Harmonikublaðið - 01.12.2008, Qupperneq 20
Fullthúsaf öryggi
Hvað, hvar, hvernig?
Til þess að sporna við eða komaívegfyrirtjón af völdum elds og vatns á heimilinu er
mikilvægt að réttar forvarnir séu til staðar. Að sama skapi er einnig nauðsynlegt að forvarn-
artækjum sé komið fyrir á réttum stöðum og ekki síður að allir í fjölskyldunni kunni að nota
þau á réttan hátt.
// Jónískur reykskynjari
Hann skynjar með rafeindahólfi ósýnilegar,
lyktarlausar og sýnilegar lofttegundir, sem
myndast við bruna á byrjunarstigi, sérstaklega frá
opnum eldi. Hann er háður loftprýstingi, rakastigi,
hitastigi og loftræstingu. Jónískir skynjarar henta
vel í stofur, herbergi, stigaganga, geymslur,
geymsluganga og víðar.
// Optískur reykskynjari
Hann skynjar með innbyggðu auga sýnilegan reyk
frá t.d. glóðareldi og P.V.C. plastefnum. Hann er
háður rakastigi, hitastigi og loftræstingu.
Optíska reykskynjara er hægt að setja upp víðast
hvar um íbúðina en þeir eru sérstaklega hentugir
við eldhús.
// Vatnsskynjari
Vatnsskynjáranum er komið fyrir niður við gólf þar sem vænta má vatns. Ef neminn skynjar vatn gefur hann frá sér
hljóðmerki (85 desibel). Eins má losa botnstykki af skynjaranum og er pá skynjunin tengd 180 sm langri snúru sem
lögð er þangaó sem yænta má vatns. Mjög góð viðvörun við alltof algengum óhöppum.
Vatnsneminn er neðst á skynjaranum.
// Léttvatnsslökkvitæki
Léttvatnsslökkvitæki er mjög hentugt á heimili og í sumarhús.
Léttvatnið myndar filmu yfir flötinn sem brennur og kemur í veg fyrir að súrefni komist að eldinum.
Léttvatnsslökkvitæki má nota á rafmagnselda upp að 1000 voltum en mikilvægt er aó vera þá í minnst eins
metra fjarlægð.
Taktu pinnann úr.
Þetta gerir þér kleift að nota
slökkvitækið.
Miðaðu á rætur eidsins.
Ef þú miðar beint á logana er
hættviðað slökkviefnið fari
beint í gegnum eldinn.
Miðaðu á rætur eldsins, því þar er
mesti eldsmaturinn.
Sveigðu bununa til beggja hliða.
Þú skalt byrja slökkvistarfið
í öruggri fjarlægð.
Vertu á varðbergi eftir að eldurinn
er slökktur, hann gæti blossað upp
á ný.
TRYGGINGAMIÐST0ÐIN / Sími515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is / www.tryggingamidstodin.is