Harmonikublaðið - 01.09.2010, Síða 9

Harmonikublaðið - 01.09.2010, Síða 9
Harmonikudagurinn 8. maí 2010 Harmonikufélag Þingeyinga stóð fyrir sam- komu að Breiðumýri í Reykjadal þennan dag eins og undanfarin ár. Dagskráin stóð frá kl.14-16 og veitingar í boði félagsins í hléinu. Nokkur hópur fólks var mættur og átti góða stund saman. Þrír ungir og efnilegir nemendur léku á hamonikur og fengu gott lófaklapp, auk viðurkenningarskjals frá HFÞ fyrir. Stefán Bogi Aðalsteinsson frá Tónlistardeild Litlu- laugaskóla, Hrund Óskarsdóttir og Ásta Sofffa Þorgeirsdóttir frá Tónlistarskóla Húsavfkur. Ásta Soffía tók þátt í Harmonikukeppni SÍHU (Samband íslenskra harmonikuunn- enda) sem fram fór 17. apríl 2010 íTón- listarskólanum f Garðabæ. Keppt var í þremur aldursflokkum og sigraði hún í sínum aldursflokki 13 -16 ára. Auðheyrt er að Ásta Sofffa er efnilegur tónlistarmaður og tekur miklum framförum ár frá ári. Eftir kaffihlé léku nokkrirfélagar HFÞ á sfn hljóðfæri og reið Sigurður Hallmarsson á Stefán B. Aðalsteinsson vaðið. Að lokum léku þeir félagar sem mættirvoru með hljóðfæri saman nokkur lög. Vetrarstarfi HFÞ er þar með lokið en næsta verkefni er að sjá um, ásamt Félagi harm- onikuunnenda við Eyjafjörð, sumarhátíðina að Breiðumýri 23.-25. júlf næst komandi. Ásta Soffía Þorgeirsdóttir Þar mæta harmonikuunnendur og þeirra fólk víða af landinu til þess að njóta sam- veru með góðu fólki, hlusta á harmoniku- leik og dansa tvö kvöld í röð í friðsælu umhverfi. Texti: Þórhildur Sigurðardóttir Myndir: Sigurður Ólafsson mhh Hrund Óskarsdóttir Brandara ÍÁfangagili hafa Landmenn byggtsérmjög myndarlegan leitarmannaskála. Einhvern tfma gisti Haraldur Runólfsson í Hólum á Rangárvöllum í skála þessum. Haraldur er þekktur að því að vera afdrátt- arlaus í tali og getur stundum orðið all gíf- uryrtur. Hann skrifaði nafn sitt í gestabók.sem þarna liggur frammi og lét fylgja mjög lof- samleg ummæli um þetta sæluhús, sagðist hafa átt þar góða nótt, en bætti því við, að músagangur hefði verið svo mikill.að ekki hefði hann mátt geispa, þá voru mýsnar komnar upp í hann. MÁLTÆKIÐ; „hverjum varþað aðþakka, að Gunna flaut?“ kannast víst flestir við, en tildrögin að því þekkja færri og voru þau eins og hérsegir: Skip var á ferð úr Vestmannaeyjum upp í Landeyjasand en þar er mjög erfið lending, eins og kunnugt er. Með skipinu voru vinnuhjú frá bæ einum í Landeyjum og hét vinnukonan Guðrún. Skipinu barstá ílend- ingunni og hrökk Guðrún fyrir borð, en hún var ólétt og sökk ekki og tókst snarráðum manni að innbyrða hana. Þegar f land kom var manninum að verð- leikum hælt fyrir snarræði sitt. Þá gellur vinnumaðurinn við og segir heldur drýg- indalega: „]á, en hverjum var það að þakka, að Gunna flaut?" VILHJÁLMUR STEFÁNSSON landkönnuður hélt eitt sinn miðdegisverðarboð fyrir íslendinga á heimili sfnu f New York. Eftir borðhaldið settust karlmennirnir inn í skrifstofu Vilhjálms og fer hann að týsa fyrir þeim lifnaðarháttum sela í norður- höfum. Fyrst koma urturnar á vorin og svo koma brimlarnirá eftir þeim upp á ísinn og öskra á urturnar,- „ Ég held annars, að ég geti líkt eftir þessu hljóði,“ segir Vilhjálmur og rekur upp ámát- legt öskur. Þá opnast skrifstofudyrnar og inn gægist eiginkona Vilhjálms og spyr: „Varstu að kalla á mig,Villi?“ Kær kveðja Frosti G.

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.