Harmonikublaðið - 01.05.2010, Síða 14
Þegar amma var ung!
Ég hef oft velt því fyrir mér hve ólík gömludansalögin eru hér á íslandi og Norðurlöndunum,
hvernig lögin eru spiluð hér og svo á hinum Norðurlöndum. Þau komu mörg í upphafi frá Dan-
mörku s.s. Óli skans, Klappenade og þau önnur sem lengi hafa verið um hönd höfð á barnaböllum
og jólatrésskemmtunum. Áður en harmonikan kom til skjalanna, voru það fiðlan, orgelið og
píanóið.
Þegar harmonikan fór svo að tíðkast hér á
landi voru það einfaldar og tvöfaldar nikkur
sem aðallega komu frá Þýskalandi. Kunn-
átta var hér auðvitað ekki mikil, sem ekki
ervon, rímurnarhöfðu um aldirverið aðal-
skemmtun alþýðunnar. Harmonikan til-
tölulega nýkomin fram, talin fyrst búin til í
Austurríki 1840-50. Fyrstu fréttir af þessu
hljóðfæri bárust með víðförlum mönnum,
svo fóru kaupmenn að fá verðlista með
myndum af þessu undratæki sem fólk gat
pantað frá útlöndum. Ekki var nú gripurinn
gefinn, kostaði nokkur ærverð, sem var
meira en flestir áttu. Þó kom nokkrir sér
upp svona grip, en þá var að læra þessa
framandi list. Þeim sem tókst vel til urðu
þekktir í sínu héraði eða sveit.
í byrjun voru aðallega spiluð alþýðulög. En
þegar kunnátta fór að aukast tóku við dans-
lögsemýmistvoru samin af heimamönnum
eða höfðu borist að utan. Dansleikir þess-
ara ára stóðu yfirleitt alla nóttina eða til
mjalta að morgni. Drykkja þekktist ekki að
neinu ráði, þó kom fyrirað menn gerðu upp
sín á milli. Margt eldra fólk hefur sagt að
þetta hafi verið yndislegustu stundir æsk-
unnar. Þarna réðust ófá hjónaböndin og
vinnuhjúasamningar. Þetta hélst svo fram
á tuttugustu öld þegar margir höfðu komið
sér upp krómatískum harmonikum.
Á fyrstu plötunni sem á léku Jóhannes G.
Jóhannesson og norskur maðurTeltefsen á
harmonikur, fiðluleikarinn Bernburg og
sonur hans Paul á trommur. Annað tveggja
laga hennar er Nú blika við sólarlag
sædjúpin köld. Hitt er svo Pietros return
eftir Deiro. Á annarri plötu sem út kom
nokkru síðar leikur svo Þingeyingurinn
Jóhann Jósefsson frá Ormarslóni. Hann
velur að spila lög eftir sjálfan sig sem bera
ekki keim af norrænni hefð. Á þessum árum
varfarin að myndast töluverð gömludansa-
hefð með harmoniku í Noregi ogSvfþjóð,
í fyrstu þó nokkuð blönduð áhrifum frá
Þýskalandi. Karl Karlsson sem síðar nefndi
sig Carl Jularbo leikur á plötu 1912 á tvöfalda
harmoniku ýmist frumsamin lög, þýsk eða
samansett, enda einkenndi það lagasmíðar
hans alla tíð.
Fyrstu lögin sem bárust til íslands frá
Norðurlöndum og teljast danslög munu
hafa borist með síldarsjómönnum sem
gengu á land hérogefndu ofttil dansleikja.
Lagið sem sennilega hefur verið eitt það
fyrsta sem hérlendir lærðu var Kristjaníu-
valsinn eftir Eriksen (líka nefnt Oslovals),
þetta lag léku margir þeir elstu harmoniku-
spilarar sem ég heyrði spila. Margir bættu
bassasólói við, mismiklu samt eftir getu
spilaransogsmekk. En smáttogsmátt jókst
fjölbreytnin, en ekki varð stíllinn norrænn
þráttfyrir það. Fjörugirvínarkruzarog lan-
sierstignir á betri samkomum. Svofóru að
koma twostep og onestep, sem voru við líði
fram eftir tuttugustu öldinni.
