Harmonikublaðið - 01.05.2010, Qupperneq 16

Harmonikublaðið - 01.05.2010, Qupperneq 16
Pétur Bjarnason: Saga harmonikunnar - fyrri grein Hér á eftirfer eins konar samantekt fjölmargra heimilda um sögu harmonikunnar, í þessum kafla á alþjódlega vísu og sídan í annarri grein stiklur úr sögu hennar hér á landi. Heimildum ber ekki alltaf saman og reynt er að vinsa úr þeim í samfellt yfirlit. Bedist er velvirðingar á því ef þær greina ekki rétt frá og ber þá að „hafa það er sannara reynist“, líkt og hjá Ara fróða forðum. Von- andi hefur þó einhver af þessu nokkurn fródleikogskemmtan. Kínverskar sagnir segja frá keisaranum Huang Ti, sem var uppi um 3000 fyrir Krist. Hann sendi virtan fræðimann, Ling Lun að nafni, vestur f fjallhéruð Kína til þess að finna aðferð til þess að líkja eftir rödd fugtsins Fönix. Hann sneri aftur með hljóðfæri sem nefndist Cheng (eða Sheng) og tók þar með fyrsta skref í áttina að því hljóðfæri sem nú nefnist harmonika. Sum rit nefna þennan forvera harmonikunnar munn- hörpu eða munn orgel (mouth organ). Cheng var með 13 - 24 bambuspípur, sem voru festar í viðarbox, sem var vindhólfið og jafnvel eins konar hljómbotn, en í útliti átti það að vera búkur fuglsins Fönix. Á þvívar munnstykki sem blásið var í. Sérstakt blað, eða tónfjöður, var fest inn í hverja pfpu. Þessar tónfjaðrir eru úr málmi í öllum þekktum hljóðfærum af þessari gerð, en ekki er Ijóst hvort svo var í upphafi. Fyrir neðan blaðið var boruð hola í pípuna. Tónfjöðrin titraði svo þegar holunni var lokað með fingri og myndaði titrandi tón, líkt og ger- ist f harmonikunni sem framleiðir tóna með málmfjöðrum. Sjá má eftirgerð af Cheng ÍThe International Town Museum of Accordions í Castelfidardo á Ítalíu. Cheng var mjög algengt í Suðaustur-Asíu og er enn notað þar lítið breytt svo sem í Burma, Kambodíu, Laos og Suður Kína. Margar sagnir eru um það hvernig hljóðfærið barst til Evrópu og ber ekki saman, en Ijóst er að tónfjöðrin var komin til Rússlands um 1770. Margir telja að þar hafi fyrst verið settar málm- fjaðrir í hljóðfæri líkt konsertínu, sem kallaðist „Garmonica“, en það er ekki fullljóst af heim- ildum f smáatriðum hvernig það hljóðfæri leit út. Á Englandi þekktistforveri þessa hljóðfæris allt frá 13. öld og nefnt á ensku „The Portative", en það var mest notað af farandspilurum. Portative var með belg, 6-30 tónpípur og lítið nótnaborð og var fest á spilarann með ólum, svo hægt var að vera á ferðinni með það um leið og spilað var. Þetta var í raun líkara orgeli og hafði ekki þessa titrandi tóna sem Cheng hafði og síðar harmonikan. Þá má nefna hljóðfærið Regal. Það er forveri nútímaharmonfum og hafði eins konar tón- fjaðrir sem var slegið í og tónninn myndaður með því. Regal var meðal annars notað f 16 nunnuklaustrum til undirleiks við söng nunn- anna. Hljóðfærið er komið fram þegar á sext- ándu öld, en þá líkti Georg Voll frá Núrnberg því við lokaða biblíu. Ástæðan var sú að Regal var með tvo belgi sem hægt var að taka af og brjóta saman. Síðan var hljóðfærinu pakkað inn í belgina og þá leit þetta út eins og lokuð biblía. Eftir þetta var það nefnt „Biblíu Regal“. Buschmann, þýskurhljóðfærasmiðursmíðaði munnhörpu árið 1821, þá aðeins sextán ára gamall. Ári síðar hugkvæmdist honum að nota belg fyrir loftinntak og var þá kominn með frumstæða harmoniku sem hann nefndi „Hand-aeolane“. Líldega var upphaflega ætl- unin að útbúa meðfærilegt verkfæri til að stilla orgeltóna, en tónarnirvoru inni íhljóð- færinu. Hann fékk svo einkaleyfi fyrir hljóð- færinu, sem naut töluverðra vinsælda, enda ferðaðist höfundur með það um Þýskaland, a.m.k. árið 1828. Þetta er í raun fyrsta harm- onikan sem smíðuð var. Það nafn, sem nú er algengast (á ensku accordion), kemur fyrst fyrir í einkaleyfi Cyril Damian ÍVÍn árið 1829, en þá hafði hann tekið hljóðfæri Buschmanns og endurbætt það mjög mikið. Þess má geta að notkun belgs sem loftgjafa fyrir hljóðfæri var þekkt um aldir áður en harmonikan varð til í þessari mynd. Sbr. einnig Portative hér að framan og eldri fyrirmyndir þess. Það virðist hafa verið mikill áhugi og gerjun á þessu sviði um þetta leyti. Sir Charles Wheat- stone fékk breskt einkaleyfi á konsertínu árið 1829. Líklegt má telja að framleiðsla þessara hljóðfæra hafi hafist fyrr, því árið 1832 eru a.m.k. 16 verkstæði f París sem framleiða harm- onikur. Um sama leyti var farið að gefa út kennslubækur og nótur ætlaðar þessum nýju hljóðfærum. Ástæðan fyrir því að útbreiðsla harmonikunnar var hröð er m.a. sú að þarna var komið fyrirferðarlítið hljóðfæri sem gaf frá sér nýjan tón sem þótti frísklegur og skemmti- legur. Heinrich Band, íKrefeld ÍÞýskalandi, smíðaði árið 1840 hljóðfæri svipað konsertínu, en mun stærra og með víðara tónsvið. Það var nefnt Bandoneon og varð sérlega vinsælt í Suður- Ameríku, ekki síst f flutningi á argentínskum tangó. Belgur hljóðfærisins er mjög langur og liggur yfir læri tónlistarmannsins og hægt er að fá titrandi tón með því að hrista lærið. Árið 1818 hóf Anton Hackl í Vínarborg að smíða pípulaus orgel sem mynduðu tón með fjöðrum og hentuðu til að spila fyrir almenning. Þau voru nefnd ýmsum nöfnum, s.s. „aelodicon", „aeoline", „melodicon“og„terpodion“. Þetta var skref í áttina og þróaðist síðar í orgel með Portative. fótstignum belg. Árið 1840 lauk Alexandre Debain í París við smíði á slíku heimilisorgeli, harmonium. Það byggði að miklu leyti á sömu hugmynd og harmonikan en var fótstigið og þyngra i vöfum. Það varð vinsælt á heimilum og tengdist frekar kirkjutónlist og almennum söng, en harmonikan þótti meiri gleðigjafi. Ein alþekktasta borg í sögu harmonikunnar er Castelfidardo á Ítalíu. Hér er til gamans rifjuð upp sagan af því hvernig harmonikan barst þangað og þar með til Ítalíu. Pílagrímur á leið til borgarinnar Loreto árið 1863 stoppaði í Castelfidardo, á býli Antonios Soprani. Hann var með frumstæða harmoniku í farangrinum. Þetta vakti forvitni elsta sonarins, Paolo Sopr- ani. Hann fékk að skoða verkfærið, taka það

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.