Harmonikublaðið - 01.12.2007, Qupperneq 17

Harmonikublaðið - 01.12.2007, Qupperneq 17
W M.W M-W MW MW MiW JICW MW M Lag blaðsins Am D7 G • i Æ m i J Æ Æ Æ J - • ^ 46a cr\á 47a /7A Texti við lag blaðsins Af þessu ekki fór glansinn aðalfunds elítufansinn af ánægju stundi er Guðrún og Mundi sæl stigu sáttadansinn. Að yrkja má alls ekki trassa einnig skal tónverkið passa, leika það má það lærðir menn sjá með mögnuðum melodibassa. í síðasta Harmonikublaði varð leiðinda klúður á bls. 5, í lok bréfs Birgis Hart- mannssonar. Þar er vísa í þremur tilbrigðum, úr bókinni „Hjá mér oft er vísnavon". Vfsan er óvart endurtekin í algjöru rugli og ætla mætti að ritstjóri hafi verið eitthvað utan við sig eða í annarlegu ástandi að láta þetta fara fram hjá sér. Hér með er beðist velvirðingar á klúðrinu. í þeirri von að framhaldið verði í lagi þá koma hér nokkrar vísur frá Birgi sem urðu til á og eftir haustfund SÍHU nú í haust. Vísurnar fylgdu með bókum sem hann seldi mér. Ljúfur er leikurinn slyngur laglega Guðrún með syngur. Hægri nú hönd halda ei bönd en svo þarf á bassann sex fingur. Tel ég að talsverður skaði ef teks ekki í nikkunnar blaði að vor semji von Samúelsson tónverk með talsverðu hraði. Höfundur ókunnur Frá ritstjóra Birgirtekurvið: „Til gamans læt ég vísu sem ég fór með á haustfundinum, sem haldinn var í Steinsstaðaskóla um daginn, fylgja. Tilefnið var að í kaffihléinu meðan, ég beið eftir að komast að kræsingum þeim sem í boði voru, fylgdist ég með starfsstúlkum hantera hráefni í kvöld- matinn. Þyljavilégþakkarorð þeim sem vöfflur þaka, laga kaffi, leggj' á borð og lærin sundurtaka. Þegarritstjórabárustþessar„sáttalimrur“ ásamt þvf að von væri á lagi sem mætti þirta íblaðinu þá svaraði hann þannig: Með tónverki töfrast fram máttur sem telst ekki lélegur háttur. Sé rétt að því staðið það rennuríblaðið svo höfundur hoppa má sáttur. Tvær vfsur urðu til á heimleiðinni þegar hugleiddar voru mannabreytingar í stjórn landsambandsins. Ég held að þær skýri sigsjálfar. Nú er Alda farin frá -fækkar virkum svönnum. Nöpur þykja nöfnin á nýjum stjórnarmönnum. Ýmsum sýndist voði vís og vent frá strike réttu fundarmenn þá Frosta og ís- Fjörð til valda settu.“ 17

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.