Harmonikublaðið - 01.12.2009, Side 12

Harmonikublaðið - 01.12.2009, Side 12
Haustkvöld í Svartaskógi Égvarð þeirraránægju aðnjótandi að fá tækifæri til þess að sækja heim þessa hressu sveit manna, sem standa vörð um hagsmuni og velgengni harmonikunnar á Héraði, já þetta voru þeir félagar f Harmo- nikufélagi Héraðsbúa. Við Hjálmar lentum á flugvellinum á Egilsstöðum kl. 17:00 föstud. 19. sept. Ekki þurftum við að bíða lengi, þegar við sáum mann koma á harðahlaupum, var þar kom- inn sjálfur formaður S.Í.H.U. Jónas Þór en hann var kominn til að sækja okkur og fara með okkuríSvartaskóg, en þarátti að halda aðalfund S.Í.H.U. Jónas virtist vera að flýta sér einhver ósköp, eða kannski er hann bara alltaf svona, hann keyrði hrattogtalaði enn hraðar, þannig að það situr nú ekki mikið eftir úr þessari bílferð annað en það að hann benti okkurágult hús upp í einhverri fjalls- hlfð og sagði þetta er sumarbústaðurinn minn og þarna er líka hjólhýsið mitt. Líklega eitthvert dýrasta hjólhýsi í heimi sagði Jónas. Já, já hugsaði ég með mér, Jónas er þá líldega einn af ríkustu mönnum á Austur- landi, skyldi hann hafa verið í útrás, eða er hann kannski einn af þessum útrásarvík- ingum, þessum hugsunum mfnum var í engu svarað, en mér fannst samt yfirbragð Jón- asar ekki bera þess vott að hann væri auð- maður hvorki í fasi né klæðaburði. Ég ákvað samt að vera ekkert að hugsa um þetta meira, því nú vorum við komin í Svartaskóg og fólk farið að tínast að. Kl.19:00 var kvöldverður í boði Harm- onikufélags Héraðsbúa, sem betur fer var ekki um skipulagða dagskrá um kvöldið að ræða, en eftir kvöldmat heyrði ég að form. S.Í.H.U. var að boða stjórnarmenn á fund og hefur hann eflaust hellt upp á könnuna fyrir þau og að sjálfsögðu notað til þess kaffi og gamaldags EXPORT. Við HjálmarogÁsgerðurdrógum nú fram nikkurnar ásamt Grétari, Elísabetu og Guð- nýju. Fleiri bættust svo íhópinn, varspilað, dansað og sungið f u.þ.b. eina Idukkustund, kom þá veitingamaðurinn askvaðandi og var hann vægast sagt mjög dularfullur, bað hann okkur að hætta að spila strax og koma með sér í smá göngutúr með nikkurnar. Ekki þorðumviðannaðen hlýða þessu þvívert- inn hefurauðvitað öllvöld íhendi sér. Með nikkurnar framan á okkur, örkuðum við með honum upp í fjallshlíðina en gangstígurinn var allur upplýstur með kertaljósum, komum við loks að ævintýralegum Ijósum prýddum palli sem var í svolitlu skógarrjóðri, þar voru spiluð nokkur lög og sungið dátt, þvílík stemming, þessari ævintýralegu rómantísku stund gleymi égaldrei. Þegarhérvarkomið var farið aftur inn í hús og þá tóku heima- menn og fleiri við og var spilað og dansað fram á nótt. Laugardagurinn rann upp. Birkiilmurinn og haustlitirnir runnu saman í eitt, það var ekki hægt annað en verða djúpt snortinn af allri þessari ótrúlegu fegurð. Eftir morgun- mat um kl. 11 var farið með maka fundar- manna í rútuferð með fararstjóra, síðan hófst aðalfundurinn. Ég hef aldrei verið á málefnalegri aðalfundi þar sem svo margir höfðu skoðanirá málum og létu þæróspart íljós, auðvitað vartekistá ogsmá skammir og svoleiðis en þannig á það að vera. Já