Harmonikublaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 21
Sumarhátíd Harmonikufélags H.F.H.
Stórsveit Færeyinga
Sumarhátíd Harmonikufélags Héraðsbúa var haldin í Brúarási um verslunarmannahelgina. Dansleikur á föstudagskvöld, skemmti-
dagskrá á laugardag og dansleikur um kvöldið. Stæði fyrir húsbíla og tjaldvagna var í Svartaskógi og strætóferðir á milli.
Tuttugumanna hópur frá Harmonikufélagi Færeyja var í heimsókn hjá Félagi harmonikuunnenda á Norðfirði og komu þeir í Brúarás
ogspiluðu í skemmtidagskrá á laugardaginn ogá dansleiknum um kvöldið ogvargerðurgóður rómur að þeirra framlagi og þökkum
viðíH.F.H. þeim kærlegafyrir. Einnigkom fram söngtríóið „Beintfrá býli“ogsöngnokkurgömuloggóð danslögvið góðar undirtektir.
Þetta var frumraun þeirra á sviði. Söngkonur tríósins eru Drífa og Sigurrós Sigurðardætur og Sigurveig Stefánsdóttir, undirleikarar
eru Sigurður Gylfi á harmoniku, Pálmi Stefánsson á gítar og Steinar Atli Hlynsson á bassa, öll úr sömu fjölskyldu. Vonandi fáum við
að heyra íþeim oftar.
Þar komu einnig fram Aðalsteinn ísfjörð og Einar Guðmundsson sem við þekkjum vel og klikka aldrei Þar kom einnig fram Guttormur
Sigfússon með tækifærisvísur eftir ýmsa höfunda. Arndís Þorvaldsdóttir ogÁslaug Sigurgestsdóttir fluttu vísur eftir Pál Ólafsson bæði
lesnar og kveðnar.
Sumarhátfð H.F.H. var vel sótt og aðstandendur ánægðir með hvað vel tókst til.
Framkoma gesta vartil fyrirmyndar eins og æfinlega.
F.h. H.F.H. Jón Sigfússon
Blómarósir flytja kvæði
Daladætur
Þrír Færeyingar að spila
Einar og Alli (ekki færeyskir) að spila
21