Harmonikublaðið - 01.05.2010, Síða 17

Harmonikublaðið - 01.05.2010, Síða 17
sundur og setja það svo saman aftur. Hann sá þegar möguleika á að smíða sjálfur svona verkfæri. Pílagrímurinn gaf honum harm- onikuna og hann hóf þegar að endurbæta hana ogframleiða fleiri. PaoloSoprani hefur stundum verið nefndur faðir ítalska harm- onikuiðnaðarins. Þrettán árum eftir fyrr- greindan atburð hóf Mariano Dallapé fjölda- framleiðslu og aðrir fylgdu á eftir. Blómaskeið harmonikunnar var upp úr miðri sfðustu öld. Árið 1953 voru um 200.000 harmonikur fluttar út frá Ítalíu og álíka fjöldi frá Þýskalandi. Hér er rétt að staldra við og líta á gerð harm- onikunnar. Málmfjöðrin sem myndar tóninn er þannig að málmtunga er skrúfuð eða hnoðuð í gróp sem er nákvæmlega skorið í málmramma. Tónhæð fjaðrarinnar ræðst af lengd og þykkt tungunnar, sem hægt er að þynna í þann endann sem laus er til að hækka tóninn en nær fasta endanum til að lækka tóninn. Hver tunga er fest utan til á rammann og sveiflast þegar loft leikur um fjöðrina þeim megin frá. Loft sem kemur úr hinni áttinni veldur ekki titringi í fjöðrinni. Harmonika er þannig gerð að belgur sem draga má sundur og saman er festur á milli tveggja ferhyrndra kassa, sem blöðin eru fest í, en þau standa saman í svonefndum tón- stokkum. Vindi er hleypt í gegn um blöðin með hjálp spaðaventla, en þeim er stjórnað frá lyklaborði eða hnappaborði báðum megin við belginn. Ýmist er þá valinn hljómur úr fjöðrunum með því að ýta belgnum saman eða draga hann út. Á nokkrum tegundum harmonika, þar með talin fyrstu hljóðfærin, eru aðlægarfjaðrirsettarí„pörum“, þannig að einn hnappur gefur til dæmis tóninn G þegar ýtt er saman, en A þegar dregið er sundur. Með þessu fyrirkomulagi nægja 10 hnappartil að ná tvegga áttunda diatónisku tónsviði, en á kostnað þess að verða að þenja belginn út og inn eftir því hvaða tóni er óskað eftir hverju sinni. Fyrir vinstri hendi eru venjutega tveir hnappar eða „bassar“ til að framleiða bassanótu og tilsvarandi hljóm. Þegar ýtt er saman kemur grunntónn, en til- svarandi sjöundarhljómur þegar dregið er út. Eingöngu er hægt að leika f einni tóntegund á hverja harmoniku, en þærgeta verið í mismun- andi tóntegundum. Þessi „einfalda" hnappah- armonika hefurverið þróuð áfram, aðallega í Austurríki og Sviss, með þvf að bæta annarri og síðar hinni þriðju röð við af hnöppum og fjölga bassahnöppum. Þá er röðum þannig skipað að ef í ystu röð er G, þá er C í annarri ogFíhinni þriðju. Þannig fæst val á fleiri nótum án þess að þurfa að breyta belgstöðunni. Hér heima voru þessar diatónisku harmonikur aðgreindar sem einfaldar, tvöfaldar eða þre- faldar eftir fjölda hnapparaðanna. Rétt fyrir 1850 voru fyrstu krómatísku hljómarnir settir í harmonikuna og er þar nefndur Vínarbúi Regal. að nafni Walther. Þetta átti þó eftir að þróast og varð ekki algengt fyrr en upp úr 1890, en þá voru hljómaskiptingar líka komnartil, þó þær næðu ekki almennri notkun strax. Um harm- onikur með píanóborði er fyrst getið um 1850 og þær voru sfðar þróaðar nálægt núverandi gerð af ítalanum Dallapé, sem fyrr er getið. í krómatískum harmonikum eru tvær fjaðrir í pari, báðar stilltar á sama hljóminn og þannig fæst sami tónn, bæði í diskant og bassa hvort sem belgurinn er