Harmonikublaðið - 01.09.2010, Qupperneq 10
EKHðB
Alþjóðleg harmonikuhátíð í Innsbruk
Fimm þúsund keppendur í harmonikuleik í Innsbruk
Það voru þrír ungir og kátir drengir sem
lögðu af stað á harmonikuhátíðina í Inns-
bruk að morgni 13. maí s.l. Undirritaður
(ekki alveg eins ungur), Benedikt K. Magn-
ússon og Halldór Pétur Davíðsson, hátfð-
lega boðniraf Þýska harmonikusamband-
inu. FlogiðvartilMunchen með viðkomu í
Kaupmannahöfn.
Mótsstjóri og varaforseti Þýska Harmonikusambands-
ins Hedy Stark-Fussnegger flytur setningarræðu
Á flugvellinum í MLinchen tók Gabrielle,
dóttir frú Hedy Stark-Fussnegger varafor-
seta Þýska harmonikusambandsins, á móti
okkur og ók okkur rakleiðis til Innsbruk,
þar sem Hedy var upptekin við framkvæmd
mótsins, enda aðalstjórnandi og skipu-
leggjandi þess.
Voru nú hafðar hraðar hendur við að tékka
sig inn á hótel, skipta um föt og koma sér
á opnunarhátíðina. Þar mættu okkur fagn-
andi kunnugleg andlit félaga úr Landes
Jugend Akkordeonorkester Bayern, sem
heimsóttu okkur sem kunnugt er ífyrravor,
auk bræðranna Júrí og Vadim Fedorov,
ásamt Gunnari Gunnarssyni gítarista og
Leifi Gunnarssyni bassaleikara, en Vadim
var þarna mættur með tró sitt til að leika á
opnunarhátíðinni.
^ 1 Í<
r / t 4
Tríð Vadims
Þarna var mætt fyrirfólk harmonikufélaga
í Evrópu. Mikið var um ræðuhöld og að
ýmsir framámenn væru heiðraðir þar á
meðal Frits Dobler forseti Þýska harmoniku-
sambandsins og Hans Gunther Kölz sem
ég kannaðist við sem útsetjara tónlistar
fyrir harmoniku.
Dagur tvö:
Nú fórfram keppni harmonikuhljómsveita,
allt frá kvartettum upp í 40-50 manna sin-
fóníuhljómsveitir, í fjórum tónleikasölum
samtímis, einungis með stuttum matar-
hléum frá kl 8:30 til kl. 21:30.
Halldór tekur Beltuna til kostanna
Eftir þessa löngu og lærdómsríku tónleika-
setu og góðan kvöldverð, var nú lítið annað
að gera en leggjast á meltuna og raða í
hillur heilabúsins og rýma til fyrir tónleikum
morgundagsins.
Dagur (irjú:
Áframhald hljómsveitarkeppninnar frá
morgni til kvölds. Lokahátíð mótsins var
svo um kvöldið og hófst með tónleikum
hljómsveitarinnar Quadro Nuevo sem er
heimsfræg í Þýskalandi, en harmonikuleik-
arinn íhenni ereinmittfyrrverandi nemandi
Hedy Stark-Fussnegger.
Henni lauksvo með dansleik f Sal Innsbruk
þar sem stórsveit skipuð munnhörpu- og
harmonikuleikurum, undir stjórn Hans
Gúnter Kölz, lék lög unga fólksins, þ. e.a.s.
poppmúsik, við mikla hrifningu við-
staddra.
Sjð roðann íaustri hann brýtur sér braut, Flott hljóm-
sveitfrá Moldavíu
Sá elsti í hópnum valdi sérfrekarað hlusta
á Tríó Vadims Fedorov sem lék Django-
tónlist sína í litlum sal á öðrum stað í hús-
inu, við mikla hrifningu.
Dagur fjögur:
Verðlaunaafhending í Ólympíuhöllinni í
Innsbruk, sem er risastórt íþróttahús.sem
tekursooo mannsísæti. Húsið vartroðfullt
af ungum harmonikuleikurum sem biðu í
spenningi eftir úrslitunum og hljómsveit
Hans Gúnther Kölz hélt uppi stuðinu. Það
var svo Hedy Stark-Fussnegger sem stjórn-
aðiverðlaunaafhendingunni af mikilli rögg-
semi.
Karlinn í dðtakassanum
Sigurvegari keppninnar var svo Stefan
Hippe með Núrnberg hljómsveit sinni, sem
hljómaði eins og flottasta sinfóníuhljóm-
sveit, sá hinn sami og stjórnaði LAJO Bayern
hér í fyrravor. Stefan vann fyrstu verðlaun
íkeppnitónskálda f Þýskalandi ífyrravetur.
Ekki er ég grunlaus um að eitthvað sé í
smíðum hjá honum eftir íslandsferðina,
sem væri spennandi að heyra.
Forseti Þýska harmonikusambandsins Fritz Dobler
með hljómsveitsinni
í undrun minni yfir öllum þessum ungu
harmonikuleikurum, fór ég að spyrjast fyrir.
Var mér þá sagt að fyrir þrjátíu árum hefði
Þýska harmonikusambandið ákveðið að
hvert harmonikufélag, sem til var í hverjum
bæ eða borg, réði til sín harmonikukennara
og fengi styrk til starfs, hvert frá sínu
sveitarfélagi. Þannig hafi orðið til allar
þessar frábæru hljómsveitir. Varð mér þá
hugsað heim. Ef við hefðum á s.l. þrjátíu
árum notið starfskrafta konu á borð við
Hedy Stark-Fussnegger, íÞýskalandi kölluð
„krafta konan“, spilaði tíundi hver maður
á íslandi á harmoniku. Ég hef aldrei fundið