Harmonikublaðið - 01.05.2010, Side 6
Að standa eða sitja?
jörgen Sundeqvist veltir fyrir sér mikilvægum atriðum
da: T4T íit'W
í síðasta tölublaði velti hann Jörgen Sun-
deqvist því fyrir sér hvort að harmoniku-
leikarar ættu alltaf að vera síbrosandi á
meðan þeir spiluðu á sviði. í þessari grein
er hins vegar spurningin hvort að harm-
onikuleikarar eiga að sitja eða standa
þegar þeir spila.
Það eru þó nokkrir sem halda því fram að
ef maður geti ekki staðið á sviði og spilað
þá hafi maður einfaldlega ekkert á sviðið
að gera. Með öðrum orðum, þeir sem geta
eitthvað standa en minni spámenn sitja.
Þetta er samt nokkuð fast að orði kveðið.
Sjálfsagt er fallegt að horfa á flutning þar
sem tónlistarmaðurinn stendur og leikur
af innlifun en við verðum samt að vera
raunsæ. Hvort staðið er eða setið veltur
að mestu á því hvaða tónlist er verið að
leika og hvernig. Einnig spilar inní þetta
hvers konar stórleik er um að ræða og ekki
síst hversu þung harmonikan er. Nú kunna
einhverjir að spyrja hvort að það eigi ekki
bara alltaf að standa og skipta út þyngra
hljóðfæri fyrir léttara. Það er nú hreinasta
þvæla. Ákveðin tónlist krefst ákveðinna
hljóðfæra, svo einfalt er það. Það er til
dæmis ekki hægt að spila flókið konsert-
stykki á tveggja kóra Bengts Junior harm-
oniku bara af því maður ætlar að standa.
Það gengur aldrei.
Þegar á hólminn er komið fjallar þetta um
tónlistina sem flutt er, hvorki meira né
minna. Hún ein gildir og við skulum ekki
gera lítið úr henni á kostnað leikrænna
tilburða. Þá erum við fyrst alveg úti að aka.
Það má samt ekki misskilja mig þannig að
ég sé á móti leikrænum tilburðum í harm-
onikuleik á sviði.
Sé staðið á meðan maður spilar án þess
að tónlistin gjaldi þess á nokkurn hátt þá
er það svo sem í besta lagi. En ef maður
er að spila verk sem útheimtir sérlega gott
vald á hljóðfærinu, góða tjáningu og ein-
beitingu er líklega vænlegra að sitja.
Til dæmis þegar maður stendur og dregur
belginn þá skerðist jafnvægið í hlutfalli við
útþensluna og samtímis minnkar valdið
sem maður hefur á hljóðfærinu, sér í lagi
þegar spiluð eru hrifnæm lög eða laga-
bútar. í þessu tilviki geta allir gert sér grein
fyrir útkomunni, þetta gengur alls ekki
upp.
Hugsið ykkur alla þá harmonikuleikara sem
hafa staðið og leikið danstónlist ár eftir ár.
í samanburði við nútíma harmonikur eru
hljóðfæri þeirra vissulega minni, léttari og
þar af leiðandi meðfærilegri en margir hafa
samt glfmt við afleiðingarnar sem eru oft-
ast vandamál í baki og/eða hnakka.
Ef til væri hópur tónlistarmanna sem ætti
skilyrðislausan rétt á að sitja við listiðkun
sína, þá væru það harmonikuleikarar. Við
eins og aðrir viljum koma ívegfyrir heilsu-
fjandsamlegt starfsumhverfi.
Það má margt laga og bæta t.d. með því
að aðlaga ólar hljóðfærisins, sitja rétt og
nota rétt grip. Jafnframt sjá til þess að
lengra sé í hægri ólinni en þeirri vinstri,
þannig að nótnaborðið sé beint undir hök-
unni. Þó ber að hafa f huga að stilla ólarnar
þannig að hljóðfærið haldist sem næst
líkamanum, og verði jafnvel eins og hluti
af honum. Hljóðfærið má ekki hanga og
danglast niður að hnjám. Sitið bein íbaki,
vel fram á stólbrúnina samt þannig að
þægilegt sé. Rétt grip er mjög mikilvægt
og gætið þess sérstaklega að hægri höndin
sé á réttum stað. Setjið oinbogann aðeins
út og þá skal höndin vera bein á nótnaborð-
inu.
Gætið sérstaklega að þvf að bassaólin sé
vel strekkt svo að vinstri hendin sé ekki
laus þegar belgurinn er þaninn út og inn.
Ef þið hugið að öllum þessum mildvægu
atriðum er ég sannfærður um að spila-
mennskan ykkar verður mun skemmtilegri
og töluvert þægilegri.
Birtmeð góðfúslegu leyfi
Jörgen Sundeqvist
’/i cn vwmyimm ymKtamrf
Harmonikuviðgerðir
Tek að mér viðgerðir á harmonikum
Gunnar Kvaran sími: 824-7610
6