Harmonikublaðið - 01.05.2010, Side 3
Frá ábyrgdarmanni
( . 'N
Harmonikublaðið
ISSN 1670-200X
Ábyrgðarmaður:
Gunnar Kvaran,
Álfaland 7,108 Reykjavík
Sími 568 3670, netfang: alf7@mi.is
Prentvinnsla:
Héraðsprent, Egilsstöðum, www.heradsprent.is
Netfang: print@heradsprent.is
Forsíðumynd:
Keppendurá Harmonikumeistaranum 2010.
Meðal efnis:
- Erindi haldið að Núpi ÍDýrafirði
- Tilkynning um haustfund SÍHU
- Að standa eða sitja? - jörgen Sundeqvist
- Guðmundur E. Jóhannsson - Minning
- Róbert Nikuiásson
- Sigurður Þorvaldsson • Minning
- Vals fyrir Hreinsa e. Gunnar Kvaran
- Harmonikumeistarinn 2010
- Þórir Jóhannsson ■ Kveðja frá HUH
- Þegar amma var ung!
- Saga harmonikunnar 1 - Pétur Bjarnason
- Við ferjustaðinn
Auglýsingaverð:
Baksída 1/1 síöa kr. 23.000
1/2 sída kr. 15.000
Innsíður 1/1 síöa kr. 18.400
1/2 sída kr. 11.500
1/4 síða kr. 6.700
1/8 síða kr. 4.600
Smáauglýsingar kr. 2.500
Efni í næsta blað sem kemur út íseptember 2010,
þarfað berastfyrir miðjan ágúst20io.
V_________________________________________)
Heil og sæl öllsömul!
Nú hefst með útgáfu þessa blaðs annað
árið sem undirritaður sér um útgáfu
blaðsins, ásamt góðum félögum úrstjórn
sambandsins.
Síðasta ár var skemmtilegt hvað varðar
blaðaúgáfuna og það var gaman að
heyra frá þeim sem hafa tjáð sig um efni
og útlit blaðsins, hvað þeir hafa verið
jákvæðiroghvattokkurtildáða.Töluverð
vinna hefur verið lögð í að yfirfara áskrift-
arlista og taka út þá aðila sem fyrir ein-
hverjar sakir hafa enn verið á skrá, þrátt
fyrir að svo eigi ekki að vera. Innheimta
áskriftargjalda er með besta móti og er
það von okkarerað blaðinu stöndum að
þannig verði það áfram. Einnig hefur
stjórnin verið ötul við að gera allt til að
lokka nýja áskrifendur að btaðinu og er
það von okkar að aðildarfélögin og
harmonikuunnendur almennt verði
okkur hjálplegir við að afla nýrra áskrif-
enda. Árið 2009 var lítilsháttar tekjuaf-
gangur af útgáfu blaðsins og er það
vel.
Um efni þeirra blaða sem komu út á síð-
asta ári má eflaust deila, en það er
skoðun mfn að þærgreinarsem blaðinu
bárust til birtingar hafi verið mjög góðar.
Þeir sem hafa ritað þær hafi lagt sig fram
um aðvandaveltilverksins.Við sem að
útgáfunni stöndum viljum senda þessu
ágæta fólki okkar bestu þakkir fyrir skjót
viðbrögð, þegar tii þeirra var leitað um
að skrifa í blaðið og er það von okkar að
allir þeir sem eiga eitthvert efni til birt-
ingar í næstu blöðum liggi ekki á því
heldur sendi það til blaðsins. Eins vill
undirritaður ítreka það við velunnara
blaðsins að hafa augun opin fyrir fyrir-
tækjum og einstaklingum sem sæju sér
hag í því að auglýsa í Harmoniku-
blaðinu.
Nú er það öllum Ijóst er lesa þetta blað
að búið er að ákveða dagsetningar þeirra
sumarhátíða sem nokkur af aðildar-
félögum S.Í.H.U. standa fyrir og verður
eflaust fjölmennt á þessar hátíðar eins
og undanfarin ár og tel ég því tímabært
fyrir lesendur blaðsins að fara að undir-
búa sig fyrir átök sumarsins.
Að lokum vill ritstjórn þakka öllu þvígóða
fólki sem hvatt hefur okkur til dáða, sent
skemmtilegt og umfram altt fróðlegt efni
til birtingar í Harmonikubiaðinu og þeim
er hafa auglýst í blaðinu okkar.
Gleðilegtsumar,
Gunnar Kvaran
3