Harmonikublaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 8

Harmonikublaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 8
Viðtal við Viggó Bryn jólfsson Viggó Brynjólfsson erfæddurá Broddadalsá á Ströndum 31. maí 1926. Foreldrar hans eru Guðl' .rgjónsdóttirog Brynjólfurjóns- son sem bjuggu þarum langtárabil. Hann á tværsystur, Svövu f. 1925 og Kristjönu f. 1930. Viggó ólst upp við hefðbundin sveita- störfþess tíma. Sinnti kindum og kúm og gekk til þeirra verka sem þurfti við búskap- inn. Honum fannst þó búskapurinn og dýrahaldið aldrei sérlega skemmtilegt og hafði í raun miklu meiri áhuga fyrir vélum og tækjum. Þessi áhugi hefur einkennt líf hans og starf. Viggó kvæntist Ardísi Ólöfu Arelíusdóttur árið 1956 og saman eiga þau 8 börn en Viggó átti einn son fyrir. Barnabörnin eru orðin 26 og barnabarnabörnin 11. Viggó og Ardís bjuggu fyrstu búskaparárin í Reykja- vík en svo lá leiðin norður í land þar sem þau bjuggu eitt ár á Blönduósi en eftir það á Skagaströnd þar sem Viggó býr enn. Viggó og Ardís slitu samvistir 1997. Allt lífsstarf Viggós Brynjólfssonar hefur tengst vinnuvélum. Frá tvítugsaldri hefur hann unnið á jarðýtum og öðrum vinnu- vélum og er enn að, 83 ára gamall. Hann sótti fyrstu jarðýtuna tilAkureyrarog ákvað að keyra hana til Blönduóss. Þetta var árið 1958 um hávetur. jarðýtan sem hann var að kaupa, International TD14, hafði komið með skipi en landleiðin norður var ófær svo hann tókfarmeð flóabátsem gekkfrá Sauðárkróki til Akureyrar. Eftirað hafagert vélina klára keyrði hann upp að Bægisá og fékkgistingu þar. Næsta morgun lagðihann snemma afstað því hann var svo heppinn að fá vinnu við snjómokstur um Öxnadals- heiði sem varkolófær. Hann stakk ígegnum skaflana á leiðinni og þurfti lítið að moka útnemayfirháheiðina. Hins vegartafðiþað ferðina að þrýrnarvoru of mjóar fyrir jarð- ýtutönnina svo hann varð að rífa hana aftil að komast yfir og Húseyjakvíslina varð að fara á ísi. Þráttfyrirþað tókstað komastalla leið frá Bægisá til Blönduóss á einum degi. Seinna eignaðist Viggó stærri vélarog vann á þeim sjálfur en átti um tíma fleiri tæki í einu og hafði menn í vinnu. Verkefnin hafa að mestu verið í vegagerð og við ýmis mann- virki. Fyrstu árin varhann í ræktunarvinnu fyrir bændur en eftir að vélarnar urðu stærri hentuðu þær ekki í slíka vinnu. Á löngum starfsferli hefur hann komið víða við í tengslum við mannvirki og jarðvegsfram- kvæmdir. Hann var með vél við lagningu vegar til Siglufjarðar um Mánárskriður og við veginn um Ólafsfjarðarmúla. Þegarsam- göngubyltingin vargerð með uppbyggðum vegum um Norðurland á árunum 1960 - 1990 vann hann iðulega við þau verkefni. Hann var við framkvæmdir Blönduvirkjunar og nú síðustu árin hefur hann unnið á ýmsum tækjum að gerð stíflumannvirkja við Kárahnjúka og Eyjabakka. Viggó situr í stofu í íbúð sinni þegar við lítum inn. Harmonikurnarhans eru á gólfinu og standur undir rafmagnsnikkuna stendur í horni stofunnar. Myndarlegur magnari stendureinnig við vegginn og ofan á honum ýmis tæki og snúrursem fylgja raftengdum hljóðfærum