Harmonikublaðið - 01.09.2010, Qupperneq 6
þekktum, ma. Hávard Svensrud sem var
svo gestur okkar í Árnesi um verslunar-
mannahelgina. Vonandi fæ ég tækifæri að
skrifa seinna í Harmonikublaðið um hin
mótin tvö sem við heimsóttum, læt þetta
yfirlit duga að sinni um heimsókn okkar á
stærsta harmonikumót í heimi hér.
Hilmar Hjartarson
Jerry Dahlberg hefur verið á
Ransáler í35 ár og finnst það
ómissandi hluti aftilverunni.
Á Ransaterí 35 ár
Jerry Dahlberg hefur lagt sig mikið fram fyrir þetta umtalaða mót, kom þangað fyrst árið 1975 og allar
götur síðan til dagsins í dag. Hann hefur unnið mikið fyrir mótshaldið sem varð sífellt stærra og stærra.
Smíðavinna var þarna umtalsverð og allt sem nöfnum tjáir að nefna, til innkaupa á allslags vörum fyrir
mótið, og aldrei tekið krónu fyrir. Jerry rak verslun með harmonikur í Stokkhómi, þar hitti hann öll hin
stóru nöfn harmonikunnar. Hann lánaði þessum mönnum harmonikur til að prófa, og það vakti hjá
mönnum athygli þegar fyrsta (kassato) harmonikan kom fram 1962-63. Þá var Jerry tit fjölda ára
í 5 manna hljómsveit þar af 4 Rússar með gítara, harmoniku og balalæka. Þeir spiluðu á fjölda veit-
ingastaða í Stokkhómi og urðu mjög vinsælir, sérstaklega fyrir rússnesk þjóðlög sem hann sagði gesti
veitingastaðanna hafi metið ofar öllu öðru.
Vegard Blakarstogon
Mérvar bentá ungan og upprennandi harmonikuleikara sem þarna var með foreldrum sínum. Hann
heitir Vegard og byrjaði tveggja ára að læra á ein- og tvöfalda harmoniku og náði strax fádæma
árangri. ídagspilar hann á hina norskframleiddu Olav Bergflöt nikku sem er Rolls Roysinn í díatón-
iskum harmonikum. Hann hefur tekið þátt í tveimur keppnum og í bæði skiptin unnið til fyrstu
verðlauna. Verðlaunin voru í bæði skiptin tvöfaldar harmonikur. Þá erVegard mikill kóráhugamaður
þótt ungur sé eða 10 ára gamall og hefur komið til íslands sem þátttakandi með barnakór.
Vegard Blakarstogon er aðeins 10 ára
en unnid tvisvar til fyrstu verðlauna í
harmonikukeppni
Ferd H.F.R. til Vestmannaeyja
Harmonikufélag Rangæinga fór sína árlegu haustferð þann 21.ág. sl.
farið var til Vestmannaeyja eins og myndirnar sýna.
Spilað ílogni á Stórhöfða
Ferðafélagarnir
Spilað íStafkirkjunni
6