Harmonikublaðið - 01.12.2008, Page 16

Harmonikublaðið - 01.12.2008, Page 16
Jón H. Halldórsson - tónlistin ogfleira Jón er fæddur 8. desember 1955 og ólst upp á Hrófbergi í Strandasýslu. Hann fór fljót- lega að fást við vélavinnu ýmiskonar, vöru- bílaakstur ofl. Undanfarin ár hefur hann verið póstur hjá íslandspósti og séð um svæðið frá Kollafirði í suðri til Bjarnarfjarðar og Drangsness í norðri. Snemma kom í Ijós að tónlistin átti mikil ítök í drengnum og að semja lög var eitt- hvað sem vafðist ekki mikið fyrir honum. Jón fór ungur að spila á orgel og harmoniku eftir eyranu og hefur náð mjög góðum tökum á orgelinu enda útsetur hann lögin sín á það ásamt því að spila þau og syngja sjálfur við hin ýmsu tækifæri. Undirritaður skrapp á gamlar slóðir ogtók í leiðinni hús á Jóni til að forvitnast um tónlist hans, ekki síst í sambandi við laga- keppnir enda hefur hann komið víða við og má þar nefna þátttöku í lagakeppnum Harmonikufélags Héraðsbúa, jafnt sungin lög sem og „aðeins“ spiluð. Fyrstu minningar um orgelið og harmonikuna? “Mér var sagt að ég hafi verið farinn að spila Gamla Nóa, á gamla fótstigna stofu- orgelið, áður en ég fór að tala. í framhaldi af því fór ég að hlusta á The Beatles og tók þá snemma eftir því hvernig Paul Mc Cart- ney spilaði á bassann, þó hann spilaði einnig á önnur hljóðfæri. Ég át þetta í mig, þennan hljóma bassagang og færði hann yfir á orgelið. Þannig að þá kom mikið meira í hugann þegar maður var kominn með þennan bassagangívinstri hendi ogþáfóru að koma línureða stef sem urðu seinna að lögum. Á þessum tíma voru menn hér um slóðir með hljómsveit, þar á meðal tveir frændur mínir þeir Gunnlaugur Bjarnason og Gunnar Jóhannssson, sem voru ekki mjög hrifnir af því sem ég var að gera með bassann á orgelinu. Síðar kom það í Ijós að mestu og bestu hljómborðsleikarar landsins, þar á meðal Eyþór Gunnarsson, notuðu nánast sama bassagang í sínum leik. Því má segja að Paul Mc Cartney hafi verið áhrifavaldur í minni tónlist og sé enn. Það fyrsta sem ég man um harmoniku er að mamma átti litla harmoniku sem ég spil- aði mikið á, þar til belgurinn gaf sig, eftir margar aðgerðir með plástri ofl. Ég náði aldrei góðum tökum á bassanum og spilaði því kannski minna en mig langði til. í fram- haldi af því keypti ég mitt fyrsta hljómborð, af gerðinni “Farfisa”, sem á þeim tíma var magnað tæki ogerenn.T.d. má benda á að sá kunni tónlistarmaður, Jón Ólafsson, var með nákvæmlega eins Farfisa hljómborð og ég átti í þætti sínum í sjónvarpinu í fyrra. Þó orgelið hafi orðið ífyrsta sæti þá hef ég harmonikuna oft með, t.d út af ákveðinni hefð þegar ég hef spilað á 17. júní og fleiri viðburðum. Þó harmonikan sé skemmtilegt hljóðfæri þá finnst mér að orgelið hafi meiri möguleika við útsetningar á hljómum. Segja má að orgelið sé “ein stór htjómsveit með öllu sem til þarf í tónlist.” Fyrsta ballið, eitthvað skemmtilegt í því sambandi? “Fyrsta ballið sem ég spilaði á var í gamla Baldri á Drangsnesi, ég á orgel og bróðir minn á harmoniku. Þá var ég nýbúinn að fá fyrsta orgelið mitt. Tæknimálin voru frum- stæð miðað við það sem gerist í dag. Einn magnari af Selmer gerð sem var notaður fyrir orgelið og hljóðnemi fyrir nikkuna. Húsið, sem var nú ekki stórt, var troðfullt. Mér fannst gaman að spila þarna og man sérstaklega eftir slagsmálum og að engin var lögregla, sem var algengt í þá daga.” Tónsmíðar? “Fyrsta lagið sem ég samdi má kalla “stef’, líkt Gamla Nóa en fallegra. í framhaldi af því spurði ég mömmu hvort hún vildi ekki gera texta við lögin mín, sem hún gerði, eftir að hafa færst undan vegna þess að hún væri “ekkert skáld”. Ég bað hana að gera texta, ýmist með fjórum, sex aða átta línum, sem kom allt eftir pöntun. Fyrsta lagið mitt sem hún gerði texta við var “Æskuminning” sem fjallar um heimahag- ana. Þetta lag var flutt í Evrovision laga- keppni RÚV 1989 þar sem það lenti í 11. sæti. Lagið var fullunnið í hljóðverinu “Stöðin” sem Axel Einarsson á og rekur. Seinasti textinn sem móðir mín gerði, reyndar gerði hún einnig lag við textann, nefndist “Sunnudagur”. Þetta gerði hún þrátt fyrir langvarandi veikindi á spítala og nýkomin heim, ogvarað hugsa um að hún þyrfti að hringja í son sinn sem átti afmæli þennan dag sem var 3. mars 2000. í fram- haldi af þvíhringdi hún í migogsagði mér að komið hefði smá fluga í höfuðið á sér, smá lagræfill, sem hún söng fyrir mig. Ég brá mér því inn á Hrófberg með lítið segul- bandstæki með mér og bað hana um að syngja fyrir mig lagið með textanum. Á þessum tímapunkti var hún orðin mjög sjúk og öndunin ekki upp á það besta. Ég náði þó öllu laginu sem heitir eins og áður sagði “Sunnudagur” og er um lífið og náttúruna, þegar allt er að kvikna, vakna til lífsins á ný á vorin. Ég hef mest fengist við að semja lög í létt- Jón íþoku á Lambatindi á Ströndum 31. ágúst2008. 16

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.