nútímans. Uppiávegg ermál- verksem börnin hans gáfu honum. Myndin er máluð eftir Ijósmynd af honum sjálfum fráyngri árum með hnullunginn Fullsterkí fanginu. í hillum eru fjölskyldumyndir og lítil gyllt eftirlíking af risajarðýtunni Cater- pillarD 11. Viggó líturglettnum augum á spyrjandann þegar við förum að ræða sambúð hans og harmonikunnarígegnum lífið. Hann viður- kennir fúslega að hún hafi verið lífsföru- nautur hans í þeim skilningi að hann hafi alla tíð átt harmoniku og varla hafi liðið sú vika að hann tæki ekki eitthvað íhana. Sér- staklega hafi hún seinni árin veitt honum mikla lífsfýllingu og verið hans tómstunda- gaman og afþreying. Óskaði sér undir regnboganum Það er ekki gott að segja hvenær áhuginn fyrir harmonikunni vaknaði. Ég er að minnsta kosti búinn að gleyma því. En ég man að hún var mér ofarlega í huga þegar ég var að smala sem strákur heima á Broddadalsá og lenti í rigningarskúr. Þá kom svona sérstakur regnbogi sem mér fannst ég geta farið undir endann á. Ég hafði heyrt að sá gæti óskað sér sem kæm- ist undir endann á regnboga. Þar sem ég stóð þarna rennblautur í smalamennskunni og hefði kannski átt að óska mér þægra kinda eða búsældar sveitamannsins kom mér allt annað í hug. Ég man að ég óskaði mér tveggja hluta. Að ég myndi eignast harmoniku og bíl. Ég eignaðist fyrstu harmonikuna þegar ég var 16 ára. Ég man ekki nákvæmlega hvernig það bar til en foreldrar mínir höfðu mjög misjafnan áhuga á þessu hljóðfæri mínu. Pabbi sagði að ég myndi aldrei ná neinu Viggó spilar lagi á hljóðfærið en mamma var miklu jákvæðari og skildi þetta allt betur. Hún kenndi mér fyrstu gripin og ég átti í henni alltaf haukíhorni þegarkom að harmonik- unni einsog reyndar fleiru f lífinu. Hún hafði sjálf átt harmoniku og spilað á dansleikjum. Pabbi var hins vegar alveg laglaus og spil- aði ekki á hljóðfæri. Égveit ekki hvað varð um harmonikuna hennar mömmu. Hún tal- aði aldrei um það. Mig grunar að pabba hafi ekkert verið um það gefið að hún væri að spila og allra síst á böllum. Þessi fyrsta harmonika mfn var lítil, ein sú minnsta sem þá fékkst hér á landi og ég átti hana ekki lengi. Þá fór ég suður og keypti aðra stærri og betri. Harmonikan eina hljóðfærið á böllunum Ég hef líklega verið 18 ára þegar ég fór að spila á böllum. Það var norður í Djúpuvík þarsem mikið síldarævintýri var f gangi og égvaraðvinna eittsumarísíldinni. Haldin voru böll um hverja helgi í kvennabragg- anum og við skiptumst á að spila, ég og Magnús Benediktsson sem kallaður var Maggi póstur. Ég minnist þess ekki að nokkuð hafi verið greitt fyrir þessi böll, ég held ekki. Við gerðum þetta alveg eins okkur til skemmtunar. Svo var ég að spila á böllum í sveitinni heima bæði í samkomu- húsinu við Fjarðarhorn í Kollafirði, inni í Bitru og víðar. Á þessum árum var harmonikan eina hljóð- færið á dansleikjum. í raun voru engin önnur hljóðfæri sem almenningur hafði aðgang að eða kunni á nema orgelin og þau voru ekki mjög meðfærileg. Gítarar eða blásturshljóðfæri þekktust varla og voru 8

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.