Harmonikublaðið - 01.12.2008, Page 8
Litið um öxl - Þridji klúbburinn
o g Hermódur Alfreðsson
Leiðrétt smásmygli
í upphafi hyggst ég kynna smásmygli nokk-
urt, en ífáeinum tilvikum hefur undirritaður
lagfært greinar og samið hluta sem Her-
móður Alfreðsson hefur fengið birtar í
Harmóníkublaðinu. í 3. tbl. 6. árg.
á liðnu ári birtist grein eftir hann
um Art Van Damme og mótið í
Jyderup á Sjálandi í Danmörku,
sem harmóníku- og bassaleikar-
inn Mogens Bækgaard hefur
skipulagt í tæpa tvo áratugi. -
Púki sá sem kenndurervið prent-
villur hangir ekki á fjósbitum
heimsins heldur í rimlaverki
tækninnar. Yfirleitt er hægt að
lesa í málið, en stundum geta
stafavillur leitt lesendur af leið. í
nefndri grein um Van Damme kom
fyrir orðið fornmannsblóð, en
varð formannsblóð, sem gjör-
breytti merkingunni og leiðréttist
hér með. Um annað smásmygli
er hægt að geta sértil.
Hermóður og Þriðji klúbburinn.
Hinn danski Hermóður kom til
íslands 18. apríl 1957 og réðst
sem landbúnaðarverkamaður
norður í Hörgárdal í hálft annað
ár. Veturinn 1958-59 stundaði
hann nám í íþróttaskólanum í Oll-
erup í Danmörku og lauk þar
kennaraprófi. Næstu 25 árin bjó
hann í Reykjavík og starfaði m.a.
við bensínafgreiðslu hjá Shell og mæla-
álestur há Rafveitu Reykjavíkur, nú Orku-
veitu. Sitthvað annað bjástraði Hermóður
íhjáverkum m.a. danskennslu íSilfurtungl-
inu við Snorrabraut, leikfimikennslu og
söng af ýmsu tagi og er þó fátt eitt talið.
Svo mikill íslendingur varð hann, að besti
Ásgeir Sverrisson. Ljósm. Jóhann Hjaltason.
Hermðdur Alfreðsson, hefurupp raustsína á haustballi við
undirleik Þðrólfs Þorsteinssonar. Ljðsm. Jóhann Hjaltason.
matur sem hann fær eru svið og skötuna
vill hann svo kæsta, þá er hann andar frá
sér, að húsflugur detti ringlaðar í glugga-
kisturnar! Eitt stærsta áhugamál hans frá
unga aldri er harmóníkutónlist, sem hann
sinnir af ástríðu og vill veg harmóníkunnar
sem mestan. í desember 1979, annaðist
hann tvo harmóníkuþætti í Ríkisútvarpinu
og varð fyrstur til að kynna hinn sænska
Roland Cedermark í íslensku útvarpi. Her-
móður var meðal stofnenda Vísnavina á
sínum tíma og einnig er hann mikill aðdá-
andi íslenska hestsins og er í slíku félagi á
Jótlandi. Meira að segja mundaði hann
pentskúfinn og málaði reiðskjóta á hús-
vegginn hjá sér, en ekki er ég viss um að
skepnan sú sé með íslenskan makka.
í tveggja trefla veðri ogkafaldsfjúki íbyrjun
þorra 1981, örkuðum við félagarnir eftir
Skólavörðustígnum: Guðmundur E.
Jóhannsson, Þórir Magnússon og undirrit-
aður og stungum við stafni hjá Hermóði í
húsi efst á Holtinu, sem nú nefnist Hótel
Leifur Eiríksson hf, en hét í þann tíma
Hábær, sem var m.a. veitingastaður og
þekktur fyrir guðaveigar sem
sindruðu á skál á efra lofti. Þar
hafði Hermóður m.a. húsvörslu
á hendi og framkvæmdi eftir
dönsku ritúali líkt og hann gerði
á fyrri íverustað - Sænska frysti-
húsinu. Hann hafði kennt sér
nokkurs fiðrings undanfarið, sem
var hugarfóstur um harmóníku-
klúbb og mælti straxvið komu-
menn: “Hjalti verður formaður, en
þávantarnafn.”Tvöfélögvoru þá
starfandi í Reykjavík í þessa veru
og undirritaður stakk upp á nafn-
inu Þriðji klúbburinn og þótti
brúklegt. Skemmtifundir hafa
lengstum verið hatdnir í Djúpinu
við Hafnarstræti.
Minnisstæður er skemmtifundur
sunnudaginn 14. febrúar 1982.
Kynnirvarfrændi minn Sigmar B.
Hauksson, sem þá starfaði við
Rfkisútvarpið, en á síðari tímum
þekktur matgæðingur, skotveiði-
maður og formaður þeirra. Þar
léku á harmóníku: Guðmundur E.
Jóhannsson, Jón Sigurðsson
bankamaður, Vilhelm Guðmunds-
son og Þórólfur Þorsteinsson,
núverandi formaður Félags Harm-
onikuunnenda Suðurnesjum. Aðrir sem
komu fram: Andrés Valberg, sem kvað
nokkrarstemmur, BrynjarVíborgsagnfræð-
ingur las samantekt Hjalta jóhannssonar
um þann kynduga klerkséra Þórð Jónsson
í Reykjadal, Hjalti Jón Sveinsson vísnavinur
og núverandi skólameistari Verkmennta-
skólans á Akureyri, lék á gítar og söng og
Þorsteinn skáld frá Hamri, flutti eigin Ijóð.
Þegar Brynjar Víborg lauk lestri, kynnti
Sigmar B. næsta dagskrárlið, en sagði fyrst
frá bónda nokkrum norðuráStröndum, sem
beið dauða síns með pyttlu sér við hlið.
Þegar sálusorgarinn vitjaði hans var bóndi
að dreypa á vökvanum og spurði: “Er þetta
eina huggun yðar á þessari stundu?” Drýg-
indalega ansaði bóndi: “Nei - ég á aðra
hérna undir dýnunni!”
Áður en Hjalti Jón hóf gítarspil og söng
kvaðsthann gjarnan kynna vísnagerðvinar