Harmonikublaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 13
Fréttir af Harmonikufélagi Reykjavíkur
Brædurnir Þorsteirw og Ouðni Þorsteinssynir
H.R. hefur haldið Dag harmonik-
unnar alveg síðan félagið var
stofnað 1986.
Undir stjórn Karls Jónatanssonar
var Dagur harmonikunnar einu
sinni í mánuði þangað til hin síð-
ari ár, en þá hefur smá saman
verið dregið úr þessum upp-
ákomum og er hann nú haldinn
tvisvar á ári. En hvað kemurtil að
úr þessu hefurverið dregið, jú
bæði er það að félagið hefur farið
út á aðrar brautir og nefni ég hér
dansleiki einu sinni f mánuði á
sunnud. kl. 15-17 í Sjóminjasafn-
inu sem eru að verða sífellt vin-
sælli ogýmislegtfleirasern íboði
er. Eftir að S.Í.H.U. fór af stað með Harm-
onikudaginn höfum við í H.R. tengt þessa
tvo daga saman en erum að skoða hvernig
best væri að aftengja þá.
8. maí var haldin mikil harmonikuveisla í
Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar spiluðu tvær
sveitir félagsins Léttsveit og Hljómur, þrjú
ungmenni spiluðu einleik þau Helga Rún
Jóhannsdóttir, Gunnhildur Vilhjálmsdóttir
og Hjörtur Jarl Benediktsson en Hjörtur er
nýkjörinn íslandsmeistari íharmonikuleik
í sínum aldursflokki. Síðan spiluðu bræð-
urnir Guðni á harmoniku og Steini á sög
nokkurlögvið mikla hrifningu viðstaddra,
síðan var samspil beggja sveit-
anna.
Stjórnandi Léttsveitar er Einar
Friðgeir Björnsson. Stjórnandi
Hljóms er Sigurður Alfonsson.
Húsfyllir var í Ráðhúsinu og
skemmti fólk sér greinilega mjög
vel.
Um síðustu áramót gengu til liðs
við H.R. félagar úr Harmoniku-
félaginu Hljómi og væntum við
okkurgóðsaf þeim félagsskap þar
sem inn kemur að stórum hluta
mun yngra fólk. Má segja að með-
alaldurfélagsmanna hafi lækkað
sem um munar. Vonast ég til að
þarna komi inn kraftmikið fólkog
það verði ágætis blanda við okkur hin sem
fyrir erum og búum yfir ómetanlegri reynslu,
til gamans má geta þess að flest þetta fólk,
eldra og yngra, er fyrrum nemendur Karls
Jónatanssonar.
GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR
Form. Harmonikufélags Reykjavíkur
Tónleikar Hávard Svendsrud í Árnesi
Félag harmonikuunnenda f Reykjavíkhefur nú, ísíðustu þrjú affjórum skiptum, gert sér dagamun
á hátíðinni Nú erlag í Árnesi um verslunarmannahelgina.
í árvarsérstakur gestur hátfðarinnar norski harmonikuleikarinn Hávard Svendsrud. Hávard hefur
á sfðustu árum getið sér gott orð fyrir vandaða túlkun á hinum ýmsu tegundum tónlistar og
þátttakendur í Árnesi fengu gott sýnishorn af því. Hann hóf tónleikana á tveimur lögum eftir
Pietro Frosini, Jolly Cabalero og Fancy twister. Þau virkuðu sem ágætis upphitun. Svo tóku við
franski Domi valsinn, ftalskur konsert polki, saminn fyrir pfanó af Sergei Rachmaninov í útsetn-
ingu Yashkevich, glæsilegt verk og jafnvel einn af hápunktum tónleikanna. Þá var komið að
ítölskum tangó eftir einn frægasta harmonikuleikara ítala, Wolmer Beltrami og þvífylgdi prelódía
úr Holberg svítunni eftir Edvard Grieg. Þegar þarna var komið höfðu áheyrendur skynjað, að
þarna fórengin venjulegur harmonikuleikari. Frábærtúlkandi, með framúrskarandi tækni. Næst
var komið að vinsælasta valsi Norðmanna, Fagre Stryn, eftir Per Bolstad og í kjölfarið Vals Var-
ieté eftir Egil Hauge. Tvö frábær stykki. Þar næst fór Hávard í smiðju Thoralf Tollefsen. Renndi í gegn um Accordeon Impromptu
ogTömmerhuggar dansinn. Nú tóku við franski Le Petite valsinn í útsetningu Hávards og síðan gamli slagarinn Esterellita eftir
Emanuel Ponche, f glæsilegri útsetningu Charles Magnante. Pietro’s return, eftir Pietro Deiro var þar næst leikinn af mikilli
sannfæringu. Þá tókvið bráðskemmtilegur ítalskur marsúrki I due Cardelline eftir Nino Moretto og sfðan sérlega fallegur norskur
vals eftir Egil Hauge, Eins og smjör ísólskini, þar sem hver hljómaröðin af annari bráðnaði saman við þá næstu. Nú var komið
að lokaverki tónleikanna, La Campanella eftir Paganini. Útsetningin er geysilega krefjandi og þar reynir á alla kosti hljóðfæra-
leikarans til hins ýtrasta. Ekki brást Hávard f þessu frekar en öðru. Áheyrendur sátu agndofa. Þeir höfðu orðið vitni að hreinum
galdri. Hávard skilaði þessu með miklum glæsibrag og hlaut langt og mikið klapp fyrir. Svo langt að ekki varð undan því skot-
ist að leika aukalag. Fyrir valinu varð norskur vals eftir Harald Henchien og eftir uppklapp skaut Júpiterinn gneistum í Spitfire
eftirToralfTollefsen.Tónleikunum var lokið. Það má segja að ÍHávard Svendsrud sameinist allt það besta. Frábærtækni, ósvikin
spilagleði, frábær túlkun, en síðast en ekki síst, úthugsað lagaval, þar sem leitað var fanga um vfða veröld.
Hávard gerði meira en að leika á tónleikunum. Þegar kom að dansleikjunum um kvöldið var hann kominn á svið, fullur af spila-
gleði, ásamt þeim Helga E. Kristjánssyni, Hreini Vilhjálmssyni og Þóri Magnússyni. Ekki var að heyra að þessir fjórir væru að
leika saman í fyrsta skipti. Allur var leikur þeirra fágaður og takturinn geirnegldur undir öruggri stjórn Norðmannsins.
Friðjón Hallgrímsson
13