Harmonikublaðið - 01.12.2007, Síða 11

Harmonikublaðið - 01.12.2007, Síða 11
) ^tsiHLsrr\<5i'~ 2£)0S Nýr harmonikudiskur og nótnahefti í byrjun desember kemur út nýr geisladiskur með Aðalsteini ísfjörð. Einnig kemur út á sama tfma nótnahefti með öllum hans lögum, mörg þeirra útsett fyrir 2-3 harmonikur. Á þessum geisladiski eru 12 lög þar af fimm frumsamin. Þeir harmonikuleikarar sem spila með á diskinum eru Einar Guðmundsson, Rögnvaldur Valbergsson, jón S Gíslason og jón Þorsteinn Rúnarsson. Það er Aðalsteinn sjálfur sem gefur diskinn út og veitir einnig upplýsingar um hvar diskinn er að fá í símum 464 1541 og 860 0031. Með kveðju Aðalsteinn ísfjörð. Forsæti 10 b 550 Sauðárkrókur. Nýtt nótnahefti Guttormur Sigfússon frá Krossi f Fellahreppi og fyrrverandi formaður Flarmonikufélags Fléraðsbúa gaf nú í haust út nótnaheftið „Tjáning f tónum“ sem inniheldur hans eigin tónsmfðar, 20 lög. Lögin eru með og án texta og sum þeirra orðin all þekkt. Þar má nefna Minningu sem fékk fyrstu verðlaun f lagakeppni H.F.H. 1992 og Dönsum saman sem fékk einnig fyrstu verðlaun í lagakeppni H.F.H. 1994. Bæði lögin eru með texta eftir Helga Seljan. Tatu Kantomaa sá um nótnaskrift ásamt því að útsetja nokkur laganna. Guttormur naut einnig aðstoðar hjá Torvald Gjerde tónlistarkennara en hann hefur einnig stjórnað samspilssveit félaga í H.F.H. með miklum ágætum. Nokkur þessara laga Guttorms hafa komið út á snældum og geisladiskum á vegum H.F.H. Bókin var gefin út í takmörkuðu upplagi en ætti að fást hjá formönnum harmonikufélaga vítt um land.

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.