Harmonikublaðið - 01.12.2009, Side 5
varð til þess að hann var okkur
innan handar varðandi heið-
ursgesti á mótið en þar mættu
Tatu Kantomaa og Daniel Isak-
son. Þetta mót var einnig sér-
stakt að því leyti að þarna voru
líka þeir íslensku harmoniku-
leikarar sem voru í fremstu röð
á þeim tíma, þeir Bragi Hlíð-
berg, Grettir Björnsson og
Reynir Jónasson. Rétt er að
það komi hér fram að þetta
voru fyrstu kynni Tatu Kant-
omaa af íslandi og þau kynni
urðu svo til þess að hann kom
hingað til landsins og dvaldi
hér í nokkur ár sem ég tel að
hafi komið harmonikuleik og
harmonikutónlist að ómældu
gagni.
Hvernigsérð þú fyrirþérfram-
tíðina varðandi harmoniku-
leikara og harmonikutónlist?
Það Iftur vel út með þá ungu
harmonikuleikara sem eru að
alast upp í tónlistarskólum
vfðsvegar um landið en mér er
Ijóst að marga árganga vantar
inn ífélögin og þvíljóst að um
nokkurt kynslóðabil er að
ræða og sömuleiðis einnig
breyttar áherslur i tónlistar-
vali. Mér sýnist að danstónlist
sé á undanhaldi en unga fólkið
spili frekar klassíska tónlist,
þá frekartil hlustunar.
Nú veit ég að þú hefur einnig
verið að fást við vísnagerð.
Já ég hef aðeins brugðið því
fyrir mig og því rétt að enda
viðtalið á einni vísu.
Harmonikan hrífursál
hrindir burtu kvíða.
Hennar töfra tóna mál
tendrargleði víða.
Jónas Þór Jóhannsson
Kartöfluvalsinn
í kartöfluvalsi ég kemst í stuð
því kartöflur fjörga vel lund.
Þó kartöfluræktun sé rammasta puð
hún réttlætir glaðværa stund.
í fjörugum dansi með faðmlög heit
ogfyrirheit guleða blá
ég kartöflum sái í sælunnar reit
og syng um þær lengi ef má.
Ef skyrbjúgur kvelur þá kann ég góð ráð
sem kunnáttumaður upp fann,
svo leiðistu ekki lægra í bráð
læknirinn segirvið mann;
þú kartöflur borðar hvern dýrðlegan dag
og dansar af lipurð og þrá,
með kartöflum heilsa þín kemst brátt í lag
svo kemstu fljótt sporið þitt á.
Já, kartöflur bjarga og styrkja strax
þær styðja og efla þinn mátt.
Þú heilbrigði finnur og forðast allt baks
og færð með því andlega sátt.
Ef færðu þér kartöflu fyrir dans
þú finnur hve létt verða spor.
í kartöfluvalsinum kemstu til manns
og kyndir upp huga og þor.
Hreinn Halldórsson
Sumarmót í Fannahlíð 7. - 9. ágúst
m
Útileguhelgin gekk hreint ótrúlega vel,
glæsileg mæting og góð stemming. Gestir
voru á þriðja hundraðið og var fjölmennasta
útileguhelgin til þessa. Þarna var slegið
saman útileguhelgi og 30 ára afmæli Félags
Harmonikuunnenda Vesturlands.
Hátíðin hófst á föstudegi og þegar gestir
voru búnirað koma sér vel fyrir á tjaldstæð-
inu, var slegið upp dansleik um kvöldið sem
stóð yfir í þrjá tfma. Þar spiluðu fyrir dansi
hljómsveit H.U.V., síðan steig sín fyrstu spor
ný hljómsveit sem heitir Bjórbandið sem
undirritaður stofnaði í fyrra, svo kom Sveinn
Sigurjónsson og sló lokapunktinn á föstu-
dagskvöldið. Hver hljómsveit spilaði í
klukkutíma. Á laugardeginum voru haldnir
tónleikar og bauð harmonikufélagið upp á
kaffi og meðlæti í tilefni af 30 ára afmæli
sínu. Átónleikunum flutti Ingrid Hlíðberg
leikþátt, Bragi Hlíðbergspilaði nokkurlög,
einnig spiluðu Sigríður Hjördís Indriða-
dóttir, Rut Berg Guðmundsdóttir og unnusti
hennar Daníel Jóhannsson. Einnig lagði
okkur lið Óðinn Helgason og Helgi Krist-
jánsson ásamt harmonikuhljómsveit Sel-
foss.
Um kvöldið var svo dansleikur þar sem
Harmonikuunnendur Vesturlands spiluðu
ásamt Harmonikufélagi Rangæinga og
Harmonikufélagi Selfoss. Það var aðdáunar-
vert hvað gestir voru duglegir að dansa,
það var fullt gólf bæði kvöldin á meðan
dansleikirnir stóðu yfir.
Égvil þakka öllum f harmonikufjölskyldunni
fyrir gott harmonikuár og hlakka til að sjá
og hitta fjölskylduna á næsta ári.
Með góðri kveðju til allra.
G. Helgi Jensson
5