Harmonikublaðið - 01.09.2010, Side 4
Breiðumýrarhátíð 2010
Þann 23. og 24. júlí héldu Félag harmon-
ikuunnenda við Eyjafjörð og Harmoniku-
félag Þingeyinga árlega Breiðumýrarhátíð
í einmunablíðu, sem gerði þessa hátíð enn
skemmtilegri en ella. Það hópaðist fólk
alls staðar að af landinu að straxá fimmtu-
degi og voru þarna ríflega 400 manns
þegar mest var og sumir fóru ekki fyrr en
á mánudeginum. Allir
skemmtu sér vel og
var mikið spilað og
sungið um allt tjald-
stæðið alla dagana.
Dagskráin hófst með
dansleikáföstudags-
kvöldi fyrir fullu húsi
og einnig á útipalli
sem tjaldað var yfir.
Spilarar úr báðum
félögunum spiluðu
GísliBrynjólfsson ásamt ýmsum gesta-
Magrús R. Guðmundsson, Villi Valli og Baldur Geir- Sigurður Hallmarsson
mundsson ígóðri sveiflu
spilurum. Dansað var frá kl. 22:00 til
rúmlega 1:00. Á laugardeginum kl. 14:00
voru tónleikar þar sem Gfsli Brynjólfsson
spilaði nokkur lög á harmoniku, einnig
Aðalsteinn ísfjörð, Gunnar Kvaran og
Hreinn Vilhjálmsson, Sigurður Hallmars-
son og svo sérstakir gestir okkar frá ísa-
firði, Villi Valli, Baldur Geirmundsson og
Magnús Guðmundsson sem spiluðu við
feikna góðar undirtektir. Sameiginlegt grill
var um kl. 18:00 og svo var dregið f happ-
drætti kl. 21:45. Dansað var svo frá kl.
22:00 til 3:00 og var feikna fjör allan tím-
ann.
Sigurður Ólafsson formaður
Harmonikufélags Þingeyinga
Gleðistundir (Kátir dagar)
frá Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík
Eftirfarandi eru dagsetningar á skemmtunum FHUR í vetur.
Dansleikir í Breiðfirðingabúð:
2. okt. - árshátíð 20. nóv. - 8. jan. - þorrablót 19. feb. - 19. mars - 9. apríl - 7. maí
Skemmtifundir í Iðnó:
24. okt. - 6. feb. - 3. apríl
Skemmtinefnd FHUR
■ ■ ■ >- ■ I I ■ I M I ■ I ■
i >
Hljómsveit Rangæinga spilar fyrir eldri borgara
Grétar Geirsson og jóhann Bjarnason leika fyrir börnin Vistfólk hlustar á harmonikutóna
4