þetta var virkilega góður aðalfundur þar sem tekist var á um mál á heiðarlegan hátt ogallirskildu sáttir. Hátíðarkvöldverðurvar kl. 19:00 þrfréttaður og ekkert skorið við nögl, milli rétta voru skemmtiatriði, ungir og aldnir nemendur léku á harmonikur, brandarar sagðir og fjöldasöngur. Gutt- ormur Sigfússon var heiðraður, síðan var slegið upp balli og dansað fram á nótt. Sunnudagurinn var heimfarardagur og eftir morgunverð fór fólk að tínast burt. Við pökkuðum niður og hugsuðum með okkur að nú væri þessi vel heppnaða helgi að baki, en svo var nú aldeilis ekki, rúsínan í pylsu- endanum var eftir. Við áttum flug heim kl. 14:10 og hefðum þurft að bfða úti á flugvelli ítvo tíma en til þess kom þó ekki, því Jón og Anna sem búa á Egilsstöðum buðust til að keyra okkur út á flugvöll. Þegar við fórum að nálgast Egilsstaði spurðu þau hvortvið vildum bara ekki koma með þeim heim frekar en bíða úti á flugvelli, við þökkuðum gott boð. Á meðan við drukkum kaffið hjá þeim, sögðu þau hjón okkur sögur úr hér- aðinu. Þau eru fróð um umhverfi sitt og segja skemmtilega frá, Anna varfararstjóri ímakaferðinniogjónvarfulltrúiáfundinum. Þau sögðust eiga lítinn bát og veiða allan fisktil heimilisins og vel það. Þegar hér var komið sögu spurði Anna hvort við vildum ekki borða með þeim saltfisk og kartöflur í hádeginu, en Jón verkar allan fisk sjálfur. Við þáðum það og sjáum ekki eftir þvf, betri saltfisk höfum við ekki fengið í áratugi. Meðan Anna var að elda kom gestur að svaladyrunum og opnaði Jón fyrir honum en þarna var kominn köttur sem Jón sagði að hefði líklega átt heima þarna á undan þeim. Kattamatur var í skál við dyrnar en kisi leit ekki við honum svo Jón spurði Önnu hvort hún ætti ekki fisk handa honum, jú jú hann fékk fiskinn ogvildi svo bara komast út. Jón opnaði fyrir kettinum, þakkaði honum fyrir komuna og sagði að hann stoppaði aldrei lengi greyið. Nú var komið að kveðjustund, við kvöddum þessi indælu hjón sem kunna svo vel að láta gestum sínum Ifða vel, þetta var sönn íslensk gestrisni og við fundum það svo vel að við höfðum eignast góða vini á Egilsstöðum, hjartans þakkir. Ef einhver hefur verið að hugsa um það, að breyta þurfi formi aðalfunda segi ég hiklaust NEI svona á að gera þetta. En ekki má láta okkur í Reykvfkurfélög- unum gjalda þessaðvið búum íhöfuðborg- inni, þaðeralltílagi þóeinn ogeinnfundur sé haldinn hér þó hann verði ekki nákvæm- lega eins og þeir á landsbyggðinni, þá geta þeir líka verið skemmtilegir og góðir. Ef landsbyggðarfólk hefur ekki áhuga á þvf að sækja fundi með okkur hér í Reykjavfk eða t.d. ungmennamót og njóta þess sem við höfum upp á að bjóða, þá sé ég ekki hvað við höfum að gera í Landssamtökum. Oft varégminntá það þessa helgi að það væru tólf ár síðan við höfðum verið þarna á aðal- fundi, getur það verið, mér finnst svo stutt síðan, svona rétt eins og maður væri að vakna af löngum værum blundi. Vinum okkará Egilsstöðum ogöllum sem voru í Svartaskógi þessa helgi sendum við okkar bestu kveðjur. Gudrún Gudjónsdóttirform. Harmonikufélags Reykjavíkur 12

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.