Harmonikublaðið - 01.12.2009, Qupperneq 13
„Gileyrargengid" íTálknafirBi
„Gileyrargengið" F.v.: Torfi Andrésson, Hannes Bjarnason, BenediktG. Benediktsson og Eggert Björnsson
ÁGileyri íTálknafirði hittast fjórir félagar
á miðvikudögum til að spila saman á harmo-
niku. Að sögn húsráðanda á Gileyri, Torfa
Andréssonar, má mikið ganga á til að þessir
spilatímar falli niður. Auk Torfa kemur
Hannes Bjarnason úrTálknafirði, frá Bíldu-
dal kemur Benedikt G. Benediktsson og
Eggert Björnsson frá Patreksfirði. Allir spila
þeir á pfanóharmonikur og æfingarnar eru
miðaðarvið það.
Þarfyrirutan eiga
þeir Eggert og
Benedikt ein-
faldar hnappa-
harmonikur sem
þeirhafastundum
meðogspilafyrir
hina. Sá hængur
er þó á þessu að
þeir geta ekki
spilað saman, því
þessar einföldu
diatoniskuharmo-
nikur eru bara
stilltar í eina tón-
tegund. Þarna er
önnur stillt í G og
hin í E, svo sam-
spil er útilokað.
Þessar harmo-
nikur komu tals-
vert hingað til
lands með norskum hvalveiðimönnum. Á
Vestfjörðum voru margar hvalveiðistöðvar
starfandi í loki9. aldarogfram á þá 20. Þar
af ein á Suðureyri íTálknafirði.
En aftur að samspilinu. Þeir hafa hist
þarna í um tvö ár, en áður höfðu Hannes og
Benedikt hist af og til og spilað saman á
Bíldudal. Það er Eggert sem hefur komið
með nótur og spólur fyrir æfingarnar, en
þær fékk hann hjá Karli Jónatanssyni, sem
hann hitti í Hveragerði. Hann segir þá hafa
spjallað saman eina kvöldstund og Karl
sendi honum svo ein fimm tög á spólu og
jafnframt nóturnar með fingrasetningu, en
Eggert segir hana nú fara svolítið tvist og
bast hjá þeim. Það er misjafnt hvort félag-
arnir nota nóturnareða spólurnaren niður-
staðan er sú að þeir æfa þessi lög, sem hluta
af prógrammi kvöldsins. Þetta ferfram íhinu
besta bróðerni og allir hafa þeir mikla
skemmtun af þessu.
Það er mætt á staðinn um áttaleytið og
strax tekið til við æfingarnar. Fyrri hluti
kvöldsins fer yfirleitt í skipulegaræfingará
þeim lögum sem eru á dagskrá hverju sinni.
Svo er kaffi og spjallað um heima og geima,
t.d. um harmonikutónlist! Svo er tekið til
aftur, þá oft spilað af fingrum fram eða ef
þörf er talin á farið betur yfir æfingarnar.
Lögin frá Karli Jónatans eru í röddum og það
er næst á dagskrá að fara að skoða þær
betur. Eggert segir það hafa skipt miklu máli
að hafa fengið þessa aðstoð og útsetning-
arnar frá honum og þeir félagar senda Karli
kveðju og þakkir með þessum línum.
Þeirtelja fulla ástæðu til þess að halda
æfingunum áfram, því fyrir nokkrum ára-
tugum voru fjölmargir sem spiluðu á harm-
oniku á þessum slóðum en þeim hefur farið
mjög fækkandi. Þvf sé engin ástæða til ann-
ars en æfa áfram. Þrír félaganna eru með-
limir í Harmonikufélagi Vestfjarða, en þar
sem starfsemi þess erað mestu bundin við
ísafjarðarsvæðið þá ná þeir ekki að starfa
með félaginu að æfingum. Þær skiptast
reyndar í hópa á norðursvæðinu líka, því
Dýrfirðingar æfa sérstakan hóp og ísfirð-
ingar annan.
Eftilvillmun Gileyrarhópurinn seinna
færa út kvíarnar ogfá fleiri til liðs við hópinn
en engin ákvörðun liggurfyrirum það. Eins
og er una þeir glaðir við sitt og segjast allir
hafa mjög gaman af þvf að hittast og glíma
við músikverkefnin. Sömuleiðis liggur ekk-
ertfyrir um tónleikahald á næstunni.en hver
veit? Það vantar alltaf atriði á þorrablótin
og núna er einmitt rýmilegur tími til að æfa
fyrir þorrann.
Gaman væri að heyra af fleiri óformlegum
hópum harmonikuspilara. Þeir finnast
nefnilega víða og eru þýðingarmikill þáttur
í músiklífi þjóðarinnar.
Pétur Bjarnason
Benni og Eddi með einföldu harmonikurnar. Það erþó mikil einfeldni að halda að
þeir geti spilað saman á þær, en uppstillingin er fyrir blaðið
13