Harmonikublaðið - 01.05.2010, Page 18

Harmonikublaðið - 01.05.2010, Page 18
Við ferjustaðinn Síðastliðið haust hringdi í mig sá mæti maðurog harmonikuunnandi Haraldur Þór- arinsson, öllu þekktari sem Mannsi í Kvist- ási íKelduhverfi. Erindið varað kanna hvort ég kannaðist við lagið Ölandsvalsinn. Ekki get ég sagt að neinar bjöllur hafi hringt í mfnum slitna kolli, en kvaðst mundi athuga málið. Ástæðan fyrir þessu var, að hópur áhugafólks um kveðskap dr. Sigurðar Þór- arinssonar er að safna saman öllum kveð- skap þessa merka jarðfræðings og skálds. Síðar er jafnvel hugmynd að gefa það út á hljómdiski, en við stærstan hluta Ijóða hans eða texta eins og sumir munu kalla það, hafa verið samin lögvið upphaflega erlend Ijóð, að mestum hluta sænsk. Eftir stutta athugun í nótnasafni mínu, sem telur nokkur hundruð lög fannst ekkert, sem hét Ölandsvalsinn. Við athugun á diska- og plötusafninu varð sama niðurstaða. Nú voru góð ráð dýr. Ekki hafði ég Ijóð Sigurðar við höndina, ef lagið ræki á fjörur mfnar, en varð hugsað til margra vina og kunningja í Svíþjóð, sem gætu hlaupið undir bagga. Fyrst var reynt við Lars Ek og Börje Farm. Þeir höfðu hugmyndir um hvað kæmi til greina, en bentu báðir á Nils Flacke. Eða eins og Börje orðaði það: „Ef Nils veit þetta ekki, geturðu trúlega hætt að leita“. Ég sendi því tölvupóst á Nils. Þremur dögum seinna, þann 14. september, barst svarið frá Nils. Ölandsvalsinn væri eftirYngve Stoor, saminn 1945 og Ole Johnny hafði leikið hann inn á plötu stuttu seinna. Nils kvaðst mundi senda nótur um hæl. Harla gott. Einn af þeim sem er þátttakandi í áður- nefndri söfnun, er Páll Einarsson, jarðeðl- isfræðingur og bassa- og setlóleikari. Þeir Sigurður höfðu verið samstarfsmenn á árunum 1975 til 1981 og Páli rann blóðið til skyldunnar, enda mikill áhugamaður um tónlist. Éghringdi þvííPálogsagði honum tíðindin. Hann brást harla glaðurvið. Hann sagði í leiðinni frá því að eitt Ijóða Sigurðar hefði þessa handskrifuðu nóteringu, „Ölandsvalsinn 1951“. Nú væru trúlega öll lögin komin í leitirnar. Sfðan áframsendi ég tölvupóstinn frá Nils. Stuttu síðartjáði Páll mér að Ijóðið passaði engan veginn við lagið. Hann væri búinn að reyna allt, það gengi ekki upp. Við værum komnir í öngstræti. En þegar neyðin er stærst er oft hjálpin næst. Samstarfsmaður Páls við Jarðvísinda- stofnun Háskólans, Halldór Ólafsson, var stuttu síðar staddur í vinnuferð austur við Heklu. Hann kom við hjá vinafólki í Hólum á Rangárvöllum, réttvið Hekluræturog þar barst þetta meðal annars í tal, enda Sig- urður heimagangur þar á árum áður. Þá kom í Ijós að Ijóð Sigurðar hafði verið sungið um árabil í Hólum, við lag sem gekk undir nafninu Ölandsvalsinn. Heimilisfólkið hafði hálfpartinn verið beðið fyrir Ijóðið fyrir ártugum sfðan og þess vegna ekki flíkað því, enda grandvart og heiðarlegt fólk. Nú kviknaði vonarneisti. Næst var komið að Páli að skunda austur og hripa niðurlaglínuna. Þaðtókstvon bráðar. Páll sendi mér nóturnar, sem ég áframsendi til Nils. Þetta var í byrjun jólaföstu. Skyldi hann kannast við þessa línu? Ekki stóð á svari. Aðeins hálftíma síðar barst það. „Við ferju- staðinn" var nafnið. Viku sfðar bárust nóturnar í pósti. Lagið hafði geymst svo vel í Hólum, að ekki skeik- aði nema tveimur nótum. Nú leið ein vika og þá barst með póstinum geisladiskur. Nils hafði ekki gert það endasleppt. Á disknum var „Við ferjustaðinn" í flutningi Ove Köhlervið undirleikhljómsveitarundir stjórn Anders Larssons. Anders Larsson muna margir hér á tandi frá því hann kom hér árið 1991, þá átján ára, ásamt þáverandi unnustu sinni Anniku Anderson. Höfundur Ijóðsins Karl Axel Karlfeldt, fæddist í Döl- unum 1864. Karl Axel var virtur sænskur rithöfundur, sem meðal annars vann sér það til frægðar að vinna Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1918, en afþakkaði heiðurinn. Honum voru síðan veitt þau 1931, stuttu eftir lát hans. Lagið samdi sænski lútuleik- arinn ogtrúbadorinn Sven Scholandersem uppi var á árunum 1860 til 1934. Ljóðið „Við ferjustaðinn", er hins vegar ort um ferju- staðinn á Ölandi. Þar lá hundurinn grafinn. Það sem er svo hlálegast í þessu er að undirritaður er ekki læs á nótur. Það að fá hann til að finna lag er því svipað og að biðja blindan mann að leita nálar f hey- stakki og hafa lopavettlinga á höndunum við það. Fridjón Hallgrímsson (Alltafmeð á nótunum) Verkstæði til alhliða viðgerða á harmonikum að Sóleyjarima 15, Reykjavík. Hafið samband við Guðna í síma 567 0046. Harmonikuþj ónusta Guðna Útileguhelgi HUV í Fannarhlíð verður haldin dagana 9., 10. og 11. júlí 2010 Nú er hátíðin komin á réttu helgina. Vonumst til að sjá sem flesta. Spilað, spjallað og dansað föstud. og laugard. Upplýsingar: Jón Heiðar í síma 431-2038 Valdimar í síma 431-2396 Þórður í síma 431-1547 Harmonikukveðjur Harmonikuunnendur Vesturlands 18 18

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.