Harmonikublaðið - 01.12.2009, Side 18
Cellini Luttbeg
Fágætt eintak \ safni Ásgeirs S. Sigurðssonar
Á liðnum árum höfum við Ásgeir S. Sig-
urðsson á ísafirði haft með okkursamstarf
um að leita að áhugaverðum harmonikum
á ýmsum erlendum vefsvæðum, einkum þó
á uppboðsvefnum Ebay. Ég hef látiðÁsgeir
vita ef ég hef rekist á merkilegar harmonikur
og síðan boðið í þær fyrir hann og oft hreppt
þær þó stundum hafi það ekki tekist, enda
margir um boðið í víðum netheimi. Eins
hefurhann ofthringtefhann hefurrekistá
harmonikur. Þannig höfum við sameiginlega
náð að kaupa hátt á annan tug hljóðfæra,
mörg þeirra dýrmæt og má þar nefna m.a.
Magdeborgarspil, einstaka díatóniska
harmoniku frá nftjándu öld, sem fékkst á
þokkalegu verði á sfnum tíma.
Rétt fyrir síðustu áramót hringdi ég í
Ásgeirogsagði honum frá merkilegum grip,
harmoniku sem merkt var Cellini Luttbeg,
sem væri með píanóborð bæði í diskant og
bassa. Ásgeir varð að sjálfsögðu óður og
uppvægur enda safnari af guðs náð. Ég
bauð svo íharmonikuna fyrir hann og náði
að verða hæstbjóðandi en boðið náði ekki
lágmarksverði og því dugði þetta ekki til.
Eftir samninga við seljandann náðist þó
saman að lokum ogÁsgeir fékk þennan grip
í safnið. Þar réði miklu góðvild seljandans,
því hann er sölumaður í hjáverkum en seg-
ist vera áhugamaður um að ná í góða gripi
ogkoma þeim ívarðveislu. Þvíleisthonum
velá að koma harmonikunni á safn þarsem
henni yrði sýnd tilhlýðileg virðing. Hann
heitir Travis Joles og fyrirtæki hans heitir
Mintvintagetoys í Montana USA. Netið hefur
fjarlægt flest landamæri og auðveldað við-
skipti milli fjarlægra staða. Að sögn Travis
voru tvö söfn önnur sem vildu fá harmonik-
una, en hann taldi sig skuldbundinn af
bréfaskiptum okkar og stóð við sitt, þrátt
fyrir nokkrar tafir vegna erfiðleika á yfir-
færslu peninga sem tókst þó að yfirstíga.
Með þessum ágæta grip fylgdu síðan
ýmsar upplýsingar, meðal annars umsókn
um einkaleyfi frá árinu 1931 á framleiðslu
slíkra hljóðfæra. Umsóknin er dagsett 29.
september 1929 og er númer 1.825.407.
Framleiddarvoru 12 harmonikurafþessari
gerð, en höfundur þeirra hét Max Luttbeg.
Max þessi var reyndar þekktur glfmukappi
á yngri árum sínum og vann meistaratitil í
New York borg skv. frétt í New YorkTimes,
4. okt. 1889. Seljandinn hefur það eftir
barnabarni Max, Ron Reichard, sem er
sjálfur tónlistarmaður, að af þessum tólf
harmonikum sé aðeins vitað um sjö á
söfnum víðs vegar en þessi tiltekna
harmonika hafi verið sú fyrsta í röð-
inni, handsmíðuð (prótotýpa) ogsú
sem Max Luttbeg notaði sjálfur.
Þessa sér stað á grillinu, að sögn
Ásgeirs, þar sem sjá má að munstrið
hefur ekki gengið nákvæmlega upp
samkvæmtteikningu á grillinu, sem
er handsmíðað. Næstu ellefu undir
þessu vörumerki voru svo fram-
leiddar í kjölfarið á þessari.
Aftur var skrásett einkaleyfi árið
1933 á endurbættri útgáfu á harm-
oniku af þessari gerð og þriðja einkaleyfið
skráð af Max Luttbeg árið 1940, þar sem
um erað ræða harmoniku með hefðbundið
bassaborð en að því er virðist nýja upp-
röðun á tónstokkunum.
