Harmonikublaðið - 01.09.2010, Qupperneq 5

Harmonikublaðið - 01.09.2010, Qupperneq 5
Á stærsta harmonikumóti heims íveitingatjaldinu var oftgífurleg stemmning, þarna er tvöfalda nikkan ímeirihluta. Langþráð ferð var loks hafin og við stödd f flugstöð Leifs Eiríkssonar að ganga um borð f eina afvélum Ftugleiða er bar nafnið Eldey. Hér voru á ferð miklir harmoniku- áhugamenn sem oft eru kenndir við Vind- belgina ásamt eiginkonum sínum. Eftir að við gáfum út Vindbelgjadiskinn 2008 hétum við okkur því að ef einhver afgangur yrði af sölu disksins myndum við skella okkurá þetta geysivinsæla harmonikumót í Svíþjóð, sem er Ransáter. Við fengum magnaða sýn eftir flugtakið yfir hina víð- feðmu hraunfláka og gíga Reykjanessins er undirstrikaði sérstöðu lands okkar. Þá er og augnayndi að horfa yfir skýin, sjá þann fjölbreytileika sem þau taka á sig f endalausum útfærslum á leiðinniyfir hafið. í rauninni áttum við mikinn hvatningsmann í Noregi sem ýtti undir þessa hugdettu okkar og bauð fram sína aðstoð og þá hjálp sem liðkaði eða gerði okkur í raun kleyft að fara þessa ferð sem taka átti V2 mánuð meðýmsum útúrdúrum. Við lentum á Gardemoen flugvelli utan við Osló þar sam hjálparhella okkar beið eftir okkur, en hann erenginn annaren IvarTh. Dagenborg ritstjóri og útgefandi norska harmonikublaðsins Nygammalt. Móttökur þeirra hjóna Ivars og Mögdu hefðu verið konungbornu fólki sæmandi í mat og drykk, en þau búa rétt utan við Osló á svæði sem heitirÁrnes. Ivar tilkynnti okkur þarna að hann langaði að bjóða okkur með sér á tvö önnur harmonikumót eftir Ransater. Bæði voru norsk, annað var á stað sem heitir Persmoen nærri sænsku landamærunum en hitt var lítið einkamót sem staðsett var nálægt Osló langt inní þéttum skógi og heitir Svartkopptreffen. Hjá ívari og frú vorum við fyrstu nóttina og lögðum svo í hann uppúr hádeginu daginn eftirtil Ransá- ter. Eftir klukkutíma akstur brunuðum við yfir sænsku landamærin og 2 1/2 tíma síðar ókum við inná mótssvæðið f Ransáter. Mótið stóð frá 7. -11. júlí og var að hefjast þennan dag, margt gesta var þegar mætt. Fram til þessa hefur ekki tekist að finna mót af slíkri stærðargráðu sem á Ransáter eða frá bilinu 23.000-25.000 manns. Gisti- staður okkar var í skólabyggingu rúma 2 kflómetra utan við aðal mótssvæðið, þannigað maðurvarekki hlaupandi heim oft á dag. Meiningin var að bjargvættur okkar myndi útvega hjólhýsi þar sem við gætum verið öll fjögur, en á síðustu stundu losnuðu tvö herbergi í umræddum skóla, sem betur fer. Þennan dag var mótið sett á stórri útisenu sem er grasflöt með sætum allt í kring fyrir 2.500 - 3.000 manns, en viðvorum drjúgan tíma að koma okkurfyrir í skólanum, þannig að er við komum að var ballettsýningunni að Ijúka (Gundegaba- letten) sem er fastur liður þarna og maður sá rétt í íslenska fánann hverfa inn í hús. En fjöldasönginn upplifðum við, allir fá sönghefti ogsöngnum erstjórnað frá senu með harmonikuundirleikogfl. hljóðfærum, tög sem allir virtust þekkja, stórkostleg stund. Samkvæmt boði ívars sem er kynnir móts- ins ásamt Stig Arne og Arstien Moen máttum við hafa aðsetur í bústað þeirra inni á mótssvæðinu (Tjernstuga), bæði til slökunar, fataskipta og annað