Harmonikublaðið - 01.12.2009, Síða 11

Harmonikublaðið - 01.12.2009, Síða 11
Gísli Sigurbergur Gíslason f. 30.07.1939 d. 25.06.2009 Vinur okkar og félagi Gísli Sigurbergur Gíslason andaðist á Fjórdungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 25. júní síðastliðinn eftir erfið veikindi. Gísli Beggi eins og hann var alltaf kall- aður var einn af stofnendum Félags harm- onikuunnenda í Norðfirði og starfaði óslitið með félaginu nánast til dauðadags ásamt því að sitja í stjórn félagsins til margra ára. Gísli Beggi var traustur félagi, alltaf kátur og hress og missti nánast aldrei af æfingu nema þegar hann þurfti að bregða sér í burtu frá Neskaupstað en hér kunni hann best við sig og var aldrei lengi í burtu. Hann var mjög músikalskur, hafði gaman af allri tónlist og á sínum yngri árum spilaði hann á trompet í Lúðrasveit Nes- kaupstaðarogvar þareinn af stofnfélögum þegar lúðrasveitin var stofnuð árið 1954. En harmonikan var aldrei langt undan og naut hann þess að spila á hana og var alla tíð virkur í félaginu og spilaði með í harmonikuhljómsveitinni okkar. En hann var nákvæmur ogvildi gera allt vet sem hann tók að sér og til þess þurfti að æfa. Á slaginu kl. 20 hvert mánudags- kvöld var hann mættur með hljóðfærið sitt á æfingu, alltaf vel undirbúinn og tilbúinn aðtakastá við alltsem stjórnandinn lagði fyrir hópinn. Viðfélagarhans ÍF.H.U.N. eigum margar góðar minningar um Gísla Begga frá æfingum, ferðum sem við fórum í saman á landsmót og ekki má heldur gleyma ferðum okkar til Færeyja. Hann var alltaf hrókur alls fagnaðar en tók hlutverk sitt samt mjög alvarlega. Félag harmonikuunnenda í Norðfirði var stofnað 1. maí 1980 og undanfarin mörg ár hefur það verið fastur liður hjá félaginu að spila við 1. maí hátíðahöldin í Neskaup- stað. Að spilamennsku lokinni drekkum við félagarnir svo saman afmæliskaffi og höldum þannig upp á afmæli félags okkar ásamt því að taka þátt í hátíðahöldum dagsins. Svona var það einnig þetta árið og að lokinni spilamennsku settumst við niður drukkum afmæliskaffið og röbbuðum saman. En þennan dagvarokkuröllum Ijóst að Gísli Beggi var mikið veikur en hann lauk því sem hann hafði byrjað á og gerði það með heiðri og sóma eins og hans var von og vísa. En daginn eftir, 2. maí, þegarvið héldum upp á Dag Harmonikunnar fengum við boð um að Gísli væri mikið veikur og gæti ekki verið með okkur. Við héldum samt okkar striki þennan dag þó erfitt væri vitandi hvað væri að gerast enda hefði það ekki verið í anda Gísla Begga að fara að slá eitthvað af sem búið var að ákveða. r \ Með þessum fátæklegu orðum viljum við félagar Gísla Begga votta honum virð- ingu okkar og þakka honum fyrir allar ánægjulegu samverustundirnar. Gísli var jarðsunginn frá Norðfjarðar- kirkju 2. júlí og á undan athöfninni spil- uðum við félagar hans nokkur lög í kirkj- unni honum til heiðurs. Guðrúnu og fjölskyldu vottum við okkar innilegustu samúð. Félagar í Félagi harmonikuunnenda Norðfirði Eftirminnilegir tónleikar í Hömrum Það var mikill viðburður ísögu Harmoniku- félags Vestfjarða ervið fengum íheimsókn dagana 1.-3. júní sl. stórkostlega harmo- nikuhljómsveitfrá Bæjaralandi. Þessi þýsku ungmenni heilluðu troðfullan saltónleika- gesta gjörsamlega með sínum frábæra tónlistarflutningi á tónleikum í Hömrum 2. júní. Efnisskráin var fjölbreytt, allt frá Brand- enborgarkonsert j.S.Bach og Blue Tango LeroyAndersonstilAconcagua, Astor Piaz- zolla. Sérlega hrífandi var útsetning og flutningur íslenska þjóðsöngsins. Einleik- arinn, Konstantín Ischenko, margverð- launaður snillingur, hreif viðstadda með stórkostlegum flutningi erfiðra verka. Ég vil sérstaklega þakka Guðmundi Samú- elssyni að sýna okkur þann heiður að koma með þessa stórkostlegu listamenn hingað vestur. ÁsgeirS. Sigurðsson 11

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.