Harmonikublaðið - 01.09.2010, Page 3
Frá ábyrgdarmanni
Harmonikublaðid
ISSN1670-200X
Ábyrgðarmaður:
Gunnar Kvaran,
Álfaland 7,108 Reykjavík
Sími 5683670, netfang: alf7@mi.is
Prentvinnsla:
Héraðsprent, Egilsstödum, www.heradsprent.is
Netfang: print@heradsprent.is
Forsíðumynd:
Frá vinstri: Friðjón Hallgrímsson, Hávard Svendsrud,
Guðný Sigurðardóttir, Elísabet H. Einarsdóttir, Pál-
hildur Sumarrós Guðmundsdóttir, Jón Ingi Júlíusson.
Meðal efnis:
- Breiðumýrarhátfð 2010
- Á stærsta harmonikumóti heims
-Sagnfræðilegtyfirlitum íslenska keppendurí
harmonikuleik, hérlendis og erlendis
- UNGMENNALANDSMÓT- Bréf til blaðsins
- Harmonikudagurinn 8. maí 2010
- Alþjóðleg harmonikuhátíð í Innsbruk
- Kveðja úrSkagafirði
- Fréttiraf Harmonikufélagi Reykjavíkur
- Tónleikar Hávard Svendsrud íÁrnesi
- Sumarhátíðin „Nú er lag“ íÁrnesi
- Rekur hljóðver í Noregi
- Saga harmonikunnar - seinni grein
- Viðtalvið Hrein Halldórsson
- Sumarhátíð Harmonikufélags H.F.H.
- Sumarferð Harmonikufélags Þingeyinga
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða kr. 23.000
i/2sída kr. 15.000
Innsídur 1/1 síða kr. 18.400
i/2síða kr. 11.500
1/4 síða kr. 6.700
i/8síða kr. 4.600
Smáauglýsingar kr. 2.500
Efni ínæsta blað sem kemurútí desember 2010,
þarfað berastfyrir miðjan nóvember 2010. J
Ágæti lesandi
Ég vil enn og aftur byrja á því að þakka
öllum þeim fjölmörgu sem sent hafa mér
efni og myndir í bladið.
Frá þvíað égtókað mérað leggja blaðinu
lið hefur ekki verið skortur á efni í blaðið
og allir þeir sem ég hef leitað til hafa
verið sérlega jákvæðir og fúsir til að
senda mér allt það efni sem ég hef óskað
eftir.
Það sem ég hef verið að fylgjast með
undanfarnar vikur eru heimsóknir á
heimasíðu sambandsins og hefur það
valdið mér töluverðum áhyggjum hvað
fáir heimsækja heimasfðu okkar. Ekki
skal ég draga dul á það að síðan mætti
vera mun meira lifandi og áhugaverð fyrir
þá sem fara inn á hana, en við skulum
hafa í huga að það eru við félagarnir í
harmonikufélögunum í landinu sem
berum sök á því hvað sfðan er í raun
litlaus. Við eigum að vera mun duglegri
að koma skemmtilegu efni og myndum
frá okkur til birtingar á heimasíðunni. Ég
tel það nánast skyldu hvers félags að
senda inn efni um starfið á sfnu félags-
svæði og einnig eiga einstaklingar að
sýna frumkvæði og senda inn efni og
þannig halda heimasíðunni lifandi og
skemmtilegri.
Heyrst hafa raddir um að síðan sé ekki
nógu notendavæn og erfitt sé að setja
inn efni og myndir. Ég vil benda öllum
þeim sem vilja koma efni og myndum inn
á sfðuna að vefstjóri okkar er fús til að
aðstoða þá sem áhuga hafa við að setja
efni inn.
Ég hef verið að hugleiða hvort það sé
grundvöllur fyrir því að hafa pláss í
blaðinu okkar sem kalla mætti „Á döf-
inni“ og þar gætu aðildarfélögin komið
á framfæri, í stuttu máli, ýmis konar
fréttatengdu efni sem varðar starfsemi
félaganna.
Það er mín skoðun að blaðið okkar þurfi
að vera í stöðugri endurskoðun og að
sem flestir láti það sig varða og komi
með hugmyndir er gætu gert Harmoniku-
blaðið enn betra blað en það er í dag.
Gunnar Kvaran
3