Harmonikublaðið - 01.09.2010, Qupperneq 11

Harmonikublaðið - 01.09.2010, Qupperneq 11
Ferdafélagarnir ásamt Konstantín Ischenko á leið í matarboð eins fyrir smæð minni gagnvart nokkurri manneskju, þráttfyrirað búa við helmingi stærri skrokk. Að fylgjast með því hvernig hún skipulagði og stjórnaði þessu móti, þannig að allt gekk upp snurðulaust, var alveg magnað. Full Ólympíuíþróttahöll af ungum fagnandi harmonikuleikurum! Fram að þessu höfðum við verið í fylgd Á sviði tónleikasalar skólans tveggja ungra stúlkna, sem voru félagar í LAJO Bayern, þeirra Sylviu Marschalleckog Sabine Frey. En þær höfðu leitt okkur milli tónleikasala ogséð til þess að við þyrftum ekki að hafa neitt fyrir hlutunum. En eftir verðlaunaaf- hendinguna tókfrú Hedy okkur undir sinn verndarvæng. Eftir smá partý með hennar eigin hljómsveit ók hún og Konstantín Ischenko, einleikari LAJO Bayern frá ífyrra, okkur til Miinchen á hótel í miðborginni. Snemma morguninn eftir var hún mætt á hótelið til að fara með okkur í kynnisferð um borgina, sýna okkur kirkjur, söfn, ráð- hús, sjónvarpsturninn og Ólympíuþorpið fræga og að ósk ungu mannanna, vélfræð- inganna í hópnum, bílasýningu BMW, sem hefur sínar höfuðstöðvar í nágrenni þess. En fyrir tónlistarmennina í okkur var stór- kostlegast að fara f heimsókn í tónlistar- skólann í Griinwald, en Grúnwald er úthverfi Múnchen. Þar starfaði Hedy sem harm- onikukennari og skólastjóri frá árinu 1964 þar til fyrir tveimur árum að hún hætti störfum. Núverandi skólastjóri, Markus Lentz, tók á móti okkur með góðum veit- ingum og sýndi okkur skólann hátt og lágt. Hann talaði um kraftaverkakonuna Hedy sem hefði barið það f gegn að byggt yrði skólahús það sem við værum að skoða, tónlistarhús eftir hennar höfði með aðstoð arkitekts, með þeim árangri að flottara og fullkomnara væri varla til í heiminum. Þeirri hugsun laust upp íkoltinn á undirrit- uðum, hve vel tónlistarskóli á borð við þennan tæki sig út í Laugardalnum í Reykja- vík, sem andlegt mótvægi við öll íþrótta- Hedy fýrir utan Tónlistarskóla Grunwald mannvirkin. Um kvöldið var svo kveðju- samsæti með þeim félögum úr LAJO Bayern, sem gátu komið. Það verðurað segjastað undirritaður hefur ekki á sinni ævi upplifað gestrisni á borð við þá sem við félagar nutum í ferð þessari. Vonandi getum við treyst vináttubönd og tónlistarleg samskipti við þetta frábæra harmonikufólk á komandi árum. Morguninn eftir ók Hedy okkur á flugvöllinn og kvaddi okkur með von um endurfundi sem fyrst. Yfirmyndasmiður íferðinni var Benedikt K. Magnússon. Hér fylgja nokkrar myndir sem teknar voru. Gudmundur Samúelsson FRANKY YANKOVIC OG FÉLAGAR Flestir þeir sem muna eftir danstón- list sjötta áratugs síðustu aldar, muna eftir eldfjörugri har- monikuhljómsveit, sem heillaði alla upp úr skónum ogvoru löghennaroft leikin ímorg- unútvarpi og danslagatímum útvarpsins, en ég á hér við Franky Yankovic og félaga. Það er þess vert að minnast þessara stuð- bolta hér í Harmonikublaðinu. Franky fæddist 1915 í Virginíu í Bandaríkj- unum, en fluttist ungur með foreldrum sfnum til Cleveland, Ohio. Faðir hans var innflytjandi frá Slóvakíu. Þegar Franky var níu ára gaf móðir hans honum harmoniku og komu þá hæfileikar hans fljótt f Ijós og á unglingsárunum var hann þegar orðinn þekkturá sínum heimaslóðum ogvíðarum Bandaríkin. í seinni heimsstyrjöldinni var hann sendur í hernað til Evrópu og þar fór hann illa út úr stríðinu og kól meðal annars alvarlega á hægri hendi og þótti sýnt að hann gæti ekki leikið meira á harmoniku, en þakka má læknavísindunum vestra að hann náði fullum bata og var aldrei betri á nikkuna en eftir það. Þá hóf hann harmonikuleikað nýju og stofn- aðisínaeigin hljómsveit, sem lék inná fjölda hljómplatna sem seldust í mörgum bíl- förmum vítt um heiminn. Árið 1949 sló hann f gegn með lögunum Just because og Blue skirt wals, sem seldust í milljónum eintaka. Útsetningar Frankys voru snilldarlegar og lét hann hvert hljóðfæri njóta sín sem best. Hljómsveitin var skipuð oftast fimm mönnum, tvær harmonikur og var sá er lék með honum einnig frábær harmonikuleik- ari, sem mig minnir að heiti Joey Miskuli. Einnig var banjóleikari sem sá mestumtakt- sláttinn og bassaleikari, svo einn sem lék ýmist á píanó eða Hammondorgel, en Ham- mondorgelið átti mikinn þátt í þeirra tón- listarflutningi með dillandi undirleik harm- onikanna. Franky var kjörinn polkakóngur Bandaríkj- anna og voru polkar mjög áberandi í flutn- ingi hljómsveitar hans og meðal vinsælustu polka voru: Tennessy polki, Yankovic polki og Pennsylvanía polki. Hljómsveitin lék margtfleira en polka ogvoru nokkrirvalsar frægir t.d. Immigrantvalsinn, Goodbye Hawaii og hinn sígildi vals Rosas, Ofarbylgj- unum og átti Franky ekki minnstan þátt í frægð hans. Þess má geta að fyrir utan margar stórhljómsveitir léku hann einnig snillingarnir Tollefsen og Molinari. Hljóm- sveit Frankys lék swing og sömbu með til- þrifum svo eftir var tekið. Hljómplötur þeirra félaga héldu áfram að seljast í milljónum eintaka og á sjötta áratugnum höfðu þeir seltyfir 50 milljónir eintaka vítt um heiminn og höfðu engir selt meira fyrr en sjálfur kóngurinn, Elvis Presley, kom á sjónar- sviðið. Það má til gamans geta þess að eign hljóm- flutningstækja var þá í mun minna mæli en síðar varð. Textar voru oft gamansamir og ærslafullir og var stundum eins og þeir félagar misstu sig í ærslum og gleði við flutning laga sinna. Hljómsveitin lék með þekktum söngvurum eins og Doris Day og sveitasöngvaranum JackClement. Franky lék á harmonikuna til síðasta dags, en hann lést í október 1998. Honum var sýndur ýmis heiður í Bandaríkjunum, fékk meðal annars Grammy verðlaun og gerður hefurverið minnisvarði um hann. Ýmsir íslenskir harmonikuleikarar og hljóm- sveitir hafa leikið lög Franky og félaga. Um þessa snillinga væri hægt að skrifa enn frekar, en hér læt ég staðar numið að segja frá þessum fjörugu gleðigjöfum. Karl F. Hjelm 11

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.