Harmonikublaðið - 01.12.2008, Page 5
Viðtal vid Sigurð Hallmarsson
harmonikuleikara og fjöllistamann
Sigurður Hallmarsson, eða Diddi Hall er
öllum kunnur hér um slóðir og víðar fyrir
að geta allt, eins og menn segja stundum.
Hann er tónlistarmaður, myndlistarmaður
og sviðsleikari. Hann hefur líka verið leik-
stjóri, kórstjóri og hljómsveitarstjóri, kvik-
myndaleikari, leiktjaldahönnuður, kennari,
skólastjóri, fræðslustjóri svo nokkuð sé
nefnt. En fyrst og fremst er hann einn af
okkar elstu og bestu félögum í Harmoniku-
félagi Þingeyinga.
Það varð því enginn hissa á landsmótinu f
sumar þegar hann hlaut heiðursviðurkenn-
ingu S.Í.H.U. fyrir tónlistarstörf sín.
Við litum inn í kaffi hjá Sigurði Hallmarssyni
og báðum um viðtal fyrir afmælisritið og
að sjálfsögðu tók Diddi því vel.
Til hamingju með verðlaunin Sigurður,
ert þú ekki montinn?
Jú, jú, auðvitað erégþað ogánægður með
framgang harmonikunnarog þá viðurkenn-
ingu sem hún er farin að njóta. Það gleður
mig sérstaklega hvað mörg börn og ungl-
ingar eru farin að læra á harmoniku.
Þú ert einn af stofnfélögum Harmoniku-
félagsins. Hvenær byrjaðir þú að læra á
harmoniku?
Já, ég er stofnfélagi. Ég hef nú aldrei lært á
harmoniku nema af sjálfum mér. Ég byrjaði
að spila um fermingu. Það var tilviljun að
égfórað spila á píanóharmoniku. Hnappa-
nikkurvoru ófáanlegará stríðsárunum.
Ég man þegar ég heyrði Fikka spila fyrst og
sá fyrst píanóharmoniku. Égvarð svo hrif-
inn að ég festi þvottaklemmur á spegil og
notaði sem nótur. Ég varð svo flinkur. Mikið
var ég hrifinn af þeim sem foru flinkari en
ég, en þeir voru fáir.
Hvað varstu gamall þá?
Líklega svona fjögurra, fimm ára.
Nú hefur þú spilað mikið á samkomum einn
eða með öðrum. Hefur þú ekki líka verið
stjórnandi?
Já, ég hef spilað á svona 50 barnaböllum,
bæði á dagheimilum ogískólanum. Ég hef
ennþá fengið að taka þátt í skólanum, þó
svo ég sé hættur.
Jú, jú, auðvitað hef égspilað dinnermúsík
og mikið fyrir almennan söng.
Jú, ég stjórnaði félagshljómsveitinni á
Landsmótinu á Laugum og Lúðrasveit Húsa-
vfkur f Finnlandi 1981. Það var afskaplega
gaman. Núna æfi ég Sólseturskórinn.
Hvort finnst þér meira gaman að spila einn
eða með öðrum?
Það er atltaf meira gaman að spila með
öðrum. Mér finnst að félagarnir ættu að
spila meira saman, til dæmis á fundunum.
Það skiptir öllu að menn spili saman og
það sem oftast. Við þurfum líka að fá unga
fólkið til að spila með okkur en ekki fyrir
okkur.
Hvað finnst þér eftirminnilegast úr starfi
harmonikufélagsins?
Það var allt skemmtilegt. Noregsferðin var
kannske eftirminnilegust. Við fórum alla
leið til Tromsö. Það var virkilega gaman.
Svo var það eftirminnilegt þegar við vorum
í Svíþjóð í Piteá. Það var gott veður og við
ætluðum að spila úti, en það var bannað í
Svíþjóð að spila úti. Það voru margirgóðir
nikkarar í okkar hópi og Grímur á bassann.
Þar fóru Svíar á mis við góða músfk.
Diskurinn ykkar Ingimundar “Karlarnir
leika” er flottur. Hefur þú ekki gefið út
annan disk einn eða með öðrum?
Ég spilaði inn á segulband fyrir mörgum
árum ásamt Reyni Jónassyni, Árna Schev-
ing, Guðmundi Einarssyni og Didda fiðlu.
Þessi upptaka var mikið notuð til dans-
kennslu í skólum. Nú er hún komin á disk.
Ég er að hugsa um að láta fjöldaframleiða
hann.
Þú lékst líka oft á nikkuna í leikhúsinu og
gerir enn.
Já, ég hef gert það. Síðast núna í vetur, á
kvöldvöku. Svo var það Síldin kemur síldin
fer. Þar spilaði ég með öllum söng. Líka
með krökkunum í Dýrin í Hálsaskógi. Und-
anfarin árhef égmikið spilað við jarðarfarir.
Það er vandasamt og krefjandi.
Hvað ert þú búinn að starfa lengi með Leik-
félagi Húsavíkur?
Sfðan 1943 og hef verið síðan. Þetta varð
árátta hjá mér.
Hvaða verk er þér eftirminnilegast?
Skemmtilegasta verkið var alltaf það sem
égvaríhverju sinni.
Svo hefur þú leikið í kvikmyndum.
Það voru nokkrar myndir. Lénharður fógeti,
Snorri Sturluson, Nýtt líf og ífaðmi hafsins.
Þærvoru ágætaren börn sínstíma. Myndir
eru alltaf börn síns tíma.
Hvað ert þú að mála núna? Hefur þú ekki
haldið margar sýningar?
Ég er ekkert að mála. Ég var að flytja. Ég er
kominn með vinnustofu í Garðari. Ég málaði
svolítið niðri í hrauni í sumar. Það er
skemmtilegast að mála úti.
Sýningar. Kannske þrjár til fjórar. Ég hef
alltaf verið tregur að sýna. Maður kemst nú
ekki yfir hvað sem er.
Hvort er nú skemmtilegra að mála eða leika
á harmoniku?
Hvorutveggja erafskaplega skemmtilegt.
Verður maður betri málari af því að spila,
eða betri tónlistarmaður af því að mála?
Ég veit það nú ekki. Ég hlusta gjarnan á
tónlist þegar ég mála.
Vilt þú bæta einhverju við að lokum?
Fáum okkur meira kaffi.
Vidtal og mynd; Hólmfrídur Bjartmarsdóttir
og Sigurður Ólafsson, tekid í tilefni 30 ára
afmælis Harmonikufélags Þingeyinga og
birt í afmælisriti þess nú í haust.
Birt með góðfúslegu leyfi
Sigurðar og höfunda.
5