Harmonikublaðið - 01.05.2010, Side 12
Harmonikumeistarinn 2010
Stórmerkur dagur rann upp bjartur og fagur.
Eldgos ogdrunur í Eyjafjallajökli voru víðs
fjarri höfuðborgarsvæðinu, en spenna tók
að magnast er stór stund nálgaðist kl. 14
suður í Garðabæ, þann 17. apríl síðastlið-
inn. Ugglaust hefur örlað á óróa meðal
væntanlegra keppenda rétt fyrir alvöruna
þó svo hann hafi ekki komið fram á
mælum.
Samband íslenskra harmonikuunnenda
með formanninn Jónas Þór Jóhannsson í
fararbroddi kom sennilega flestum á óvart
með því að standa fyrir keppni í harmoniku-
leik. Með þeirri ákvörðun var brotið blað í
sögu S.Í.H.U. enda ekki fordæmi fyrir slíku
í sögu þess.
Efeinhver efast um gagnsemi keppna innan
harmonikugeiransersá hinn sami staddur
á villigötum að mínu mati. Það er mikill
áfangi þess er kennir á harmoniku að koma
nemanda í slíka keppni, f því liggur óum-
deilanlega mikill sigur. Nú voru liðin 11 ár
frá því að F.H.U.R. hélt hæfileikakeppni í
harmonikuleik og bar þann dag líka uppá
17. apríl en árið var 1999.
SalurTónlistarskólans í Garðabæ var þétt
skipaður áhorfendum, senan var skemmti-
lega skreytt með harmonikum, flygill skól-
ans fyrir miðju og merki landssambandsins.
Áhorfendabekkirnir eru í halla eins og f
kvikmyndahúsi, allir sjá því óþvingað yfir
senuna. íslenskt vor var í nánd og farfugl-
arnir farnir að streyma til landsins, og rétt
áður en ég gekk í salinn heyrði ég heiðlóu
syngja sitt dirrindí og stelkinn kvaka með
sfnum hvellu hljóðum. Ekki amalegt
áheyrnar fyrir keppnina.
Landssambandið valdi Friðjón Hallgrfms-
son framkvæmdastjóra fyrirsína hönd, og
kynni. Aðrir með honum í undirbúnings-
nefnd voru þeir Gunnar Kvaran og Val-
mundurlngi Pálsson. Dómararfkeppninni
voru þeir Bragi Hlfðberg, Einar Guðmunds-
son, German Khlopin og Sigurður Alfons-
son, allt valinkunnirtónlistarmenn. Keppt
var f þremur aldursflokkum, 12 ára ogyngri,
13 -16 ára og 17 ára og eldri. Alls 13 kepp-
endurvoru skráðirtil leiks víðsvegar að af
landinu. Leika varð 1 skyldulag í hverjum
flokki og svo annað verk að eigin vali.
Flokkur 12 ára og yngri, keppendur voru
eftirtaldir:
Ingimar Jónsson 12 ára - Aukalag Oh, Sus-
anna, kennari Reynir Jónasson
Guðbjörg Viðja Antonsdóttir 11 ára - Auka-
lagThe Big Parade, kennari Grétar Geirs-
son
Hjörtur Jarl Benediktsson 10 ára - Aukalag
William Tell, kennariVadim Fjodorov
Bergmann Óli Aðalsteinsson 12 ára - Auka-
12
lagWiggen polka, kennari Vadim Fjodorov
Erla Ellertsdóttir 12 ára - Aukalag Svölu-
polki, kennari Garðar Olgeirsson
Bergþóra Björk Jónsdóttir 12 ára - Aukalag
Rosa pá bal, kennari Gunnar Kvaran
Matthías Valdimarsson 12 ára - Aukalag
Ganglát frán Áppelbo, kennari Gunnar
Kvaran
Runólfur Bjarki Arnarsson 12 ára - Aukalag
Pink panther, kennari Vadim Fjodorov
Keppendur í yngsta flokknum voru nú
kynntir á svið, þeirra skyldulag var My
Bonnie, skoskt þjóðlag. Það var mjög
gaman að heyra krakkana leika ýmsar
kúnstir f þessu lagi, ekki síst útfærslur f
bassanum, sem gerðu þetta sakleysislega
lag svo áhugavert. Ungmennin voru flest
pollróleg og sýnitega komin gegnum upp-
lýsinga- og þekkingarheim góðra kennara.
Allt gekk fumlaust fyrir sig meðal hinna 8
keppenda í þessum flokki. Öll lögin í sjálf-
vali krakkanna voru létt og skemmtileg.
Keppendur 13-16 ára voru þessir:
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir 15 ára - Aukalag
Zardas, kennari Árni Sigurbjarnarson
FlemmingViðar Valmundsson 15 ára - Auka-
lag Love smiles, kennari GuðmundurSamú-
elsson
Nú var komið að miðhópnum að standa
frammi fyrir alvörunni, en hann skipuðu
einungis 2 þátttakendur. Nú kvað við annan
tón, kunnáttan lyftist á hærri stall. Skyldu-
lag var Fragrant flowers eftir Pietro Frosini.
Maður fylltist stolti yfir getu ungmennanna
oghugurinn hvarflaði tilfortfðar, efmaður
sjálfur hefði nú fengið slíkan möguleika f
námi á yngri árum? En hvað með það,
mestu máli skiptir að möguleiki þeirra sem
fara út á tónlistarbrautina f dag er kominn
í það form að lenda f höndum sómasam-
legra kennara, enda er árangurinn eftir því.
Aukalögin voru í anda léttleikans og unun
áheyrnar. Hvað er skemmtilegra en létt og
upplífgandi harmonikutónlist.
Síðastir á senu voru í flokk 17 ára og
eldri:
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir 23 ára -
AukalagRassypucha, kennariVadim Fjodo-
rov
Guðný Valborg Guðmundsdóttir 20 ára -
Aukalag Jolly Cabalero, kennari Ingvi Vaclaw
Alfreðsson
JónasÁsgeirÁsgeirsson 17
ára - Aukalag Figaro úr Rak-
aranum í Sevilla, kennari
Guðmundur Samúelsson
Enn steig tónlistarkunn-
áttan til hærri stiga, skyldu-
lag þessara keppenda var
Babuschka eftir Alexander
Siloti. Innri tilfinningar
brutust fram, augun stóðu
á stilkum og gæsahúð
gerði vart við sig, öryggið
ogtúlkunin íþessum erfiðu
verkum var hreint aðdáun-
arverð, ásamt belghristing
og annarri fagmennsku.
Fingrafimi í hljómborði og
bassa hrein snilld og eitthvað að gerast
sem er virkilega að skila sér út úr kennsl-
unni sem er jú þegar hér er komið sögu
orðin býsna löng. Við erum hér komin íferl-
inu að ný kynslóð hefurtekið harmonikuna
í sínar hendur, að mínu mati, mörgum er
Bergþóra Björk jónsdóttir og Matthías Valdimarsson, keppendur fyngsta flokknum.