Harmonikublaðið - 01.05.2010, Síða 7
Gudmundur E. Jóhannsson - Minningarorð
Fallinn er frá einn af stofnendum Félags
harmonikuunnenda f Reykjavík, Guðmundur
E. Jóhannsson.
Félagið átti því láni að fagna frá upphafi,
að meðal stofnfélaga var fólk eins og Guð-
mundur. Hann gerði mun meiri kröfur til
sjálfs sfn en félagsins. Hann var boðinn og
búinn að leggja því lið, hvort heldurvar að
hafa lyklavöld að æfingahúsnæði, sem
þurfti að opna þegar hljómsveitin þurfti að
æfa, eða sitja í miðasölunni á skemmtunum
félagsins. Ef Guðmundur tók eitthvað að
sér var óhætt að stóla á hann. Hann sá
fljótlega um aðgöngumiðasölu á skemmt-
unum félagsins og þar var ekkert hér um
bil í uppgjörinu. Ef eitthvað vantaði upp á
var skýringin sú að illa stóð á hjá ein-
hverjum stuðningsmanni félagsins. Hann
borgar það næst sagði Guðmundur. Og
þannig gekk það til. Guðmundur gat verið
neikvæðnin holdi klædd. Sérstaklega þegar
bryddað var upp á nýjungum í starfinu. Þá
sagði okkar maður: „Nei, það gengur
aldrei“ogfann þessu allttil foráttu En með
góðlátlegu spjalli, tókst honum fljótlega að
sjá bjartari hliðar og varð þá einlægur
stuðningsmaður. Hann tók engu sem gefnu,
en hafði þó ætíð fyrirvara.
Vinur hans til áratuga er Þórir Magnússon
trommuleikari, sem nú saknarvinar ístað.
Þeirvoru hinn óvenjulegi dúett FHUR. Guð-
mundur sá um aksturinn, en Þórir um
trommuleikinn. Á sumrum þegar útilegur
félagsmanna hófust mættu þeir með tjald,
en seinni árin með tjaldvagn. Þar leið tím-
inn í stóiskri ró við hljóm tvöfaldrar harm-
oniku Guðmundar, en undir burstaði Þórir
trommuna. Ljúfar veigarvoru f armlengd og
var þá glatt á hjalla. Guðmundur hafði
ágætis tóneyra eins og svo margir í hans
frændgarði. Hann var einn hina síðustu
geirfugla til leika á tvöfalda harmoniku.
Á 25 ára afmæli félagsins var Guðmundur
sæmdur silfurmerki félagsins, viðurkenn-
ingu sem hann hafði svo sannarlega unnið
fyrir og bar með stolti.
Hann var einlægur í sinni barnatrú og leitaði
hiklaust styrks þar þegar á móti blés og
Guðmundurátti ekki alltaf meðbyrað fagna
í lífinu, en hann átti góða að, sem voru
honum innan handarþegarþannigstóðá.
Elísabet Meyvantsdóttir, góður félagi í
FHUR, var ætíð tilbúin að leggja honum lið
f Iffsbaráttunni, sem oft var Guðmundi
óvægin. Enginn stóð þó beturvið bakið á
honum en Þórir Magnússon, sem af óend-
anlegri fórnfýsi aðstoðaði vin sinn sfðustu
árin, þegar mest á reyndi. Sfðustu árin urðu
Guðmundi mótdræg. Hann fékk slag fyrir
fimm árum og var bundinn við hjólastól eftir
það. Þrátt fyrir það létGuðmundursigekki
vanta á skemmtanir félagsins. Síðast í
janúar mætti hann á dansleik félagsins í
Breiðfirðingabúð.
Félagið sér á bak einum sinna tryggustu
félaga, en minningin um hann lifir.
Blessuð sé minningGuðmundar E. Jóhanns-
sonar.
F.h. Félags harmonikuunnenda
ÍReykjavík, Fridjón Hallgrímsson
Vatnslitir 21x30 sm
Sigurður Indriðason
Gary Blair
Get málað fyrir þig
VATNSLITA-
og/eða
OLÍUMYNDIR
Einnig
Teikningar
alls konar
Eða
þarftu ef til vill að láta
ðficaultlta
á bækur til gjafa, kort,
heiðurs- eða
viðurkenningarskjöl osfrv,
osfrv?
Ólafur Th Ólafsson
Lambhaga 26
800 Selfoss
Símar 482 1659 / 864 4756
Netfang:
oligyda@simnet.is
Vatnslitir 21x30 sm
Jawa 250 cc
Vatnslitir 21x30 sm
Eyðibær á Skaga
Olía 60x70 sm
Eyðibær í Skaftártungum.O
Vatnslitir 21x30 sm
Theodór Kristjánsson
Olía 60x70 sm
Vikingur frá Voðmúlastöðum
7