Harmonikublaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 22
Sumarferd Harmonikufélags Þingeyinga
13.-15. ágúst 2010
Föstudaginn 13. ágúst fóru 45 félagar og
gestir Harmonikufélagsins árla morguns af
stað í sína árlegu sumarferð. Lagt var af
stað frá Húsavík kl. 8:30 og ekið um Aðal-
dal, Reykjadal og Fljótsheiði og teknir far-
þegar á ýmsum stöðum. Hljóðfærin voru
tekin á Breiðumýri, þar sem við höfum góða
geymslu. Einnigvoru farþegar teknir f Ljósa-
vatnsskarði, Fnjóskadal og svo Akureyri og
ekki dugði þaðalvegþvíAðalsteinn ísfjörð
og Unnur kona hans komu í rútuna íVarma-
hlíð frá Sauðárkrók, þar sem þau búa. Var
nú fullmannað og vel mannað, því þó
nokkrir hagyrðingar leynast í hópnum
ásamt bílstjóranum FriðrikSteingrímssyni
ogvar mikið ort alla leiðina okkur öllum til
mikillar ánægju. í Varmahlíð rigndi. Þar
stakk formaður upp á að stansa og fá sér
að éta. Gjaldkeri sagði þá að enginn fengi
að éta, þvf menn snæddu.
í Varmahlíð er veðrið blautt
víst má nærri geta
að ýmsum þykir ósköp snautt
ef ekki má þar éta...
Fía
ÍVarmahlíð fengu sumirsér lambasteikog
fullyrti Þorgrímur að hann gæti fundið á
bragðinu að bitinn hansværi afgrákollóttri
gimbur.
Kjöt á borð var borið fljótt
sem bót í sultartíðinni,
það var gimbur grá kollótt
sem gekk í Blönduhlíðinni...
Friðrik
Skemmtileg stund við Leifsbúð.
Oft verður munur á matnum og heyinu
hver máltíð er einhvers dauði.
Meðan þeir kjömsuðu á Grákollu greyinu
ég gleypti f mig pylsu með brauði..
Davíð
Þá erað nefna harmonikuspilarana ásamt
undirleikurum og voru þeir oft með hljóð-
færin á lofti, þar sem stoppað var. Eftir
venjuleg sjoppustopp var stefnan tekinn á
Búðardai, þarsem viðáttum stefnumótvið
Nikkólínufélaga, sem er harmonikufélag
Dalamanna. Hittum við þau í þvífallega húsi
Leifsbúð sem stendurvið höfnina ogvoru
þau að spila úti í afskaplega góðu veðri
fyrir brúðhjón sem héldu veislu í húsinu.
Þarna var spilað og sungið í töluverðan
tíma og var það mjög ánægjulegt á að
hlýða. Svo var tekið kaffihlé og aftur spilað
um stund.
Allt sem fara ætti dult
er nú tandið kringum.
í brúðkaupinu birtist fullt
af brjáluðum Þingeyingum.
Friðrik
Þá var stefnan tekin í Bjarkarlund þar sem
við gistum tvær nætur og áttum góðan tíma.
Eftir kvöldmat fóru sumir félaganna og settu
upp hljóðfærin og röðuðu upp stólum og
borðum í íþróttahúsinu á Reykhólum, þar
sem við héldum svo ball kvöldið eftir. Þeir
flýttu sér svo mikið af stað að þeir skildu
migogfleiri eftir, á meðan égathugaði með
húsvörð til að opna fyrir okkur. En þeir
leystu þetta samt með prýði. Síðan var
spilað og spjallað um kvöldið fram á nótt.
Skemmtiferðir
Á laugardagsmorguninn skiptist hópurinn
í tvennt og fór annar hlutinn í siglingu út í
Skáleyjar en hinn f skoðunarferð til Hólma-
víkur að kynna sér Galdrasafnið og hrúta-
þukl í Sævangi. Átti að byrja á að fara í
Galdrasafnið og sögðu sumir þar drauga á
sveimi. Á leiðinni yfir Arnkötludal var þoka,
svo ekkert sást, varla milli stika. Guðrún
Benediktsdóttir (Gauja) talaði mikið um
drauga.
Gauja er nú engu lík
oftað spauga.
Hún er að fara á Hólmavík
að hitta drauga...
Friðrik
Varla gátum veginn greint
víst er ekki að spauga.
Þetta er alveg afbragð hreint
áður en hittum drauga...
Sigríður
22