Cellini var harmonikuframleiðandi á
þessum tfma í USA og líldegt er að Max
Luttbeg hafi samið fyrst við það fyrirtæki
um framleiðsluna og þá hafi heitið orðið
Cellini - Luttbeg. Þó hefur Ifka fundist ein-
taksömu gerðar sem er merkt Bertini - Lutt-
beg. Fyrrnefnt barnabarn harmonikusmiðs-
ins segir að réttindin hafi svo verið seld til
Soprani og þá varð til heitið Soprani - Lutt-
beg.
í auglýsingu ÍThe Music Trade Rewiew
frá árinu 1932 eru öll þessi nöfn auglýst
sameiginlega, hvert hjá sínum seljanda f
Chicago ogNewYork, þ.e. Cellini - Luttbeg,
Soprani - LuttbegogBertini - Luttbeg. Þar
er m.a. auglýst: „Hin nýja Luttbeg tækni,
þar sem píanóborð kemur ístað gamaldags
bassaborðs". Gæði hins nýja verkfæris eru
lofuð í hástert: „Hundrað prósent píanó-
borð fyrir bassa jafnt sem diskant. Engir
truflandi hnappar...Leikið á þetta hljóðfæri
nákvæmlega eins og píanó.“ Pfanóleikurum
ertilkynntað þeir muni innan tveggja vikna
geta náð fullum tökum á hljóðfærinu og
leikið á það engu síður en á píanóið.
Hins vegar sýnist, þrátt fyrir þessi fögru
fyrirheit, að þetta sérstæða hljóðfæri hafi
ekki náð almennum vinsældum og því fyrir-
finnst það það hvergi f dag, nema sem safn-
gripur. Það erýmislegtá hutdu um hvernig
eðaá hverra vegum þessartólffyrstu harm-
onikur voru framleiddar. Þærvoru þó hinar
fyrstu þessarar tegundar og harmonikan
sem hingað er komin var í einkaeign höf-
undarins og sérstök í tónlistarsögunni. Hún
hefur þvf ómetanlegt söfnunargildi. Þessi
saga og hljóðfærið minnir reyndar svolítið
áTónalfn, íslensku harmonikuna sem áður
hefur verið getið um í Harmonikublaðinu,
þó það ævintýri hafi ekki komist jafnlangt
og þetta virðist hafa gert.
Þegar harmonikan komst í hendur
Ásgeirs sá töluvert á henni, einkum grillinu,
sem var illa farið, en hann tók hana til með-
ferðar á verkstæði sínu og í sumar var hún
til sýnis á safninu í Neðstakaupstað þar
sem Ásgeir situr við harmonikuviðgerðir í
þeirri deild sem er helguð harmonikusafni
hans og viðgerðarverkstæði sem því
fylgir.
Með þessu greinarkorni er ekki gerð til-
raun til að gera sögu þessarar harmoniku
skil, heldur fyrst og fremst að vekja athygli
á þvíað hún er komin hingað til lands. Það
væri hins vegar skemmtilegt viðfangsefni
að kanna þetta efni betur. í þróun harmo-
nikunnar hafa ýmis nýmæli verið reynd og
þau hafa reynst misvel. Best virðist hafa
gefist að fylgja hefðunum ogstefna heldur
að endurbótum á tóngæðum og mekanisma
hefðbundinna hljóðfæra fremur en byltingar-
kenndum breytingum.
Harmonikusafnið í Sjóminjasafninu í
Neðstakaupstað ogÁsgeirað störfum þar,
hefur vakið mikla athygli erlendra ferða-
manna, en þeir koma þarna hundruðum
saman af erlendum skemmtiferðaskipum.
Margir hafa skoðað og myndað þessa sér-
stæðu harmoniku sérstaklega, enda á hún
heiðurssess í safninu.
Með tilkomu þessarar harmoniku í ein-
stakt safn Ásgeirs aukast enn rökfyrir því
að heimsækja hann á ísafjörð og skoða
safnið.
Pétur Bjarnason
18