Harmonikublaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 7
Harmonikan mín og ég
Gestur Friðjónsson
a^c 'CJ
Ég er fæddur 27. júní 1928 á Hofstöðum í Álftanes-
hreppi í Mýrarsýslu. Foreldrarmínirvoru Friðjón
jónsson og Ingibjörg Friðgeirsdóttir, sem þar
bjuggu. Faðir minn varorganisti við Álftaneskirkju
og var orgel á heimilinu sem ég fór snemma að
fást við að spila á eftir eyranu, en nennti ekki að
læra neitt á það að gagni, þótt ég ætti þess
kost.
Fyrstu kynni mín af harmoniku voru þau að vetrar-
maður hjá föður mínum hafði í fórum sínum
tvöfalda, díatóniska hnappaharmoniku. Leyfði
hann mér að reyna að ná lagi á gripinn og gekk
það vonum framar, að mér fannst a.m.k. Þessi
kynni sátu föst í minni mér, þótt nokkur ár liðu
þartil næsta skref hófst en alltaf var glamrað á
orgelið hvenær sem færi gafst, og þá gjarnan í
myrkri.
Það mun síðan vera um átján ár aldur að ég eign-
aðist gamla áttatíu bassa píanóharmoniku og þar
með hófst minn harmonikuferill.
Var nú fljótlega tekið að telja öðrum trú um að
snillingur væri til staðar í sveitinni og vandamálin
með dansmúsik þar með úr sögunni. Var það og
að sönnu því á ungmennafélagssamkomu á þeim
tíma spilaði ég, þau þrjú lög sem ég taldi mig
kunna, næstu tvo til þrjá tímana og þóttist vera
fullfær til slíkra skemmtana.
Fljótlega bættust þó fleiri lög við í safnið og betri
harmonikur komu til skjalanna og stundaði ég
talsvertspilamennskuíheimasveitognágranna-
sveitum.
Nítján ára fór ég að stunda vinnuvélastjórn og
vann allmörg ár vítt um landið, en harmonikan
fylgdi mér jafnan og var óspart notuð því í flestum
sveitum voru þá fundahús eða annað húsnæði
sem nota mátti til að slá upp „balli“ eins og það
var kallað. Reyndist oftast auðvelt að fá leyfi til
þess þegar eftir var leitað, þar sem þessi hús voru
mörg lítið sem ekkert notuð. Sat maður þá
gjarnan einn á stól eða kassa í horni og sló takt-
inn með fætinum á timburgólfið sem var þá víð-
ast í húsunum. Stöku sinnum voru tveir saman,
en oftast án nokkurra æfinga fyrirfram.
Ég rifja oft upp í huganum nöfn þessara litlu
gömlu staða sem nú eru flestir horfnir eða hefir
verið breytt í stærri hatlir með viðbyggingum og
breytingum. Til gamans má nefna nokkra: Ung-
mennafélagsbragga á Arnarstapa á Mýrum, fyrir-
rennara Lyngbrekku. Lindartungu og Dalsmynni
Snæfellsnesi, Hamar Hörðudal, Nesodda Mið-
dölum, Bjarkarlund Barðaströnd, Pakkhúsið
Flatey Breiðafirði, Varmaland og Valfell Borgar-
firði, Þverá Öxnadal, Melar í Hörgárdal, Árskógur
Árskógsströnd Svalbarðseyri, „Kuðungurinn"
Glæsibæjarhreppi, Sjómannastofan Akranesi,
Stúkuhúsið Akranesi „Hóllinn" Leirár- og Mela-
sveit, Hlaðir Hvalfjarðarströnd eldra húsið,
Rauðilækur Fellum Héraði, Samkomubraggi á
Egilsstöðum, Fannahlíð Skilmannahreppi o.fl.
eftirminnilegir staðir og ferðalög.
Skömmu eftir áramótin 1951-2 var ég kominn til
Akraness og hitti þá fljótlega Ole H. Östergard,
danskan vélvirkja og góðan gítarleikara, einn af
fáum sem lék einnig á „Havai“ gítar, en hann
hafði verið með danshljómsveit á Akranesi um
nokkurt skeið. Spilaði ég með honum og nokkrum
öðrum hljóðfæraleikurum í nokkur ár, einkum að
vetri til, þar sem ég sinnti enn vélavinnu á sumrin
og spilaði jafnframt vítt og breitt um sveitir. Ole
og þeir félagar voru þeir fyrstu sem ég stundaði
reglulegar æfingar með, og kynntist ég þá mörgu
sem betur mátti fara í spilamennskunni hjá mér.
í Harmonikublaðinu frá því í nóvember 2004 er
lítil grein um þessa hljómsveit og meðlimi
hennar.