dreginn út eða honum ýtt saman. Meðal fleiri endurbóta voru teknar upp stálfjaðrir í stað fjaðra úr koparblöndu áður, en þær gáfu stöðugri og hreinni tón. Laust fyrir 1930 var svo almennt farið að nota skiptingar. Með skiptingum mátti stilla á milli fjaðrasetta, eða hljómstokka, þar sem einn var e.t.v. stilltur áttund hærra, annar áttund lægra eða fjaðrir útbúnar svo tónninn titraði. Með því að nota skiptingar er hægt að leika á harmonikuna í gegn um einn hljómstokk, tvo eða stillt er þannig að allir hljóma saman. Skiptingar eru oft ofan við hljómborðið í röð, en geta einnig verið ofan á harmonikunni, stundum stjórnað með hökunni. Oft er einn takki sem er aðgengilegur til þess að leika þannig með fullum styrk, „master", eða meginstilling. Hann er gjarnan á kanti nótnaborðsins sem löng fjöl. Með sama hætti eru stillingar á bassaborðinu, sem hefur einnig verið mikið breytt. Full stærð af bassaborði á nútíma harmoniku eru 120 bassar, sem eru sex raðir á breidd, en tuttugu á lengd, raðað upp á ská til að mæta fingrum vinstri handar. Önnur röð að ofan gefur hljóminn og þar liggja hver að annarri með samstæða hljóma. t.d. f röðinni: F- C - G - D - A - E, o.s.frv. Fyrir ofan hvern tón er takki sem gefur tón, tvíund ofar, en næst fyrir neðan er dúrhljómur, þá mollhljómur, sjöundarhljómur og neðsta röðin er dim- hljómur. Tvær efstu raðirnar eru oft nefndar sólóbassar, en hljómarnir liggja í hinum fjórum. í stað píanóborðsins eru einnig framleidd hnappaborð sem hafa sömu eiginleika, en margir telja að hægt sé að ná meiri færni á hnappaharmonikur, þar sem styttra er á milli nótanna og hægt að leika sömu nótuna frá fleiri en einum stað. Mismunandi kerfi eru á uppröðun hnappanna, en algengast hér á landi er svokallað sænskt kerfi. Afbrigði af harmoniku er Bandoneon, sem fyrr er getið, tvívirkt hljóðfæri með ferhyrndum endum og tökkum á báðum. M.a. vinsælt í Suður-Amerískri tónlist, tangóum o.fl. Kons- ertínan er lítið hljóðfæri með löngum belg milli tveggja sexstrendra kassa. Á báðum eru takkar, sem halda áfram í beinni tónaröð frá vinstri neðst og upp til hægri. Upphaflega diatónisk með mismunandi hljóði eftir því hvort hljóðfærið var dregið sundur eða þvf ýtt saman, en nýrri gerðir eru með sam- stæðum pörum af fjöðrum og hljóma því eins hvortheldursem ergert. Píanóharmonikan barst fyrst til Ameríku árið 1909, en þá kynnti Pietro Deiro hana fyrir San Fransiscobúum. Hann þróaði og endurbætti píanóborðið ogfærði það í það horf sem síðan hefurverið notað, en áðurvoru píanónóturnar afargrannar. Fjöldaframleiðsla harmonikunnar í verksmiðjum hófst víða í byrjun tuttugustu aldarinnar. Hér hefur verið stiklað á stóru um þróun harm- onikunnar. Sú umfjöllun hefði getað verið tífalt lengri, því afbrigði eru nær óteljandi og ávallt matsatriði hverju skal halda og hverju á að sleppa. Harmonikan er enn í þróun og fágun tóna og einstakra hluta er í stöðugri framför. Harmonikur eru flókin og dýr verkfæri f sinni fullkomnustu mynd, en það er líka ennþá hægt að fá ódýrar harmonikur, sem samt lúta öllum helstu lögmálum hennar. í síðari greininni verður gerð tilraun til að raða saman þeim brotum sem finnast um sögu harm- onikunnar hérá landi. 17

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.