Harmonikublaðið - 01.12.2009, Qupperneq 2
Ávarp formanns
Ágæti lesandi
Frá því a' síðasta blað leit dagsins Ijós
hefur ýmislegt gerst, en þar ber að sjálf-
sögðu hæst aðalfund sambandsins sem
haldinn var að þessu sinni í boði Harm-
onikufélags Héraðsbúa í Svartaskógi og
vil ég nota tækifærið til að þakka félögum
mínum í HFH og eigendum og starfsfólki
hótelsins fyrir góðan undirbúning fundar,
makaferðar og skemmtikvölds svo og
góðan viðurgjörning á fundinum.
Þessi fundur var um ýmislegt sérstakur þó
einkanlega vegna þess að tvær nefndir
sem skipaðarvoru á síðasta aðalfundi skil-
uðu af sér og komu með ýmislegt nýtt inn
á fundinn sem stjórn er byrjuð að vinna að
nú þegar. Að sjálfsögðu vil ég þakka þeim
sem sátu í þessum nefndum fyrirvel unnin
störf í þágu sambandsins og aðildarfélag-
anna.
Helstu samþykktir sem aðalfundurinn
gerði voru um að Harmonikudagurinn yrði
haldinn árlega í maí eins og verið hefur,
en einnigyrði unnið að kynningu á harmo-
nikunni f skólum og leikskólum á vegum
aðildarfélaganna.
Fundurinn samþykkti að lögðverði áhersla
á að efla Harmonikublaðið. Ákveðið var
að hækka áskriftargjaldið í kr. 2.500 en
kr. 1.700 til aðildarfélaga á nýju ári.
í dageru áskrifendur 500 talsins en prentað
upplag er 700 stk.
Á fundinum var rætt um harmonikukeppni
meðalyngra fólksins og almennt séð þótti
sú hugmynd góð. Talið var best að SÍHU
hafi frumkvæði að slíkri keppni en menn
sammála um að harmonikukennarar séu
virkir þátttakendur í undirbúningi ogfram-
kvæmd slíkrar keppni. Þegar er byrjað að
skoða þetta mál og vonandi getur orðið
eitthvað úr þessu, væntanlega á komandi
vori ef allt fer að óskum.
Næsta landsmótSÍHUverðurhaldiðá Hellu
og mun Harmonikufélag Rangæinga sjá
um mótið. Gerð var sú breyting á lögum
sambandsins að einn stjórnarmaðurSÍHU
mun eiga sæti í framkvæmdanefnd móts-
ins hverju sinni og uppgjöri vegna lands-
móts skal skila á stöðluðu formi á næsta
aðalfundi eftir landsmótið.
Hin nýja heimasíða SÍHU hefur litið dags-
ins Ijós og lofar góðu. Auðvitað væri gott
ef að fólk notaði hana meira en nú er, en
samt hefur orðið umtalsverð aukning á
notkun sfðunnar eftir endurnýjun hennar
sem segir okkur það að til þess að sfðan
geri gagn þurfum við að halda henni við,
skrifa og senda inn það sem okkur finnst
skipta máli að þar sé til staðar. Núna mun
útdráttur úr blaðinu verða settur á síðuna
sem vonandi kemurtilmeð að auka áhuga
fólks á að gerast áskrifendur að blaðinu
því vissulega myndi aukinn fjöldi kaup-
enda auðvelda okkur rekstur þess.
Ef altt hefði farið eins og við vonuðum á
aðalfundinum væri örugglega stór hluti
þessa blaðs tileinkaður unglingalandsmóti
sem halda átti á höfuðborgarsvæðinu í
umsjón Harmonikufélags Reykjavíkursem
lagt hafði mikla vinnu í undirbúning og
skipulag sem ég þakka þeim fyrir. Það
urðu okkur í stjórn SÍHU mikil vonbrigði
að mótið skyldi falla niðurvegna ónógrar
þátttöku, þá ekki sístvegna þess að það
var rættá aðalfundinum að aðildarfélögin
myndu styrkja nemendurtilfarará mótið.
Auðvitað veit ég líka að inflúensufaraldur
spilar hér einnig eitthvað inn í en samt eru
þetta verstu fréttir af harmonikumálum
sem ég hef fengið á þessu ári. Ég hlýt að
velta fyrir mér hvað sé að? Er enginn áhugi
fyrir þessum mótum? Hvað erum við að
gera rangt? Er það ef til vill svo að við
eigum að setja það skilyrði fyrir þátttöku
að viðkomandi sé félagi f harmonikufélagi
og félögin taki þetta yfir í staðinn fyrir
tónlistarskólana? Ég einfaldlega trúi því
ekki að ungt fólk hafi ekki gaman af því að
hittast svo sem eina helgi og spila saman
og hvert fyrir annað. Hér hlýtur eitthvað
annað að vera upp á teningnum og mér
þætti vænt um að fá að vita hvað það er.
Eitt varð mér þó Ijóst á aðalfundinum að
þar var fólk sem var bjartsýnt á framtíðina
og var tilbúið til að leggja sitt af mörkum
til þess að starf félaganna og sambandsins
mætti eflast og dafna og að því munum
við vinna eftir bestu getu.
Að lokum vil ég óska öllum lesendum
blaðsins gleðilegra jóla og farsældar á
komandi ári.
Jónas Þór Jóhannsson
JJalmomLnsafn ÁSGEIRS S.SIGURÐSSONAR
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða, ísafirði.
V Símanúmer: 456-3485 og 863-1642 J
2