eftir þörfum. Þaðan var skammt að skella sér á hina ýmsu viðburði inni á svæðinu, tónleika, dansleiki og veitingastaði. í stóru veit- ingatjaldi þarna varævinlega líf ítuskunum, þarvoru heilu hljómsveitirnarað leika listir sínar og ekkert til sparað til að ná hylli viðstaddra. Þarna var allt í gangi, harm- onikur af öllum gerðum, gítarar, kontra- bassar, nikkelhörpur, fiðlur, þvottabretti, skeiðar, eins og úti á mótssvæðinu, þar eru smáir og stórir hópar að spila saman létta og glaða tónlist frá morgni fram á nótt. Áaðalsenunni sem égheflýstáðureru svo tónleikarfrá kl. 13 fram á kvöld. Seinnipart dags eru líka dansleikir á útisenum, sem eru þrjár en innidanssalir eru einnig þrír. Leiknir eru gömlu og nýju dansarnir og er þátttaka í þeim gífurleg og dansarar á öllum aldri. Ekki verður annað sagt en um okkur Friðjón hafi farið kvíðakennd er við áttum að mæta á útisenu að leika fyrir dansi í 35 mínútur, meðleikarar voru ívar á gítar og svo sænskur kontrabassaleikari. En þegar Friðjón Hallgrímsson, PerFossoy, Guðný Sigurdar- dóttir, Ivar Th. Dagenborg, Hilmar Hjartarson og Martin Paulsen. dansarar fóru að sýna listir sínar á dans- gólfinu létti okkurverulega því ekki var að sjá annað en allt gengi þar upp í takti og túlkun. Ef ég reyni að lýsa örlítið nánar umfangi mótshaldsins talaði ég við einn aðal dag- Útisvæðið á Ransater varoftþéttskipað fólki skrárstjóra mótsins Michael Johansson, hann sagði vera 1.200 pláss fyrir bíla og 4.800 stæði fyrir hjólhýsi og tjöld, gestir væru nú á bilinu 23-25.000 manns ogflestir væru Norðurlandabúar. Alls leika 93 hljóm- sveitir á mótinu 98 klukkutíma og korter, allir fá 35 mfnútur í hvert sinn og flestir leika tvisvar. Engin greiðsla rennur til hljómsveita, en hugsanlega til einhverra sérpantaðra skemmtikrafta sem fengnir eru á mótið. Ekki hafði hann tölu á þeim gítar-, fiðlu-, bassa-, trommu-, eða nikk- elhörpuleikurum sem tækju þátt en giskaði á að á bilinu 800-850 harmonikuleikarar væru á svæðinu. Mótshald hófst í Ransáter 1972 en það var hugsjónakonan og harm- onikuleikarinn Signe Gustavsson sem kom því af stað, með þeim árangri að það sprengdi strax allt utan af sér í aðsókn. Hún réð því ekki við þessa gífurlegu aðsókn og náði því fram að 15 harmonikufélög í Vermlandsfylki (Vermlandsdragspelsför- bund) tóku við mótshaldinu, sem stendur enn í dag. Signe Gustavsson er látin en stofnað hefurverið harmonikusafn sem tileinkað er henni í Filipstad. Michael bætti við, sem mér fannst æði kunnuglegt, að gestir mótsins væru hreinlega eins og ein fjölskylda, það væri sjaldgæft að upp kæmu einhver umtalsverð vandamál og snyrtimennska væri slík að varla sæist sfgarettustubbur á almannafæri. Fyrir hreina tilviljun lentum við Friðjón í fanginu á útvarpsmanni, en útvarpað er frá mótinu í nærsveitir þarna um slóðir, við vorum pumpaðir um ýmislegt, ekki minnst harmonikustarf íokkar heimalandi. Magn- aðasta uppákoman held ég að hafi verið að spila fyrir fjöldann á aðalsenunni, þar spiluðum við með fyrrnefndum meðspil- urum 2 lög, polkann Huggkubben ogvals- inn okkar þekkta Eyjan hvíta. Við hittum fjölda manns þarna erlenda sem við 5

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.