Harmonikublaðið - 01.12.2007, Qupperneq 15
«*» J^ J^ J^. 4f> Jj^ <*> «*> «*> ^ «*> JS^
Christiaan Duinmeyer (Hollandi) óskar sér að
sameina Evrópu í eina harmoniku heimsálfu
Þannig hefst grein í Nygammalt
4/2007, bls. 23. Síðan segir í
lauslegri endursögn:
Hann er 46 ára gamall og byrjaði að
leika á harmoniku 9 ára. 16 ára byrjaði
hann að stjórna hljómsveit. Christiaan
segir harmonikuleik vera áhugamál sitt.
Árið 1993 var hann á rölti í Alkmaar,
heimabæ sínum (40 km. frá Amsterdam)
og fór að hugsa um eigið líf og hvað væri
best að gera það sem hann ætti ólifað ef
hann skyldi nú deyja innan fárra ára.
Svarið var að opna harmonikuverslun.
Hann yfirgaf starf sitt og vann stíft í
nokkra mánuði til að draumurinn yrði að
veruleika.
í nóvember 1993 hóf Christiaan
kaupsýslu sína og á opnunardaginn
heimsóttu hann 600 gestir. T.d. lék
Rússneskurharmonikuleikariíversluninni
þennan dag. Þetta var dásamlegur dagur
fyrir Christiaan. Markmið hans er að vera
með stað þarsem allir harmonikuleikarar
geta hist. Christiaan segist eiga
viðskiptavini vítt og breitt um Holland
enda sé verslun hans sú eina sérhæfða í
Hollandi þar sem hægt er að finna allt
fyrir harmonikur, diatonic harmonikur
eða concertina.
í gegnum árin hefur Christiaan fengið
viðskiptavini m.a. frá Þýskalandi, Belgíu
og Frakklandi sem hafa pantað bækur,
diska, íhluti ofl., jafnvel htjóðfæri. Hann
vill að verslun hans sé sá staður í Evrópu
þar sem allt fæst á einum stað.
Christiaan sendir vörurnar í pósti og
leyfir fólki að greiða 14 dögum eftir
afhendingu, sem hefur gengið vel enn
sem komið er. Að lokum þá segir
Christiaan að þeir sem leiki á harmoniku
séu gott og heiðvirt fólk.
Lauslega þýtt og endursagt afritstj.
Verkstæði til alhliða viðgerða
Harmonikuþjónusta á harmonikum að Sóleyjarima 15, Reykjavík
Guðna Hafið samband við Guðna
í síma 567 0046.
Ágrip af starfsemi
Harmonikufélags Héraðsbúa (H.F.H.) 2007
Á haustdögum 2006 tók H.F.H. á leigu
samkomusal í húsi Golfklúbbs Fljóts-
dalshéraðs á Ekkjufelli og leigði hann til
1. maí sl. vor. Haldin voru böll á hálfs
mánaðar fresti og var aðsókn sæmileg af
fullorðnu fólki, en ekki sáust nú margir
unglingar. Þetta varð til þess að það
gengu í félagið 11 nýir félagar sem sóttu
þessi böll að staðaldri.
Sfðasta ballið var haldið 5. maí, á degi
harmonikunnar. Selt var inn á böllin á kr.
500 og var kaffi og brauð innifalið í
aðgangseyrinum.
Konur nokkurra félagsmanna sáu um að
baka, laga kaffið og bera fram og er þeim
hér með þökkuð fyrirhöfnin.
Dagur harmonikunnar var haldinn
hátíðlegur eins og áður sagði 5. maí.
Spilað varíverslunum, á sjúkrahúsinu og
íþróttahúsinu á Egilsstöðum.
Árshátíð félagsins var haldin á
Arnhólsstöðum í Skriðdal 14. apríl. Félag
Ijóðaunnenda á Austurlandi kom til liðs
við H.F.H. og sá um skemmtiatriði ásamt
félagsmönnum. Félagar úr Félagi
harmonikuunnenda á Norðfirði spiluðu á
ballinu ásamt félögum úr H.F.H.
Sumarhátíðin í Svartaskógi var með
breyttu fyrirkomulagi. Tjaldsvæðið í
Svartaskógi var nýtt fyrir samkomugesti
en böllin og skemmtidagskrá laugar-
dagsinsvarííþróttasalnumíBrúarásskóla
sem er allstór og dansgólf gott. Strætó
gekk á milli staða og flutti þá sem þurftu
þess með. Þetta gafst það vel að áætlað
er að hafa þennan hátt á framvegis.
Ágústdansleikur félagsins var haldinn í
Valaskjálf fyrstu helgina í september og
var hann vel sóttur að vanda.
Nú í haust tók H.F.H. samkomusalinn í
húsi Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs á
Ekkjufelli aftur á leigu til vetrarins.
Nokkrir dansleikir eru þegar búnir og er
sami háttur hafður á og í fyrra að boðið
er upp á kaffi og með því.
Stefnt er að því að fara með samspilssveit
á landsmótið í Keflavík í byrjun júlí næsta
sumar. Stjórnandi sveitarinnar erTorvald
Gjerde og verður hún skipuð nemendum
hans úr Tónskóla Fellabæjar og eldri
félögum H.F.H.
Með góðri kveðju,
JÓN SlGFÚSSON