Harmonikublaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 23
Nikkólínu félagar spila utan við Leifsbúð og sumir dönsuðu.
Er til Hólmavíkur kom fór að hellirigna
ogflýtti fólksérísafnið. Staðarhald-
arinn þar flutti skemmtilegan fyrir-
lestur, með skemmtilegum tilburðum,
um galdra, tilbera ofl. Á eftir fengu
sumir sér kaffi þar, en aðrir fóru á
Cafe Riis og fengu sér að borða.
Nú þótti ekki annað þorandi eftir
þessa galdraheimsókn en fara í kirkju,
en þá brá svo við að ekki fannst leiðin
að kirkjunni og var það kennt
göldrum. Ekki batnaði þegar Friðrik
ók framhjá leiðinni út í Sævang og
ekki kom að haldi þó Þórhildur hefði
farið í annan sokkinn úthverfan til varnar
villum.
Ekur Friðrik alveg tryllt
og ber fótastokkinn
og Þórhildur áttavillt
þó að færi í rangan sokkinn...
Sigríður
Var nú ekið íSævang að Ifta á hrútaþukl og
hófust umræður um hvernig hrútunum
þætti að láta þukla sig.
Hrútaþukl er þarfleg grein
ég þannig fæ það skilið.
Að laumast vilji ein og ein
ær í hrútaspilið...
Friðrik
Á ýmsu er hægt að þreifa og þukla
þarna vestur frá.
En þeir sem líka kunna að kukla
kannske meira fá...
Davfð
Hvort sem það var fyrir tilraunir til kukls
eða ekki lenti Davíð í dularfullum óhöppum
í samskiptum sínum við konur, bæði á laug-
ardag og sunnudag og eru eftirfarandi vísur
til minningar um það.
Allur er hann aumur, blár og marinn
ýmisleg er mannsins hrellingin.
Ósköp Davíð er nú illa farinn
ofan á hann steig ein kellingin...
Sigrfður
Óttaðist að örlög grimm
á sér næðu haldi.
Til öryggis því alla fimm
útlimina taldi...
Friðrik
Þau eru komin enn af stað
og yrkja af miklum krafti.
Ágæt tilbreyting yrði það
ef þau héldu kjafti...
Davíð
Óverðskuldað hlaut hann happ
hann sem galdur læra vildi.
Blóði drifinn Davfð slapp
Drottins fyrir kraft og mildi...
Fía
Eftir nokkra viðdvöl og kaffihlaðborð var
haldið aftur í Bjarkarlund að hitta þá sem
til Eyjanna fóru og höfðu þeir líka gert góða
ferð.
Skáleyjasigling
Út í Skáleyjar var farið með Súlunni frá
Eyjasiglingu. Það var rigning, útsýni lítið
en hlýtt og sléttur sjór. Gengum við hring
um eyjuna með ágætri leiðsögn og skoð-
uðum rústir, forna muni ogdúnhreinsunina
á staðnum. Á eynni býr jóhannes Gíslason.
Hann býr með sauðfé en aðal búskapurinn
er Ifklega hlunnindi, veiði og dúntekja.
Að loknum hringnum sáum við hvar
Jóhannes kom að landi á bát sínum og
tókum hann tali. Hann hafði verið að líta
eftirfé, þvístórstreymtvarogeiga þá kindur
til að verða innlyksa á skerjum. Það var ekki
á honum þurr þráður sagði hann, en bauð
okkursamtíbæinn uppá kaffi. Þargerðum
við góðan stans því bóndi hafði frá mörgu
að segja meðan við gæddum okkur á
heimabakaðri jólaköku, murute og súrum
selshreifum. Um kvöldið hittum við svo
bónda aftur, því hann lét sig ekki vanta á
ballið.
Skáleyjabóndi veitti vel
verður er því stöku.
Bauð hann upp á súran sel
og sæta jóla köku...
Fía
Þegar mannskapurinn var búin að jafna sig
á ferðunum, þurrka mestu bleytuna og
spita, var komið að hátíðarkvöldverði í
Bjarkarlundi, sem starfsfólkið leysti vel úr
hendi meðfrábærri veislu. Það vartæplega
dansfærtfólksem tókstefnuna á Reykhóla
um níuleytið eftir átið.
Ballið var fjörugt og
mikið danspláss þar
sem húsið er stórt.
Nikkolínufélagar komu
ogtóku þáttíballinuog
spiluðu ásamt okkar
mönnum fyrir dansi.
Morguninn eftir voru
félagarnir mjög brattir
og vöknuðu snemma,
kannske heldur
snemma fyrir suma, en tvær konur
fóru ekki með því þær ætluðu til
Reykjavíkur.
Áfram Friðrik ekur nokkuð hratt
er í morgun hófum ferð að nýju.
Það ég ykkur segi alveg satt
ég sakna bæði Þórhildar og Fíu...
Sigríður
Sendist rútan sviflétt heim
svífur líkust kríu.
Laus við yfirþyngd af þeim
Þórhildi og Ffu...
Friðrik
Af stað var lagt um ellefu leytið og haldið
að Hjarðarholti í Dölum, þar sem Melkorka
Benediktsdóttir formaður Nikkólfnu tók á
móti okkur, sýndi kirkjuna og sagði okkur
sögu hennar. Síðan var haldið heim og
þurftu sumir að hvílast vel þegar heim var
komið, eftir stranga en skemmtilega helgi.
Að ferðalokum ortu menn kveðjuvísur sam-
kvæmt venju.
Er ferðalag næst verður formað
skal fræsa af liðinu slen.
Þá verður dvalið og dormað
í detox hjá Jónínu Ben...
Ólína
Með ágætu fólki ég uni mér
út um landið að ftakka.
Nú vesturferðin á enda er
ykkur ég samfylgd þakka...
Davfð
Ferð er lokið Friðrik minn
fjári oft er gaman.
Óska ég þess annað sinn
yrkja megum saman...
Sigríður
Þegar hinsti dagur dvín
við dauðans öldugjálfur.
Skástu eftirmælin mín
mun égyrkja sjálfur.....
Friðrik
Sigurður Ólafsson formadur Harmoniku-
félags Þingeyinga tók saman.
Hagyrðingar: Davið ÍHrfsgerði, Ólína á Hraun-
koti, Sigríður á Vatnsleysu, Hólmfríður (Fía) á
Sandi og FriðrikSteingrímsson.
23