Eftir að þessi hlómsveit hætti störfum var ég að
mestu einn að spila hér og þar. Þó var ég nokkrum
sinnum í samspili með öðrum næstu árin, en
aldrei í því sem kalla mætti fastan hóp. í um það
bil 14 ár starfaði ég með Skagfirsku söngsveitinni
í Reykjavík, og kom þá harmonikan oft við sögu,
en annað sem kom mér vel þar var að þá lærði
ég að lesa nótur að nokkru, sem hefir komið sér
vel síðan, en frá 1981 var ég búsettur á Reykja-
víkursvæðinu.
Árið 1988 flutti ég mig til í starfi hjá Vinnueftirliti
ríkisins ogflutti til Keflavíkur. Komst ég þar fljót-
lega í kynni við áhugasama harmonikuunnendur
og var með þeim í að stofna F.H.U.S. 21. janúar
1990 og hef verið þar félagi síðan. Þar höfum við
haft áhugasaman, dugmikinn hóp og komið víða
við í músikmálum. Allt frá því að spila á hvers-
konar gleðifundum úti sem inni og til þess að
leika við útfarir og erfisdrykkjur. Auk þess að taka
þátt í starfi S.Í.H.U. eftir fremsta megni.
Verulega stór þáttur í starfi F.H.U.S. hefir verið
samstarf við önnur harmonikufélög, einkum á
Suðurlandi og á Reykjavíkursvæðinu. Nokkuð
hef égeinnigfengistvið að leika undirmeð kórum
á konsertum og í söngferðum.
Ég hef leikið nokkuð á Kanaríeyjum í samvinnu
við eldri borgara, félagið „Eldey“ í Keflavík og
einnig í samvinnu við Samvinnuferðir Landsýn
'f Iffi
ogfleiri ferðaskrifstofur um nokkurtskeið, m.a.
á þorrablótum og öðrum hópsamkomum á þeirra
vegum. Þess utan hef ég leikið þar á ýmsum
stöðum en mest þó á Veitingastaðnum „Cosmos"
(Klörubar) og um tíma þar í samvinnu við Örvar
Kristjánsson, þann mikla snilling og varð mérþá
Ijóst hversu langt var í land, og hæfileikar mínir
rýrir í þeim samanburði. Einnig voru oft fleiri
harmonikuleikarar þarna staddir og þá gjarnan
tekið lagið saman við þau tækifæri.
í þessu samstarfi við ferðaskrifstofur var nokkuð
um að leika á kynningum ferðaáætlana hér
heima. Við komur skemmtiferðaskipa og fleira í
þeim dúr. Um árabil lék ég að sumri til við mót-
töku ferðahópa á „Hótel Staðarborg" í Breiðdal
og kunni ég vel við það starf. Þetta voru hópar
frá ýmsum löndum og misjafnt hvernig músik
þeim féll í geð. Ég spilaði t.d. nokkuð af íslenskum
„alþýðulögum" að ég taldi, úr gömlu „Fjárlög-
unum“ fyrir þýskan hóp og fékk þá fyrirspurn um
það af hverju égspilaði svo mikið af jólalögum
á þessum árstíma. Égvaraði migá þeirri bókeftir
það þegar Þjóðverjar áttu í hlut.
Ég hef eignast fjöldamargar harmonikur á ferl-
inum, misjafnar að gæðum sem eðlilegt er. Einni
man ég þó sérstaklega eftir sem fór til annars
eiganda norður í Eyjafirði um 1950, en það var
hvít „Scandalli" harmonika sem var með ákaflega
lipru nótnaborði, hökuskiptingu ogmeðfrábæran
tón. Núna á ég vel fullorðna en góða „Exelsior"
1320 og býst við að hún endist mér þar til spila-
mennsku lýkur.
Ég hef nú flutt að nýju til Akraness og hef þess
vegna misst að nokkru tengslin við félagana á
Suðurnesjum, en hef í stað þess tekið upp þráð-
inn að nokkru með „Harmonikufélagi Vestur-
lands“ sem hefur á að skipa mörgum góðum
harmonikuleikurum og útsetjurum.
Veruleg gróska er hér í starfi Tónlistarskólans og
eru þar margir mjög efnilegir harmonikunem-
endur við nám, oggaman að fylgjast með árangri
þeirra. Vekur það óneitanlega bjartsýni um að
harmonikan sé að nálgast fyrri sess hjá lands-
mönnum ogerþaðvel.
Óska ég harmonikuleikurum, eldri sem yngri, vel-
farnaðar á komandi árum og áratugum og að sem
flestir megi njóta hæfileika þeirra um ókomin ár.
Á harmonikumóti í Þrastarskógi fyrir nokkrum
árum varðtileftirfarandi:
Tilað Ijúfir tónar svelli,
tendri yl og gleði nóg.
Harmonikan haldi velli
hljómi títt um Þrastaskóg.
Akranesi í nóvember 2008,
Gestur Fridjónsson.
7