Það voru svo heimsóknir Gotthards Eriksen
og Gellin og Borgström kvintettsins sem
hreyfðu við tfskunni. Báðir komu þeir sem
hér voru nefndir um 1930 og héldu hljóm-
leika við mikla hrifningu. Það hafa nokkrir
sagt mér að þar hafi hugur þeirra opnast
og þeir reynt að tileinka sér fas þeirra og
framkomu. Gamli rakarinn minn lék það
fyrir mig þegar Eriksen kom á sviðið í Iðnó
í hvítum skipstjórabúningi með miklum
elegans. Dansmúsikin árin eftir bar örugg-
lega töluverðan svip af þessum heim-
sóknum, en þar kom á móti sú mikla breyt-
ing sem orðin var á siglingum útlendra
skipa til íslands. Áhafnirnarvoru afýmsum
þjóðernum en áttu það sameiginlegt með
farmönnum allra tíma að vilja sitja að
sumbli þar sem vín og konur voru og þar
var nikkan í hávegum höfð.
Harmonikur voru á þessum árum töluvert
ólíkar því sem síðar varð, þær voru með
sléttu borði, sem hnapparnirgengu niðurí.
Þessi hljóðfæri komu ýmistfrá Þýskalandi
en einnig frá ítalfu og Norðurlöndum. Þessi
hljóðfæri voru talsvert ólík því sem síðar
varð. Hnappaborðin voru í fyrstu slétt sem
hnapparnir gengu niður í. Það var töluvert
verra að spila á þessi hljóðfæri en seinna
varð, þegar tröppuborðin fóru að koma.
Tónlistin varóneitanlega töluvert frábrugðin
því sem seinna varð, hún varð að geðjast
fólki sem ekkert endilega kom frá Norður-
löndunum. Munið að þetta var á árunum
fyrir stríð og í vændum var bandaríska
svingið og allt það. Það einkenndi því spil-
ara sem hófu að spila á þessum árum að
þeir voru töluvert hægfara og svolítið kloss-
aðir sumir, en gátu hljómað vel. Það var
algengt að góðir spilarar legðu í tónleika-
ferðir, einna fyrstir urðu Jóhann og Þor-
steinn frá Ormarslóni í Þistilfirði, seinna
lögðu svo land undir fót Einar Sigvaldason
og Eiríkur frá Bóli. Einar sagði mér að tón-
leikarnir hefðu ávallt hafist á lagi Sigvalda
Kaldalóns ísland ögrum skorið og áheyr-
endur oft sungið með.
Þá er komið að ensk-amerísku menningar-
byltingunni og pfanóharmonikunni sem hér
hefur verið í aðalhlutverki æ sfðan. Á stríðs-
árunum 1940-45 voru nær engin hljóðfæri
fluttinn, nema hvað fslenskirsjómenn sem
sigldu á Bretland með fisk keyptu notaðar
nikkureða fengu ískiptum fyrir matvæli og
sígarettur sem hér var nóg af. Þeir seldu
svo hljóðfærin og drýgðu tekjur sfnar eftir
áhættusamar ferðir. Verslunin Rín á Njáls-
götu 23 stóð full af glæsilegum nikkum sem
sjómenn fluttu heim til að auka sér tekjur
sem ekki voru miklar. En þvf miðurvarekki
nægur áhugi hjá mörgum þeim sem fengu
sína fyrstu harmoniku. Þó komu nokkrir
slyngir spilarar úr þessum hópi. Allir urðu
að fá sér píanóharmonikur þar sem annað
var ekki á boðstólum. Lftil kennsla bauðst
á þessum árum og því ekki um annað að
ræða en spila eftireyranu lögin sem fylgdu
herjunum. Þar held ég að hafi þróast til
langrar framtfðar það lagaval, enskir og
amerfskirslagarar, sem enn fylgirmörgum
spilurum.
Þess er óskandi að þeir sem standa að
félögum eða sjálfu landssambandinu komi
sér saman um lagaval, sem gefið væri út á
kostnað þess eða félaganna. Það er því
miður algengt að ungir og efnilegir spilarar
velji að spila erfiðar útsetningar t.d. eftir
Frosini og Deiro sem tekur langan tíma,
jafnvel árin að ná tökum á.
Svo að endingu vil ég óska ungum spilurum
velgengni í sinni baráttu við nikkuna.
H.J.
14