Harmonikublaðið - 01.12.2008, Qupperneq 19
Jan Moravek
1912 -1970
Einn stórkostlegasti tónlistarmaður sem
sest hefur að á íslandi er í mínum huga
Austurríkismaður af tékknesku foreldri,
hann fékkríkisborgaranafnið Jóhann Mora-
vek Jóhannsson. Vinir hans kölluðu hann
ýmist Hans eða Jan en við íslendingar ávallt
Jan Moravek.
Hann var fæddur í tékkneska hverfinu íVín
árið 1912 sonur úrsmiðs sem lék listavel á
kontrabassa. Moravek nam iðn föður síns
og kontrabassaleik, sömuleiðis á önnur
hljóðfæri ogaðrargreinartónlistarinnar. Svo
kom stríðið! Og í byrjun þess kynntist hann
íslenskri konu Svanhvíti Egilsdóttur sem var
við söngnám. Þau fóru senn að búa saman,
og saman lentu þau í miktum þreng-
ingum í Austurríki og Þýskalandi. Jan
Moravekvarð á þessu tímabili tvisvar
alvarlega veikur, fékk magasár og svo
sprakkí honum botnlanginn svo honum
var vart hugað líf. Þrengingum þeirra
hjóna linnti ekki fyrr en stríðinu var
lokið, þá fór Svanhvít heim til íslands
og fór um leið að búa í haginn fyrir
Hans að koma. Ekki horfði vel ííslensku
tónlistarlífi um þærmundir, félagtón-
listarmanna þarðist gegn því að
útlendir músíkantarflykktust hingað,
svo fá varð vandfengið atvinnuleyfi
sem litlar líkur voru á að fengist. Jan
Moravek kom svo til íslands 1948 og í fyrstu
var ekkert fyrir hann að gera, þau hjónin
héldu því norður í land, hún söng og hann
spilaði undir á píanó og hélt að auki harm-
onikkutónleika í hótel Norðurlandi. Það
fyrsta sem ég heyrði til þeirra hjóna var á
skemmtun hjá Góðtemplurum í Gúttó. Hún
söng og hann lék á píanóið og gerði það
ekki endasleppt við þá stúkumenn, því á
mörgum kabarettum sem SKT héldu til fjár-
öflunar, hélt hann um „tónsprotann" og spil-
aði á gúmmfstígvél, katla og önnur bús-
áhöld. Agnar Bogason útgefandi
Mánudagsblaðsins kallaði Moravek „Aust-
urfska músíktrúðinn“ í blaði sfnu! Það var
ekki svo fyrr en Sinfóníuhljómsveit íslands
hafði verið stofnuð, að bráðvantaði fagott-
leikara, fagottið var til, en bilað, svo nú var
úr vöndu að ráða. DoctorVictor Urbancic
sem fór fyrir málum var svo heppinn að
þekkja mann, sem bæði gat gert við hljóð-
færið og leikið á það! Þar með var Moravek
kominn íhljómsveit með faststarfogá leið
með að verða íslendingur. Síðar lék hann á
fleiri hljóðfæri í sveitinni, en fullyrt er að
hann hafi leikið á 16 hljóðfæri alls.
Ég kynntist Moravek 1956 eða 1957 og fékk
nokkra tíma hjá honum á harmoniku, mér
gekk illa að uppfylla þær kröfur sem hann
gerði. Égvann við bílaviðgerðir um það leyti
og ég var hálf feiminn við að sýna mína
meiddu og óhreinu fingur, enda ráðlagði
hann mér að fá mér annað starf en bílrétt-
ingar, ef ég ætlaði að reyna meira við nikk-
una. Samt sem áður hjálpaði ég honum við
Renó '46 sem hann átti, svo utan námsins
urðu kynni okkar töluvert meiri. Um þetta
leyti voru íslenskir tónar að hefja útgáfu á
hljómplötum sem voru flestar með lögum
íslenskra höfunda, mörg úr samkeppnum
SKT sem nutu mikillar hylli landsmanna á
þessum árum. Alfreð Clausen var helsti
söngvarinn og hljómsveit Jan Moravek sú
vinsælasta. Nokkur lög af þessum plötum
vöktu sérstaka athygli vegna feikigóðs harm-
onikuleiks, reyndar var það alveg sérstaklega
í lagi Ágústs Péturssonar, Hittumst heil, sem
er tango. Þar í er „intró“ sem Jan Moravek
leikur með afar glæsilegum hætti. Leikin er
upphafslína sem er spituð í bundnum þrí-
undum afar hratt. Þarna var meistaralega að
verki staðið. Moravek spilaði á harmoniku
með norskum gripum, en notaði fjóra fingur
á hljómborðið, svo ég hef aldrei skilið
hvernig hann fór að þessu. Danslagakeppni
SKTvarafarvinsælá þessum árum. Fjölmargir
dægurlagahöfundarsendu inn lögsín. Sumir
lásu lítið eða ekki nótur, en sömdu þess
meira. Þá var aldeilis styrkur að hafa Moravek,
ég var eitt sinn viðstaddur, þegar einn sá
mikilvægasti kom og raulaði lag sitt og Mora-
vek skrifaði, settist svo með nótnablað, radd-
setti og skrifaði útsetningu fyrir hljómsveit.
Margt bar á góma í samskiptum okkar,
m.a. þaðaðstilla harmonikureftirmæli,
ég hef grun um að þetta hafi hann gert,
því hann var vel að sér um rafeindatæki
og fullur forvitni um þau mál. Eins var
það með hljóðfærin, meðal þeirra var
Bandoneon sem hann sýndi mérogspil-
aði á nokkra tangóa með ágætum. Aðal-
starf hans var að leika í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, þar spilaði hann á selló,
fagot, en upphaflega bjóst hann við að
verða klarinettuleikari. Það mun þó hafa
verið óhægt vegna magasársins sem
kvaldi hann lengi. Hann stofnaði íverk-
falli hljóðfæraleikara 30-40 manna hljóm-
sveitsem lékánokkrumtónleikum ÍAustur-
bæjarbíói við góðar vinsældir. Sama varð
ekki sagt um suma helstu músíkforkólfa
landsins. Moraveksagði að einn þeirra hefði
kallað sig „músikmellu“.
Þar sem harmonikublaðið er ekki mikið að
vöxtum fer ég að láta þessu lokið en þegar
fjörugir sjómannavalsar eða lög gömlu dægur-
tónskáldannagefurað heyra ÍRÍkisútvarpinu
og fjörlegur harmonikuleikur prýðir, þá er
það sennilega Jan Moravek, fæddur í tékk-
neska hverfinu f Vínarborg, töframaður
tónlistar.
Högni Jónsson.
Jan, Nanna og Svana um þad leyti erþau komu fram í
hljómsveit á vegum breska hernámsliðsins ÍGraz 3945.
Harmonikuviðgerðir
Tek að mér viðgerðir á harmonikum
Gunnar Kvaran sími: 824-7610