fólkið þannig að vegur
þess og hljóðfærisins dafni með hverju
árinu. Þessum þætti sinna sum félög
ákaflega vel en önnur mættu taka sig á.
í þessu blaði er m.a. sagt frá Landsmóti
ungmenna sem haldið var 19. - 21.
október sl. að Reykjum í Hrútafirði.
Miðað við umsagnir mótsgesta þá tókst
mjög vel til á allan hátt; framkvæmd öll
til fyrirmyndar, húsakostur og önnur
aðstaða góð í fögru umhverfi. Það sem
einna helstvantaði voru fleiri ungmenni,
ekki endilega til að spila heldur að mæta
og vera með. Við það að mæta á staðinn
og upplifa mót sem þetta þá er nokkuð
víst að áhuginn eykst og viðkomandi
leggur sig fram til að vera með næst. Ég
vil hér með hvetja alla þá sem hlut eiga
að máli; foreldra/forráðamenn, tónlistar-
kennara, forystufólk félaga og annað
áhrifafólk, að greiða götu ungmennanna
eftir þvf sem tökeru á.
Sagt er frá Landsmóti S.Í.H.U. 2008
sem haldið er dagana 3. - 6. júlí í
Reykjanesbæ. M.a. er birt landsmótslagið
þannig að allir ættu að kunna það vel
þegar á landsmót er komið.
Að venju er skemmtiefni í vísnaformi
og lag blaðsins sem varð til eftir
„sáttadans“ í Skagafirði nú í haust. Þá er
ferðasaga frá Þingeyingum, útgefið efni
ofl.
Eins og margirvita þá tóku fjögur félög
ákvörðun um að greiða áskrift sinna
félagsmanna. Þetta eru: Harmonikufélag
Héraðsbúa (H.F.H.), Harmonikufélagið
Nikkólfna, Harmonikufélag Þingeyinga
(H.F.Þ.) og Félag harmonikuunnenda við
Eyjafjörð (F.H.U.E.). Þessi félög hafa öll
greitt áskrift 2007 og er þeim hér með
þökkuð skilvísin.
Greiðslur annarra áskrifenda skila sér
vægast sagt illa. í gær, fyrsta des., höfðu
57 greitt árgjaldið og því eiga 200 eftir
að greiða árgjald 2007 sem er 1.500,-
krónur. Égvil biðja alla áskrifendur, sem
ekki eru í ofangreindum fjórum félögum,
að bregðast fljótt við og greiða árgjaldið,
sé það ekki þegar greitt. Hér til vinstri á
sfðunni eru upplýsingar um banka-
reikning Harmonikubtaðsins.
Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem
hafa með einum eða öðrum hætti
aðstoðað ritstj. við blaðið. Þá vonast ég
til að gott framhald verð á nýju ári.
Kærar þakkir fyrir samstarfið á árinu
með von um að 2008 verði ekki síðra.
Megi jólafriður og gleði ná til ykkar
allra.
Hreinn Halldórsson
ikusam
almonimsam
ÁSGEIRS S.SIGURÐSSONAR
býður öldruðum harmonikum
farsælt ævikvöld á ísafirði.
Símanúmer: 456-3485 og 863-1642
&
J
3